Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Qupperneq 48
*8 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Sport DV Man. Utd-Charlton Ruud van Nistelrooy sennilega ekki með og það þýðir að Alex Ferguson getur aðeins valið á milli Waynes Rooney, Louis Saha og Alans Smith í framlínunni. Mörkin komu loks hjá Manchester United um síðustu helgi en leikmenn Charlton hafa verið á miklu flugi ,síðustu vikur sérstaklega Finninn fljúgandi Jonathan Johansson sem hefur hreinlega flogið í bókstaflegri Hallast að Chelsea Rlthöfúndurinn Einar Kára- son er mikUl knattspyrnu- áhugamaður en hann segist ekki vera staðfastur stuðnings- LIÐIÐ MITT 9 maður þegar kemur að erlendum liðum. Hér heima heldur hann með Fram og segir hann að ekkert geti bryett því en f Englandi hefur hann skipt úr Liverpool yflr í Chelsea. „Ég hélt alltaf með Liverpool í gamla daga því að þegar ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum þá var liðið á toppnum og ekki skemmdi að þeir voru frá „Bítlaborginni'*. í seinni tíð hef ég hins vegar hallast meira að Chelsea bæði vegna þess að ég fór á Stamford , Bridge fyrir nokkrum árum og upplifði stemninguna í kringum félagið og að Eiður Smári Guðjohnsen spilar með liðinu. annar verð ég að viðurkenna að ítalski og spænski boltinn heilla mig meira en sá enski. „Ég fór á leik Real Madrid og Barcelona fyrir nokkrum árum og ég held að það sé magnaðisti leikur sem ég hef séð. Ég ferðast mikið og reyni að komast á leiki hvar sem ég er. „Ég var til dæmis f Buenos Aires í Argnetínu fyrir skömmu og sá þá River Plate spila. Það var *. frábær upplifun," sagði Einar og viðurkenndi að hann væri nokkuð laus í rásinni þegar kæmi að stuðningi við erlend lið. „Ég er fæddur Framari og^ myndi aldrei halda með I öðru liði I hér heima ( en erlendul liðin koma í frekar *• fara." merkingu þess orðs. Lau. kl. n.4S Middlesbrough-Liverpool Rafael Benitez verður að treysta Florent Sinama-Pongolle eða Neil Mellor í framlínunni fyrst Milan Baros er meiddur. Middlesbrough hefur verið í fantaformi, virðist loskins vera á leiðinni að hrista af sér meðalmennskudrauginn. Liver- pool hefur gengið skelfilega á úti- velli í vetur og aðeins unnið einn leik en þeir hafa þó eitthvað sál- fræðitak á Middlesbrough eftir sigur á liðinu í enska deildarbikamum á dögunum. Lau. kl. is.oo Portsmouth-Man. Clty Harry Redknapp, stjóri Ports- mouth, hefur hótað að hætta með liðið sem er svo sem ekkert nýtt. Verri fréttir eru að Yakubu, þeirra helsti markaskorari er meiddur. Kevin Keegan og hans menn virðast dæmdir til eyðimerkurgöngu í miðri deild enn eitt árið. Lau. kl. 17.15 Blackburn-Birmingham Þessi leikur lyktar af leiðindum, fnykurinn finnst langar leiðir og ég veit ekki á hvaða lyfjum þeir vom sem ákváðu að sýna þennan leik beint. Sun. kl. 16.00 Arsenal-West Brom Spennandi leikur framundan. Hin sterka vörn West Brom. mun vafalaust halda aftur af miðlungs- mönnum á borð við Henry og Reyes. Hvemig eiga þeir að komast í gegnum Neil Clement og Paul Robinson? Chelsea-Bolton Chelsea vinnur, Robben skorar og liðið heldur hreinu. Hafið þið séð þetta áður? C. Palace-Newcastle Lofa markaleik enda er Souness lítið fyrir að skipuleggja vömina. Everton-Fulham Ætlar Everton aldrei að hætta að koma á óvart? Liðið vinnur þennan leik auðveldlega enda er Fulham jafn áreiðanlegt og Siggi stormur. Norwich-Southampton Hver ætíar að spá Norwich sigri? Sá hinn sami mun þá berjast við Steve Wigley, stjóra Southampton, um Bjartsýnisverðlaun Brösters. Aston Villa-Tottenham Heldur Martin Jol jólin snemma? Nei, ég bara spurði. BOLTINN EFTIRVINNU Michael Owen upplifði skrýtna tilfinningu þegar hann kom fyrst til Real Madrid í sumar. Umkringdur stórstjörnum fannst honum hann vera genginn í barndóm á nýjan leik. Leið eins og skolastrák Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að Michael Owen myndi standa sig í stjörnum prýddu liði Real Madrid. Hann hefur hins vegar gefið öllum þeim sem efuðust um hann langt nef. Owen sjálfur vissi vel hvað hann var að fara út í þegar hann gekk til liðs við Real Madrid frá Liverpool fyrir átta milljónir punda í sumar. Hann vissi að hann yrði að berjast hatrammlega fyrir sæti sínu í liðinu og hann var ákveðinn í að gefast ekki upp og hlaupa heim til mömmu. Honum gekk iila í byrjun og fékk meðal annars lægstu einkunn ársins í Marca, stærsta dagblaði Spánar, fýrir einn leikinn. Hann stóð hins vegar gagnrýnina af sér og sex mörk í síðustu átta leikjum hafa þaggað niður í gagnrýnisröddunum og aflað honum virðingar á meðal hinna stór- stjarnanna hjá Real. Það var