Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 46
JC!
46 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004
Helgarblað 0V
'Bulla skotin
í magann
Alræmdasta fótboltabulla Bret-
lands varð fyrir skotárás í uppgjöri
tveggja gengja.
Tony O’Neil, 46
ára, var skotinn
í magann á krá
á laugardags-
kvöld. Hann
var í kjölfarið
fluttur á gjör-
!r|æsludeild þar
sem hann lá í
gæslu lögreglumanna. O’Neil er
sagður hafa leyst upp deilur tveggja
gengja á bar í Manchester og vísaði
öðrum hópnum út. Einn úr hópn-
um kom aftur inn á krána og skaut
Tony í magann og hljóp svo burt.
O’Neil er aðdáandi Manchester
United og hefur setið í fangelsi fyrir
ofbeldi og dólgslæti. Honum er
meinaður aðgangur að öllum
knattspymuvöllum í Bretlandi og
stærir sig af því að vera mesta fót-
boltabulla heims.
Skaut á þrjár
löggur
Lögreglumaður í Bretlandi var
skotinn í höfuðið af manni sem
reyndi að forðast handtöku. Morð-
inginn, David Bieber sem er 38
ára, þótti rólegur þegar hann skaut
lögreglumanninn Ian Broadhurst
af stuttu færi í fyrra. Morðið var
framið nokkrum andartökum eftir
að Bieber er sagður hafa skotið á
tvo kollega Broadhursts, annar
þeirra slasaðist illa. Bieber er
bandarískur ríkisborgari sem not-
aði einnig nafnið Nathan Wayne
Coleman og bjó rétt hjá morð-
staðnum. Hann neitar öllum sök-
um í málinu sem er nú fyrir rétti.
Lögga og
barnaníðingur
Bamaníðingur sem geymdi þús-
undir klámfenginna mynda og
myndbanda á tölvunni sinni gekk
ftjáls maður út
úr réttarsal í
Bretlandi í vik-
unni. Paul
Hook, 32 ára,
-i^r lögreglu-
maður en
kollegar hans
rannsökuðu
hús hans og
fimdu þar næstum fjögur þúsund
ógeðfelldar myndir af ungum böm-
um, allt niður í þriggja ára. Eitt
myndband sem fannst í húsi manns-
ins er sett í flokk 5, sem er sá grófasti
yflr bamaklám. Hook er tveggja
bama faðir og fékk aðeins þriggja ára
meðferðardóm, sökum þess að hann
var fimm og hálfan mánuð í fangelsi
meðan hann beið dóms.
Bcr
Fækkar á dauða-
deild
Fjöldi þeirra sem dæmdir vom
til dauða í Bandaríkjunum í fyrra
hefur ekki verið lægri í 30 ár, en
þetta er þriðja árið í röð sem föng-
t>i!m á dauðadeild fækkar. Á síðasta
ári vom 144 fangar í 25 rílcjum þar
í landi dæmdir til dauða, 24 færri
en árið 2002 og meira en helmingi
færri en meðaltalið frá 1994-2000
sem vom 297 á ári. í fyrra vom 65
teknir af lífi í Bandaríkjunum, allt
karlmenn. Sem fyrr vom þeir flest-
ir í Texas, 24, síðan Oklahoma með
14 og Norður-Karólína með 7. Öll
önnur ríki höfðu þijá eða færri
sem teknir vom af lífi. Mir nema
einn vom teknir af lífi með ban-
vænni sprautu, enn hann var sett-
ur í rafmagnsstólinn. Frá 1977 til
enda 2003 hafa 885 fangar verið
teknir af lífi í Bandaríkjunum, tveir
þriðju af þeim vom í Texas, Virgin-
Oklahoma, Missouri og Flórída.
Fyrir milljónir kvikmyndaáhugamanna eru Matrix-myndirnar bara góð afþreying. En
fyrir aðra eru þessar spennumyndir hugmyndaveita fyrir hræðilega verknaði. Nú hafa
nokkrir morðingjar í Bandaríkjunum kennt áhrifum myndanna um verknaði sína.
Kenna Matrix um moröin
Hinn 19 ára Joshua Cooke gat
ekki munað hvað hann var að hugsa
17. febrúar í fyrra þegar hann fór
upp í herbergið sitt eftir kvöldverð
með foreldmm sínum. En hann
mundi hvað gerðist næst. „Ég var að
hlusta á tónlist í heyrnartólunum
mínum og leit yfir á Matrix-plakatið
mitt. Síðan leit ég á byssuna mina."
Hann fór í hermannaskóna sína
og síða svarta frakkann, rétt eins og
þann sem Neo klæðist í myndunum,
og fyllti vasana af haglabyssuskot-
um. Síðan tók hann upp vopnið sem
hann hafði keypt vegna þess að það
líktist þeim sem notuð vom í uppá-
haldsmyndinni hans og gekk niður
stigann.
