Barnadagurinn - 25.04.1935, Síða 4

Barnadagurinn - 25.04.1935, Síða 4
4 BARNADAGURINN 1935 Látið börnín drekka Það er nærandi og styrkjandi drykkur SWHN SWRN SWHN MÆLIR MEfi SÉR Allar ooo íslenzkar plötur og íslenzkar nótur fást. KATRIN VIÐAR Hljóöfæravcrzlun — Lækjargötu 2. í verzl. V í SIR er bezt að kaupa allskonar Matvörur, Hreinlætisvörur, Tóbaksvörur, Sælgæti. Góðar vörur. Lágt verð. Fyrsti barnadagur i Raupmannahðfn. Eftir SigurS Guðmundsson, skólameistara á Akureyri. Þá er eg í „Barnadeginum" í fyrra las hina skemmtilegu frásögn frú Estrid Falberg Brekkan af barnadeginum í Gautaborg í æsku hennar, rifjaðist upp fyrir mér fyrsti barnadagurinn (Börnehjælpsdagen) í Kaupmannahöfn. Ekki man eg til víss, hvaða ár það var. En það var áreiðanlega fyrir árið 1907, þá er slíkar barnamessur byrjuðu í Svíþjóð. Skildist mér og á dönskum blöðum, að barnadagurinn væri þá frumleg hugsmíð og algerlega dönsk. En eg ætla samt, að frá Danmörku hafi þessi merkilega messa, barnamess- an, borizt til annarra Norðurlandaþjóða. Og þessi sálna- messa er nú einnig komin til íslands. Börnin eru, í vorra tíma sið, komin í stað dýrlinganna, sem messur voru sungn- ar fyrir á kaþólskri tíð. Það var sól og sumar yfir Kaupmannahöfn fyrstu barna- messuna þar. Eg var áhorfandi og útlendingur, því að ekki "tókst Dönum að hæna oss íslendinga að sér — gerðu enga tilraun til slíks, að minnsta kosti um ýmsa okkar. Eg sá allt að utan og fyrir utan leikinn, hátíðina og fagnaðinn. En aldrei hefir mér þessi mikla messa úr minni liðið, merkja- salan, lætin, fjörið, hávaðinn, köllin, þrengslin, troðningur- inn á gildaskálum og sölutorgum. Engin leið var að komast undan merkjakaupum, þó að vér bærum lítið silfur í léttum sjóði. Frægir rithöfundar og listamenn sungu þarna messu, gerðust djáknar og meðhjálparar — og voru sjálfboðalið- ar í fjársöfnun og léku listir sínar börnunum til ágóða. Þær óku um fjölförnustu göturnar, hægt og hljóðlátlega, í öllu háreystinu og hamförunum, frægustu leikkonur hins danska höfuðstaðar, lostfagrar og með „litu góða“, réttu út mjall- hvítar hendur og hringum skreyttar og seiddu, með brosi sínu og angan, silfur og seðla í bauka sína, öskjur eða körfur. Einkum er mér minnisstætt, að mikil þröng var á „Strikinu" um veglegan vagn, þar sem rithöfundurinn Her. mann Bang, nú löngu látinn, hörunddökkur og suðrænn, úr- kynjunarlegur og krangalegur, sat í milli vorbúinna skart- kvenna. Þá keypti margur Hafnarbúi leifturstutt bros fyrir glóandi gull. Forstöðumaður þessarar fyrstu barnamessu á Norður- löndum, leitaði aðstoðar þennan dag íslenzkrar fjölskyldu, sem þá átti heima í Kaupmannahöfn. Þess vár beiðzt, að ein dætranna sýndi sig í íslenzkum kvenbúningi, en sumir íslenzkir stúdentar í Höfn ömuðust við slíkri sýningu. Gat íslenzku kvenþjóðinni þó ekki orðið nema sæmd að henni, eftir því sem þá var ástatt. En ekki .urðu dæturnar við til- mælum forstöðumanns hinnar miklu heilagra messu, og olli því frændalát. ógrynni fjár var safnað þennan dag handa börnunum og framtíðinni. Danir hrósuðu merkilegum mennin<rar- og hátíðarsigri, sem von var til. Var þessi vorbjarta hátíð og ólík í því öðrum hátíðum, að hún var haldin fvrir börnin o'<r æ«kuna, en ekki til minningar um látnar þjóðhetjur eða liðna tíð. Barnamessur vorar ættu að fjölga. Vígjum börnunum þjóðlegustu daga ársins, sumardaginn fyrsta og fyrsta vetr- ardag. Á slíkum sálnamessum getum vér að nokkru grynnk- að á sekt vorri við niðja vora og börn.

x

Barnadagurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.