Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 44
44 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblað DV ^Ef einhver heföi rekist á Hugh Grant fyrir 15 árum hefði hann varla giskað á að í dag fengi hann 900 milljónir fyrir að leika í einni bíómynd. Það er samt staðreynd og merkileg í ljósi þess að fyrir tíu árum héldu allir að ferillinn væri á enda eftir að hann var tekinn í landhelgi með vændiskonu í LA. Grant leikur í annarri myndinni um Bridget Jones sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum fyrir helgi. Hugh Grant, einnig skírður milli- nöfnunum John og Mungo, fæddist í London 9. september 1960. Pabbi Q-hans, James, var listamaður sem rak teppafyrirtæki til að fá einhverjar tekjur og móðir hans var kennari. Hugh ólst upp í úthverfi og fékk skólastyrk til að læra í Oxford. Hann hafði hugsað sér að verða listasagn- fræðingur en reyndi í skólanum fyrir sér í leiklistinni - lék f Hamlet sem sett var upp í Star Trek-búningum. Fram að því hafði hann aðeins einu sinni stigið á svið og var þá látinn syngja með afar misjöfhum árangri. í dag lítur Hugh á sig sem betri sviðs- leikara en kvikmyndaleikara. Bíó- myndirnar kölluðu þó snemma á hann, árið 1982 lék hann í kvik- myndinni Privileged og var þá kall- aður Hughie Grant. ® Reyndi að skrifa skáldsögu Hann vissi ekkert hvað hann ætti að talca sér fyrir hendur að skólanum loknum en ákvað þó að lokum að ganga í gamanleikhópinn Jockeys of Norfolk sem kom firam á grínklúbbun- um í London. Þar ralcst Hugh oft á Mike Myers sem bjó í London og skemmti á sömu stöðum. Til að ná sér í auJcapening tók hópurinn að sér að skrifa handrit fyrir gamanþætti í sjón- varpi og útvarpsauglýsingar. Síðar tók Grant að sér að skrifa gagnrýni um bókmenntir og reyndi meira að segja ^sjálfur að skrifa skáldsögu. Vinnuheiti hennar var Slack og er hún enn ókláruð. Bókin fjallaði um atvinnu- lausan mann, nokkuð sem hann þekkti vel á þessum tíma. Leikhópurinn náði næstum því að meika’ða. Þeim var boðið að koma fram á Edinborgarhátíðinni og fengu sjónvarpsþátt en einhvern veginn fjaraði undan þessu öllu hjá þeim. Grant reyndi áfram að koma sér á framfæri í lcvikmyndum. Fyrsta borgaða lilutverkið fékk hann í lcvik- myndinni The Bounty árið 1984 en var rekinn þegar tökur voru að hefj- ^ast því hann var ekki í stéttarfélagi Ieikara. Næstu tveimur árum eyddi hann í nokkur léleg hlutverk í sjónvarpi. Hann fékk þó smá reynslu þar og fékk að lokum stórt hilutverk sem Cli- ve Durham í kvikmyndinni Maurice árið 1987. Fljótlega kom svo lilutverk í Rowing With The Wind, mynd sem fjallaði um þegar Mary Shelley skrif- ^ aði Frankenstein. Hugh Grant lék Byron lávarð og þarna þreytti Eliza- beth Hurley frumraun sína. Hún var kærasta Grants og það samband átti eftir að endast í 13 ár til viðbótar. Stressaður með Júlíu Roberts Nú tók Grant að sér hlutverk Chopins í stuttmynd Francios Aubry, Noctumes, slóst í lið með JoJm Hurt í La Nuit Bengali og naut þess út í ystu æsar að leika í furðulegri útgáfu Kens Russell af The Lair of the White Worm eftir Bram Stoker. En þetta voru alls ekki myndir sem slógu í gegn og ferill- inn var smám saman á niðurleið. Grant lék Chopin aftur í Impromptu en þess utan lék hann helst í hörmu- legum sjónvarpsmyndum. Hugh Grant þraukaði þó áfram og fékk lilutverk í The Big Man á móti Liam Neeson áður en hann var í stóru hlutverki í Bitter Moon eftir Roman Polanski. Þetta sama ár, 1992, fór hann í prufu fyrir Shakespeare in Love á móti Júlíu Roberts sem þá var mjög heit eftir Pretty Woman. Hann var svo stressaður að hún sendi hann heim og sagði honum að koma aftur eftir nokkra daga. Grant fékk ekki hlutverk- ið og hún reyndar ekki heldur, hætt var við gerð myndarinnar. Myndin var reyndar gerð síðar, árið 1998 með Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes í aðaJhlutverkum. Breytti aulaleik sínum yfir í gamanleik Mörgum fannst leikur Grants í Bitter Moon pirrandi enda var hann ótrúlega aumingjalegur og vonlaus. Þetta átti hins vegar eftir að verða helsti styrkur hans, þegar hann tók upp á því að nota þennan leik í gam- anmyndum. Fyrsta tilraunin með þetta var í Four Weddings And A Funeral, en þar var hann hálfstam- andi og óöruggur en einhvem veginn sjarmerandi gaurinn sem reyndi við Andie MacDowell. Myndin sló í gegn, varð reyndar aðsóknarhæsta breska myndin frá upphafi, og Grant vann bæði BAFTA og Golden Globe-verð- launfyrirleiksinn. Hugh Grant var orðinn stjama og fljótt komu hlutverk í alvörumyndum á borð við Sirens, Restoration, Sense And Sensibility og síðan tók hann skrefið til Hollywood og lék í Nine Months á móti Julianne Moore. Skömmu á undan hafði hann stofiiað framleiðslufyrirtækið Simian með Liz Hurley og fýrsta mynd fyrirtækisins