„Ég veit að ég fæ dauðarefs-
ingu"
Þegar lögregla kom á heimili
hans í Oakton í Virginíuríki í Banda-
ríkjunum fundu þeir foreldra hans
látna í kjallaranum. Cooke beið ró-
legur í heimreiðinni og þegar hann
var handtekinn og ákærður fyrir tvö
morð af fyrstu gráðu varð hann
þriðji morðinginn í Bandaríkjunum
sem segist vera saklaus og ber við
áhrifum frá The Matrix.
Tilraunir hans til að kenna
myndinni um gerðir sínar vom frá
upphafi taldar ótrúverðugar. Lög-
fræðingur hans, Rachel Fine, sagði í
apríl á síðasta ári að skjólstæðingur
sinn hefði, þegar hann framdi morð-
in, staðið í þeirri trú að hann byggi í
sýndarveruleikaheimi The Matrix.
„Ég er ekki að segja að myndin
hafi fengið hann til að myrða for-
eldra sína, en ég tel að það séu sann-
anir fyrir því að hann þekkti ekki
muninn á réttu og röngu."
Sakamál
Cooke tók undir með lögffæðingi
sínum: „Morðin virtust ekki raun-
veruleg."
Saksóknarinn var áhugasamari
um sfrntal Cookes til neyðarlínunnar
nokkmm mínútum eftir morðin. „Ég
veit að ég fæ dauðarefsingu fyrir
þetta," sagði Cooke við símadömu
og minntist ekkert á Matrix eða
annað þvíumlíkt. „Hversu margar
Tonda Ansley Drap leigusala sinn og
notaði The Matrix til að lýsa hugarástandi
slnu.
milljónir hafa séð þessa mynd?"
spurði Horan saksóknari. „Og hversu
margir þeirra hafa framið morð?"
40 ára fangelsi
í júní 2003 hætti lögfræðingur
Cookes við að bera við geðsýki og
hann breytti framburði sínum og
játaði á sig morðin. Við réttarhöldin
kom fram að hann og Tiffany systir
hans höfðu verið yfirgefin af foreldr-
um sínum og ættleidd af Cooke-
hjónunum. Frá fimm ára aldri hafði
morðinginn verið alinn upp á góðu
heimili. Cooke hélt því reyndar fram
að hafa verið laminn af foreldrum
sínum en systir hans vitnaði gegn
honum. f ættleiðingarskjölunum
kom einnig fram að báðir foreldrar
hans höfðu þjáðst af geðklofa og
hafði Cooke erft hann frá þeim.
„Hann getur lýst heiminum en
fólk er sjaldnast raunverulegt fyrir
honum," sagði sálfræðingur sem bar
vitni við réttarhöldin.
Dómarinn dæmdi Cooke í 40 ára
fangelsi og vitnisburður sálfræð-
ingsins hafði þar áhrif. „Ég hef alltaf
verið öðruvísi og eytt mestum tíma
mínum inni í herbergi. Ég þurfti að
kaupa mér annað eintak af The
Matrix vegna þess að ég horfði svo
mikið á hitt að það eyðilagðist. Ég
hugsaði með mér að það væri nú
flott ef þetta væri raunveruleikinn.
Þegar ég horfði á Keanu Reeves
skjóta fólk hugsaði ég með mér:
„Þetta er ég“ og fór síðan og keypti
mér síðan svartan frakka."
Fláði leigusala sinn og aflimaði
Fyrir einhverja tilviljun var al-
ræmdasti Matrix-morðinginn ná-
granni Cookes í fangelsinu. Það var
John Lee Malvo sem varð frægur
þegar hann og fósturpabbi hans
fr ömdu fjölmörg morð í Washington
með því að skjóta fólk af færi úr bíl
sínum. í klefa sínum stytti hann sér
stundir við að teikna upp atriði úr
The Matrix.
Annar Matrbc-morðingi var
Vadim Mieseges sem myrti leigusala
sinn í San Francisco árið 2000. Hann
var nemi í tölvunarfræði og hafði
komið frá heimalandi sínu Sviss árið
1996. Mieseges var handtekinn fyrir
grunsamlega hegðun í verslunar-
miðstöð og viðurkenndi þá að hafa
myrt leigusala sinn, hina 47 ára Ellu
Wong. Astæðan sem hann gaf upp
var að hún hefði alltaf verið að
nöldra um að hann þrifi herbergið
sitt. Hann hafði fláð af henni skinn-
ið og aflimað hana og skilið líkams-
hlutana eftir víða um borgina.
Mieseges hafði greinst með
athyglisbresti í heimalandi sínu.
