Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 47
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 4>
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
Undanfarnar vikur hefur Heidi
Strand sýnt verk sin i Tjarnarsal ráð-
hússins við Vonarstræti. Lýkursýn-
ingunni nú um helgina en aðgangur
er ókeypis og öllum heimill. Þar sýnir
hún 16 verk sem flest eru gerð á
árinu 2004, auk smámyndaraðar.
Verkin eru unnin með ásaumi, vatt-
stungu,„art-quilt" og ullarflóka.
náttúru en er þó með alþjóðlegu
ívafi.
Þetta er átjánda einkasýning Heidiar
en hún hefur sýnt i Noregi, Finnlandi
og Svíþjóð auk íslands. Auk þess
hefur hún tekið þátt í fjölda samsýn-
inga, bæði á islandi og austan og
vestan hafs. Níu verka hennar hafa
verið keypt afopinberum aðilum á
íslandi, i Noregi og Finnlandi. Hefur
sýningin staðið í tvær
vikur og verið vel sótt.
Heidi er norsk að upp-
runa en hefur verið
búsett á islandi frá
1980. Sýningin er opin
frákl. lOtil 18.
enmng
Hverir frá 2004 eftir
Heidi Strand
Myndefnið er einkum sótt ííslenska
Kammermúsikklúbburinn á sunnudagskvöldið
Biber og Dmitri
Á þriðju hljómleikum Kammer-
músikklúbbsins á sunnudagskvöld í
Bústaðakirkju verður Camerarctica
að spila og verkin sem hún flytur eru
ekki af verri endanum. Þættir úr
Mensa sonora fyrir strengjakvartett
og basso continuo frá 1680 eftir
Biber og Strengjakvartett nr. 7 í fi's-
moll og Strengjakvartett nr. 13 í b-
moll eftir Shostakovits.
Hljómsveitina skipa þau Hildi-
gunnur Halldórsdóttir, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir, Guðmundur Krist-
mundsson, Jónína Auður Hilmars-
dóttir, Sigurður Halldórsson og
Guðrún Óskarsdóttir.
Barokkmeistari
í ár eru liðin 300 ár frá andláti
bæheimska tónskáldsins Heinrich
Ignaz Franz von Biber (1644-1704)
og fyllir hann því hóp þeirra tón-
skálda sem Kammermúsikklúbbur-
inn heiðrar á þessu ári vegna
merkra tímamóta í tónlistarsög-
unni. Biber var einn þekktasti
fiðlusnillingur 17. aldar og auk þess
framúrskarandi tónskáld. Tórúist
Bibers er jafnan mjög litrík og
frumleg, hún er full af kímni,
skemmtilegum dansköflum,
hnyttnum stefjum og kostulegum
uppátækjum. Síðustu áratugi hafa
tónlistarmenn veitt tónlist Bibers
verðskuldaða athygli og telst hann í
dag til stórmeistara barokktímans.
Konungur strengjakvartetts-
ins
Dmitri Shostakovich (1906-1975)
er vafah'tið ókrýndur konungur
strengjakvartettsins á 20. öld. Eftir
hann liggja 15 verk með þessu nafrú,
samin á tímabilinu 1938 til 1974, en
auk þeirra samdi hann Tvö stykki
fyrir strengjakvartett op 36 árið
1931. Sjöundi strengjakvartettinn
(1960) er stystur kvartettanna,
aðeins rúmlega 12 mínútna langur,
en telst samt til merkari verka tón-
skáldsins. Kvartettinn er afar inni-
haldsríkur og að verkinu loknu
finnst þeim er þetta skrifar jafnan
hann hafa verið að hlusta á mun
viðameira verk.
Shostakovich þótti ávallt sérstak-
lega vænt um þennan kvartett, enda
var hann saminn til minningar um
eiginkonu hans, Ninu, sem lést sex
árum áður.
