Barnadagurinn - 25.04.1935, Side 7
BARNADAGURINN 1935
1
Uppeldí tingbarna.
(Iiafli úr ræðu).
Eftir Pálma Hannesson rektor.
Það viðurkenna flestir, að uppeldi æskulýðsins sé
mesta velferðarmál þjóðarinnar. Hvernig ieysum vér það
af hendi? — Flestir menn hafa fundið það á sjálfum
sér, að uppeldi þeirra heíir verið ábótavant, að þeir
hafa ekki hlotið þá kunnáttu eða skapkosti, sem þeim
hefði mátt að haldi koma í lííinu. Og flestir foreidrar munu
oftsinnis hafa fundið til þess, hve vanmegnug þau eru um
að ala börnin sín upp. Og hver sá maður, sem hefir augun
opin og hjartað á réttum stað, híýtur að hafa séð þess
mörg dæmi hve mjög skortir á um það, að börnunum só
séð fyrir góðu uppeldi hér i þessum bæ. Eða hver hefir
ekki séð þessa litlu smælingja fara í flokkum um götur bæj-
arins, mörg klæðlítil og illa hirt, flest á refilstigum og eft-
irlitslaus, að kalla? Hópa af litlum stigamönnum, sem
allsstaðar eru óvelkomnir, og mæta víðast aðköstum og
hirtingum eldra fólksins, en óvíða samúð og skilningi. Þau
vaxa hér upp ,eins og vi.lligróður. Gatan elur þau upp. Og
haldið þið, að gatan sé vel til þess fallin, að ala upp
hrausta og hamingjusam menn? — Og ef vér lítum svo á
ávöxt uppeldisins, hina vöxnu kynslóð. Er það yfirleitt
hraust fólk og hamingjusamt? Eru það yfirleitt nýtir borg-
arar og hollir sínu þjóðféiagi? Hafa þeir öðlast ákveðna
stefnu með lífi sínu til heilla fyrir sjáifa sig og aðra? Eða
er hitt rétt, sem eitt af skáldum vorum s,eg(ir: „Til hvers eru
allir þessir menn?“ Nú kunna menn að spyrja. Er þá upp-
eldið einhlítt, til þess að skapa hrausta, hamingjusama og
nýta menn? Eða er ekki náttúran náminu ríkari og mikið
af bö.li og ágöllum mannanna meðfætt?
Þeir, sem farið hafa um fjöll og öræfi munu hafa v,eitt
því eftirtekt, hve gróðurinn er þar kyrkingslegur. Þár
vaxa að vísu sömu plönturnar og í sveitum, en eru smá-
vaxnar og næsta ósjálegar, og blómin eru þar lítil og lit-
verp, eins og kúguð börn. Er það ættgeng rýrnun, sem
veldur, eða er það uppeldið, lífskjörin? —
Austur í Fljótshlíð búa hjón, sem einu sinni fengu þá
undar.legu flugu, að taka nokkrar af þessum fjallaplönt-
um, flytja þær heim til sín, hjúkra þeim, ala þær upp. Og
þau gerðu það. Og árangurinn varð sá, að fjallaplönturnar
uxu upp og urðu svo fallegar, að menn rak í, rogastans og
þóttust aldrei hafa séð fallegri plöntur. Og hjónin fóru nú
enn til og sóttu blóm út í byggðahagana og ólu þau upp 1
garðinum sínum. Það fór allt á sama veg. Plönturnar urðu
miklu fallegri en þær höfðu áður verið. Og nágrannarnir,
sem undruðust þessa fegurð hagablómanna, sem þeir höfðu
áður enga eftirtekt v.eitt, fóru nú til og ræktuðu þær sjálfir.
Þessi dæmi hefi eg sagt ykkur til þess að sýna, hve
miklu lífskjörin valda. Á þessu byggist öll ræktun, að gera
betur en náttúran, að neyta sinna mannlegu vitsmuna og
máttar, til þess að hjálpa náttúrunni til að láta alla hina
bestu eiginleika ná fullum þroska, hjálpa henni til að skapa
fullkomið líf.
Menn tala hér mikið um ræktun og gefa út bækur,
blö?5 og tímarit um ræktun á grasi og korni, kúm og kind-
um. Og menn stofna heila banka til þess að efla ræktun
landsins. Allt er þetta að vísu harla gott. En því talar hér
enginn um það að rækta mennina, þjóðina? — Eða er þá
ekki maðurinn meira virði en fæðan, sem hann neytir? —
latlatóin
Austnrstrœti 14
(uppi).
Þar fást hattarnir og
húfurnar, sem allir
krakkar vil ja eiga. —
GUNNLAUG BRIEM.
Sumargjöfin bezta
handa börnum og unglingum,
er hin gullfallegalbók:
Kristur og mennirnir,
eftir'síra Friðrik Haligrímsson.
Fæstfchjá“bóksölum.
Sfaínar-sápa.
í SJAFNAR-sapum eru einungis hrein og óblöndutS olíuefni.
NotiS eingöngu SJAFNAR-sápur, þaer eru
innlend framleiðala
meS nýtísku vélum, sem stendur fyllilega jafnfœtis bestu er-
lendum sáputegundum. Hvert stykki sem selt er af SJAFNAR-
sápum, sparar þjótSinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í
landinu. Þa8 er þegar viSurkennt, aS SJAFNAR-sápan er bæ'Öi
ódýr og drjúg
SJAFNAR-handsápur gera húSina mjúka og eru tiibúnar fyr-
ir hiS viSkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóSir, sem vill fá
hreinan og blæfallegan þvott, notar eingöngu SJAFNAR-
þvottasápu.
SÁPUVERKSMIÐJAN SJÖFN.
t!
Allir^krakkar,
Allir krakkar
kaupa ávextr hjá
, CUUslIaldi,