þó ekki laust við að það setti smá ugg að Owen þegar hann kom fyrst til liðsins. g!:í ”Mér leið eins og skólastrák á fýrsta degi í nýja skólanum. Mér fannst allra augu vera á mér og að ég mætti ekki gera mistök. Ég hélt að allir sæju ef ég gerði mistök og myndu sam- stundis halda að ég væri lélegur leikmaður. í dag er ég hins vegar ekki lengur hræddur og er mun afslappaðri en ég var. Þegar ég fór til Real spurðu margir mig hvernig ég gæti farið þangað til að verða fjórði framherji liðsins. Ég held að ég hafi afsannað það en ég hef samt enga þörf fyrir að nudda fólki upp úr því að það hafði rangt fyrir sér,“ sagði Owen. Honum líður vel hjá Madrid og finnst þægilegt að vera í ekki alltaf í sviðsljónu. „Það er nóg til af stór- stjörnum hjá Real Madrid og mér líður vel í skugganum af þeim," sagði Owen. Michael Owen Fagnar hér einu af mörkum slnum fyrirReal Madrid á þessu tlmabili. Owen hefur blómstrað eftir rólega byrjun og gert þaö sem margir hefðu ekki trúað - verið lykilmaður I stjörnum prýddu liði Real. Wayne Rooney ekki spennandi kostur lengur fyrir bílaframleiðandann Ford Þarf að skila þremur Ford-bílum Enska ungstirnið Wayne Rooney hefur verið í vandræðum utan vallar að undanförnu og varla hefur liðið sú vika sem ensk slúðurblöð hafa ekki grafið upp einhverjar gamlar hórur sem Rooney hefúr verið í slagtogi við í lengri eða skemmri tíma. Almenningsálit hans hefur hrakað og framkoma hans í leik Spánverja og Englendinga á mið- vikudagskvöldið gerði lítið til að hjálpa honum. Hann gekk berserks- gang í leiknum og Sven-Göran f.riksson, landsliðsþjálfari Englands, átti ekki annarra kosta völ að taka hann út af áður en flautað var til hálfleiks til að vera á undan dóm- aranum sem var á leiðinni ða gefa honum rautt spjald. Til að toppa sjálfan sig grýtti hann sorgarbandi, sem leikmenn enska liðsins báru til minningar um Emlyn Hughes, í jörðina þegar honum var skipt út. Rooney hefur ekki beðið fjölskyldu Hughes afsökunar og í gær sleit bílaframleiðandinn Ford samstarfi sínu við Rooney. Hann þarf að skila Ford Focus sem hann fékk, Ford Ka, sem kærasta hans, Coleen McLoughlin, var á og Ford Galaxy sem pabbi hans var á. Alls voru þessir þrír bílar metnir á tæpar sex milljónir króna Spænskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um Rooney og framgöngu hans í leiknum og dálkahöfúndurinn Tomas Roncero kallar hann skrímsli í dálki sínum í spænska blaðinu AS. „Hann er ekki mannlegur. Hann er karakterinn sem mun fullkomna þríleikinn um skrímslin á eftir Alien og Predator. Hann er fótboltabulla í gervi framherja," sagði Roncero, eftir leikinn. Rooney Þarfað skila þremurFord- bllum enda ekki jafn spennandi K kosturog j&, áöur. “ REMBINGURINN Wayne Rooney hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og ekki alltaf fýrir góða frammi- stöðu innan vallar. Hann hefur verið orðaður við hveija flmmtugu hóruna á fætur annarri og reiðikastið gegn Spánverjum á miðvikudaginn var honum til skammar. Spumingin er hvort Rooney sé að missa tökin á lífi sínu vegna peninganna og frægðar- innar. Fer í reynslu- bankann „Ég held nú að Sven-Göran Eriksson hafi gert stór mistök með því að skipta honum út af á þessum tímapunkti í leiknum gegn Spán- veijum og aðeins blásið málið upp. Það voru aðeins þrjár mínútur í hálfleik og hann hefði vel getað fengið einhvem til að róa hann niður og tala síðan við hann í hálfleiknum. Ef Rooney hættir að vera grimmur þá er mikið . tekið úr leik hans og ég », held að þessi leikur fari bara í reynslubankann hjá honum. Hann er auðvitað mjög ungur og er enn að feta sig áfram í þessum i heimi en ég hef enga trú á því að hann sé búinn að ; missa það. Hann ( er góður drengur og frábær leik- maðtn sem þarf aðeins I að öðlast meiri þroska. I Þá munu atvik eins og / þetta heyra sögunni f til," sagði Leifur I Garðarsson skólastjórij aðstoðarþjálfari FH ogj Everton-maður með t meim. Menn þurfa að hafa skap „Ég held að hann sé ekki búinn að missa það. Menn verða að hafa skap til að ná árangri og þegar svo er þá koma alltaf upp atvik þar sem menn fara aðeins yfir strikið. Það hefur verið sagt að of mikil vel- gengni á of skömmum tíma sé ekki holl og það hefur ekki verið auðvelt fyrir Rooney að fá þetta á einu bretti. Hann er hins vegar leikmaður að mínuskapi ogégheld að hann eigi, líkt og Roy Keane á sínum ( tíma, eftir að læra ' og þroskast. Hann er sjúklega góður leik- maður en bara í vitíausu liði," sagði Jóhannes Ásbjörnsson, sjónvarps- maður og stuðnings- maður Liverpool, um Wayne Rooney.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.