Síðasti kvartettinn
Kvartettinn nr. 13 var saminn
vorið 1970. Heilsu Shostakovich
hafði þá hrakað mjög. Tónmálið er
óvenjuómstrítt og „nútímalegt"
enda gælir tónskáldið hér við rað-
tæknina. Víólan (sem Shosta-
kovich sýndi mikinn áhuga síðustu
æviár sín) hefur leiðandi hlutverk,
bæði í hinu einkennilega fallega
upphafi og í makalausum lokatón-
unum. Hljóðfalli sem á skylt við
djass bregður fýrir í miðhlutanum
og bogar eru notaðir til ásláttar.
Yfir verkinu vofir ógn og tónlistin
hreyfir óþægilega við hlustandan-
um.
Norrænu kvikmyndaverðlaunin eru komin á legg
Fjórar milljónir veittar árlega
ítilefni affimmtíu ára afmæli Norð-
uriandaráðs var finnska leikstjóran-
um Akis Kaurismaki veittur sérstakur
heiður. Var það fyrsta skrefið í að
koma á fót norrænum kvikmynda-
verðlaunum á pari við tónlistarverð-
launin sem Haukur Tómasson, Björk
og Atli Heimir hafa fengið, norrænu
bókmenntaverðlaunin sem Einar Már
fékk síðast enáður Fríða Sigurðar-
dóttir og fleiri, og norrænu umhverf-
isverðlaunin. / upphafi mánaðarins
var tilkynnt á Norðurlandaráðsþingi
að kvikmyndaverðlaunin yrðu héðan
i frá veitt árlega handritshöfundi,
leikstjóra eða framleiðanda. Verð-
launin skulu ganga til einstaklings
sem hefur lagt fram verk sem lýsir
norrænni menningu og þykir einstakt
listræntséð. Til greina koma norræn-
ar kvikmyndir framleiddar afnor-
rænum aðila, 72 mínútur að lengd
hið minnsta, sem hafi komið til
Skrifstofur Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðsins i Osló munu ann-
ast verðlaunin og erþeim ætlað að
styrkja dreifingu norrænna kvik-
mynda á svæðinu öllu, styrkja heima-
markaðinn og gera norrænar kvik-
myndir þannig styrkari á alþjóðleg-
um markaði.
opinberra sýninga siðustu tólfmán-
uði fyrir 1. speptember ár hvert.
Val er i höndum tveggja fulltrúa
sem eru tilnefndir afkvikmynda-
stofnun hvers lands og ráðuneytum
menningarmála. Skulu þeir sammæl-
ast um tvær tilnefningar frá sinu
landi og eiga þátt i vali vinningshafa.
Tónleikar Manchester-sveitarinnar The
Fall fóru fram í Austurbæ á miðviku-
dagskvöldið.
Meiriháttar Mark
Tónleikarnir í Austurbæ á mið-
vikudagskvöldið höfðu yfir sér blæ
foru'ðar. Manchester-sveitin The
Fall var að sækja landann heim f
fyrsta sinn í rúm 20 ár og hljóm-
sveitin Vonbrigði var að spila sína
fyrstu tónleika í álíka langan U'ma.
Þaö var nóg aflausum sætum í saln-
um þetta kvöld og greinilegt að
yngstu kynslóðir rokkunnenda höfðu
ekki gert sér grein fyrir þvi hvaða
stórviðburður þarna varáferöinni.
Vonbrigöi hófdagskrána og strax frá
fyrsta lagi var Ijóst aö sveitin er enn
jafn þétt og kraftmikil og hún var fyrir
20 árum. Upprunalegu meðlimirnir
fjórir;Árni, Gunni, Jói og Tóti eru allir
enní bandinu en að auki nutu þeir að-
stoðar gítarleikarans Halls Ingólfsson-
ar á tónleikunum. Vonbrigöi var ein af
öflugustu Islensku eftir-pönksveitun-
um þó að það hafi aldrei náöst að
fanga kraftinn sem einkenndi þá á
tónleikum á plötu. Þeir tóku bæði ný
lög og gömul, þ. á m. Mannskepnur,
meistaraverkið Skltseyði og hittarann
Ó Reykjavlk og fengu frábærar við-
tökur.