Skýringin sem hann gaf á verknað-
inum var sú að leigusalinn hefði
sent frá sér slæma strauma. Hann
hafði séð The Matrix mörgum sinn-
um og trúði því að Matrix væri raun-
veruleikinn og allt annað væri leik-
ur. Dómari í málinu féllst á kröfu um
að hann væri geðveikur og dæmdi
hann til vistar á geðsjúkrahúsi.
Enn eitt málið var þegar Tonda
Ansley gekk upp að leigusala sínum
og fyrrum vinnuveitanda, Sherry
Vadim Mieseges Drap leigusala sinn,
fláði hann og afíimaði. Trúðiþvlað Matrix
væri raunveruleikinn og allt annað leikur.
Lee Corbett, sem var að tala við
nágranna sinn. Þegar Sherry sneri
sér við skaut Tonda hana þrisvar og
gekk svo burt, en sneri við og skaut
hana aftur tvisvar þegar hún lá á göt-
unni. Ástæðan fyrir morðinu var
aldrei upplýst en hins vegar kom
fljótt í ljós að Tonda hafði verið hug-
fangin af Matrix og fleiri bíómynd-
um. Lögfræðingur hennar sagði að
hún kenndi Matrix ekki beint um,
heldur notaði hún myndina sem
samlíkingu við það hvemig henni
leið á þeim tíma sem hún framdi
morðið.
Tenging við Columbine-
morðin
Warner Bros. er framleiðandi
Matrix-myndanna og segir engin
tengsl á milli þeirra og morðanna.
„Mar tilraunir til að tengja þessa
glæpi við kvikmyndir eða önnur list-
form eru bæði truflandi og óábyrg-
ar,“ sagði talsmaður Warner. Fyrir-
tækinu hefur þó gengið erfiðlega að
losna við þennan stimpil, sérstak-
lega í ljósi morðanna í Columbine-
menntaskólanum árið 1999. Þá
gengu tveir nemendur í skólanum
berserksgang í síðum svörtum
frökkum, myrtu 12 nemendur og
einn kennara. Þetta var 20 dögum
eftir frumsýningu The Matrix sem
þeir báðir sáu.
„Manneskja sem þegar er trufluð
á geði gæti notað sér The Matrix sem
afsökun fyrir gerðum sínum. En ef
myndin hefði aldrei verið gerð hefði
sama manneskja bara fundið sér
eitthvað annað, CIA eða geimverur,"
sagði Dr. John Kennedy, yfirmaður
sálffæðistofrumar háskólans í
Washington.
Eitt frægasta mál Breta fer aftur fyrir dómstól
Reynir að fá bróður sinn sýknaðan 50 árum eftir að hann var hengdur
Eitt afverstu dæmum um mistök I réttark-
erfinu I Bretlandi á slðustu öld ernú komið
aftur fyrir dómstóla til leiðréttingar. Fjöl-
skylda Walesverjans Timothys Evans, sem var
ranglega hengdur fyrir morð sem framin
voru, berst fyrir þvl aö sakfelling hans verði
dregin til baka. Sakfellingin yfir honum
stendur ennþrátt fyrir aöhannhafi fengið
konunglega sakaruppgjöfárið 1966 eftir
tvær opinberar rannsóknir.
Lögfræöingar á vegum hálfsystur Evans
vinna I málinu. Hann var 25 ára en hafði
andlegan þroska á við 11 ára barn og var
sakfelldur U.janúarárið 1950fyriraðmyrða
barnunga dóttursína, Geraldine.
Hann hafði einnig verið ákærður fyrir að
myrða eiginkonu slna, Beryl Evans, en ekki
var gert neitt I málinu eftir aðhannvarsak-
felldur fyrír morðið á dótturinni. Við réttar-
höldin hélt Evans fram sakleysi slnu og sagði
að John Christie, nágranni hansá neðri hæð,
bæri ábyrgð á báðum morðunum. Þremur
árum eftir aö Evans var hengdur játaði
Christie að hafa kyrkt átta kvenkyns fórnarl-
ömb,þar með talið Beryl og lémánaða
dóttur hennar, en lík þeirra fundust i þvotta-
húsinu. Christie var sjálfur hengdur.
„Við erum að fjalla um sögu-
legt og einstakt óréttlæti yfir
mannisem var sakfelldur fyrir
orð fjöldamorðingja, sem sjálf-
urhaföi framið bæði umrædd
morð, 'sagði lögfræöingur
hálfsystur Evans fyrir rétti á
dögunum. Enn hefur engin nið-
urstaða fengist ímálið.
Tlmothy Evans
Hengdurfyrirað
myrða konu sína og
dóttur en morðin
framdi fjöldamorð-
ingi sem bjó á neðri
hæðinni.