var Extreme Measures með Grant í fyrsta hasarhlutverki sínu, á móti Gene Hackman. Nafn fyrirtækisins er tilkomið vegna þess að Hurley fannst Grant líta út eins og api. Tekinn með 50 dollara hóru En þá dundu ósköpin yfir. 27. júní 1995 var Grant handtekinn af lögreglu Með ástinni Undanfarið hafa breskir fjölmiðlar fjallaö mikið um samband Grants og Jemimu Khan, en eins og sést vel á þessari mynd hafa þau reynt að leyna sambandinu. Hugh Grant Hefur náð að koma sérá stall með vinsælustu gamanleikurum Breta fyrr og s/ðar og vinnur sér inn fúlgur fjár fyrir hverja mynd sem hann leikur I. Reyndar segisthann ekki njóta frægðarinnar mikið og telja margir llklegt að hann muni hætta aö leika I kvikmyndum innan nokkurra ára. í Los Angeles í bíl sínum með vændis- konunni Divine Brown sem hann hafði borgað 50 dollara fyrir munn- mök. Hann fékk 2 ára skilorð og sekt fyrir en verra var að myndir af honum og vændiskonunni birtust í blöðum um allan heim og sambandið við Liz Hurley var í hættu. Ferillinn virtist í hættu þegar hann var rétt að byrja. Einhvem veginn skemmdi þetta ekld eins mikið fyrir honum og ætla hefði mátt. Ungir karlmenn tóku hon- um fagnandi og hann sló í gegn í þætti Jay Leno sem fékk þriðja mesta áhorf sitt frá upphafi þegar Grant mætti í hann. Það reyndist erfiðara að taka því að Extreme Measures kolféll í kvik- myndahúsum. Á sama tíma sló Liz Hurley í gegn í Austin Powers og var fyrir allra augum sem andlit Estee Lauder. Grant náði sér aftur á strik með Notting Hill þar sem hann var í lilut- verki bókabúðareiganda á móti Júlíu Roberts og fékk Golden Globe-tilnefn- ingu fyrir. í kjölfarið tók hann að sér hlutverk í mafiugríhmyndinni Mickey Blue Eyes á móti James Caan og slapp sæmilega fyrir hom þar. í Small Time Crooks lék hann snobbaðan listverka- sala en svo kom Bridget Jones’ Diary, hin óhemjuvinsæla grínmynd með Reneé Zellweger í aðalhlutverki. Grant gerði þar ógleymanlega persónu Daniels Cleaver, yfirmanns Bridget og ástmanns á stundum, sem heldur framhjá henni en á erfitt með að sjá á eftir henni til góða gaursins sem Colin Firth leikur. Eftir velgengni myndar- innar féllust leikaramir fljótt á að gera framhaldsmynd, þar sem sögu Helen Fielding var breytt svo Daniel Cleaver gæti snúið aftur. Góður peningur með Söndru Bullock Eftir fyrri myndinni um Bridget missti Grant móður sína en lét ekki bugast og fór beint að leika í About A Boy, frábærri mynd, þar sem hann er í hlutverki WiUs Freeman, 38 ára karlmanns sem fæddist með silfurskeið í munni og hefur aldrei þurft að vinna eða taka nokkra ábyrgð. About A Boy sló í gegn og því næst tók hann að sér lilutverk í Two Weeks Notice á móti hinni mjög svo leiðinlegu Söndm Bullock. Ameríkanar eyddu 93 milljónum doll- þegar f golfi Þar sem Grant verður seint talinn mjög duglegur leikari eyðir hann þeim mun meiri tlma í að spila golf. ara í að komast að því hvort ástir tækjust með þeim, svo Grant var aug- ljóslega enn vinsæll. Hann sást næst í Love Actually, enn einni velheppnaðri breskri grínmynd sem hann kemur nálægt, og svo erum við komin að Bridget Jones 2 sem frumsýnd var í ís- lenskum kvikmyndahúsum fyrir helgi. Ekki gaman að vera frægur Eftir skilnaðinn við Elizabeth Hurley var Hugh Grant lengi vel ein- Meypur. í fyrra átti hann í sambandi við pólskan starfsmann Sameinuðu þjóðanna, Kasiu Komorowicz, en þessa dagana er hann með Jemimu Khan, sem var besta vinkona Díönu prinsessu. Það verður seint sagt að Grant sé mjög duglegur við að leika í kvikmyndum og eyðir hann mestum tíma sínum í að spila golf með vinum á borð við Kyle MacLacMan eða njóta lrfsins í glæsiíbúð sinni í Kensington- hverfinu í London. Hugh Grant fékk um 875 milljón- ir króna fyrir að leika í Two Weeks Notice og er talinn vinsælasti og ríkasti gamaMeikari Breta, nokk- uð sem hann hvorki skilur né sættir sig fyllilega við. „Ég hef aldrei haft mjög mikla löngum M að ná langt í Hollywood, ætlaði meira að segja að hætta Four Wedd- ings... sló í gegn,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aldrei búist við að vera vinsæll nema í um 10 ár. Það gæti því meira en verið að hann ákvæði að hætta innan ti'ðar - á toppn- umeinsogstað- an er í dag. hdm@idv.is Helstu myndir Grants Brídget Jones: The Edge of Reason (2004) 'kírk Love Actually (2003) irkirk Brídget Jones's Diary (2001) ★★★ Small Time Crooks (2000) irkk Mickey Blue Eyes (1999) irk Notting Hill (1999) ★★★ Extreme Measures (1996) kk Sense and Sensibility (1995) ★★★ Nine Months (1995) ★★ The Englishman Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain (1995) krk Four Weddings and a Funeral (1994) kkk Sirens (1994) krk The Remains oftheDay(1993) kkk Bitter Moon (1992) kkk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.