Næst spilaði hljómsveit Dr. Gunna.
Hún komst ágætlega frá slnu. Lög eins
og Fyrir 100 árum og Á eyðieyju virka
flnt á tónleikum og þaö er alltaf
gaman að heyra gamla smelli eins og
Glæp gegn rlkinu og Ástfanga.
Eftir smá hlé fór rödd Marks E. Smith
að berast úr hátalarakerfinu. Dagskrá
The Fall byrjaði á því að spiluð var
upptaka afupplestri Marks, sennilega
af Pander! Panda! Panzer! plötunni, en
eftirsmátíma tfndust meðlimir hljóm-
sveitarinnar á svið.Auk Marks er hún
skipuð tveimur gítarleikurum, bassa-
leikara og trommuleikara og hljóm-
borðsleikara sem ereiginkona Marks.
Meðlimirnir eru allir töluvert yngri en
söngvarinn sem var síðastur á sviðið
og manni brá næstum hvað karlinn er
Falllð með Mark f frontinum á fyrri tfð
oröinn gamall og sjúskaöur. Ein
óvenjulegasta rokkstjarna sögunnar
lítur út eins og hver annar róni. Það
var góður kraftur I bandinu frá byrjun
og Fall-sándið sem er hrátt og rifiö var
ekkert að klikka. Sveitin spilaði að
stórum hluta lög afnýju plötunni, The
Real New Fall LP, þ. á m. Boxoctosis,
Green Eyed Mountain og Sparta, en
laumaði hitturum eins og Mr. Pharm-
acist og White Lightning með. Þetta
var mikil upplifun. Ekki bara að heyra
tónlistina heldur líka að fylgjast með
Mark á sviðinu. Hann ræður greinilega
öllu og gerir það sem honum sýnist -
var sífeiit að prófa nýja hljóönema og
fikta í græjunum hjá meðspilurunum
sem glottu bara og hristu hausinn og
breyttu stillingunum aftur þegar karl- a
inn leit undan. Þaö virtist ekki liggja
neitt sérstaklega vel á gamla mann-
innum. Hann sagði ekki orð við áhorf-
endur og horföi útísalmeö vandlæt-
ingarsvip. Það skemmdi samt ekki
tónlistina. Mark hefur alltaf veriö með
attitúd. Það virðist ekki skipta máli þó
að meðlimaskipun ÍThe Fall taki stöð-
ugum breytingum - Mark E. Smith
tekst alltafað brugga sama eðal-rokk-
seiðinn. Enn einir snilldartónleikarnir á
árinu!
Trausti Júliusson.
BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
—iii SUNNUDAGURINN 21/11
CHICAG0 LÍNA LANGSOKKUR
eftir Kender, Ebb og Fosse kl 20 - Næst sldasta sýnlng eftirAstrid Lindgren - kl 14 SCREENSAVER - fSLENSKI DANSFLOKK.
eftir Rami Be'er kl 20 - Næst sldasta sýning BELGÍSKA KONGÓ
GJAFAKORT í BORGARLEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR í EINU UMSLAGI ATHUGIÐ AÐ GJAFAKORTIN OKKAR GILDA ENDALAUST Sparið tíma: Hringið i S68 8000 eða sendið okkur póst á midasala@borgarleikhus.is Gefið upp greiðslukortanúmer og heimilisfang. Við sendum gjafakortið heím, þér að kostnaðartausu.
eftirBraga Ólafsson kl20-Uppselt SVIK
eftir Harold Pinter i samstarfi við Sögn ehf, Á senunni og LA - kl 20
Miðasala á netinu: w w w. t) o r c j a r I e i k h u s. i s Miðasala, simi 568 8000