Barnadagurinn - 25.04.1935, Page 9

Barnadagurinn - 25.04.1935, Page 9
BARNADAGURINN 1935 9 Sttmardagurínn fyrstí. Sumardagurinn fyrsti er kominn og flytur frið inn yfir ólgu mannlífsins. Grænar grasnálar stinga upp kollinum, sjórinn er spegilsléttur, það er logn í lofti og við sjáum í anda heiðblámann á bak við Ijósgráan, hlýlegan vorhím- ininn. Tíguleg kyrrð náttúrunnar flytur frið yfir þennan dag, dag barnanna og alls þess, sem er gróandi og uppvax- andi í íslensku þjóðlífi. Veturinn er liðinn hjá og sumarið komið, bjargræðistími landsmanna og þroskatími barna og unglinga. Veturinn er sterkur, en fábreyttur; litir hans eru blátt, hvítt og svart. Hans mesta prýði er alstirndur stjörnuhiminn, sem vekur lotningu fyrir jeyndardómum náttúrunnar. En sumarið flytur tdbreytinguna, samspil hinna sterku • lita, fjör og líf. Þá er líf og starf hjá þeim fullorðnu, ungl- ingarnir hfa á takmörkum vinnunnar og leiksins, börnin við fjölbreyttan leik, sem endurspeglar framtíðarstörf þeirra. Ketlmgurinn leikur sér að hnykli, það er músin hans; en barnið að legg og skel, sand og mold, það eru hús- dýr þeirra og byggingar. Börnin klifra í klettum, vaða í sjónum, byggja úr sandi, safna kufungum og skeljum. Það er gott uppeldi, sem gróandi jörð og sendin sjávarströnd veitir. Lóan kvakar og spóinn vellir, lundinn grefur sér hol- ur og æður og önd reita sig fyrjr egg og unga. Kýrnar sletta upp halanum og kálfarnir kasta sér um völlinn. Það er gott uppeldi að lifa við gróanda vorsins og hjálpa til við upp- skeru sumarsins. Það er tilætlun forsjónarinnar, að börnin alist upp við brjóst náttúrunnar. En hinu náttúrlega uppeldi er hætta búin í þorpum og bæjum. Ef ráð er ekki tekið í tíma, þá eru bæirnir áður en varir orðnir forugar götur, sólarlaus þorp og þéttbýlar Bjarnaborgir, þar sem blessun sólskinsins og heilnæmi lofts- ins ekki nær lengur til allra mannanna barna. Bæirnir mega ekki svifta fólkið hinum nauðsynlegustu lífsgæðum. Það er lífsskilyrði, að þeir rými ekki burt náttúrunni, taki ekki sum- arið af hinni upprennandi kynslóð. Uppeldið heimtar það. Sálin þarf meira svigrúm en líkaminn. Gróandi þjóðlífsins getur ekki verið án sumarsins. Fólkið þarf að snerta jörðina eins og risinn forðum daga, og nærast af hennar mætti. Uppeldi barna og unglinga er engin krossgáta eða flækju- speki. Upphaf uppeldisfræðinnar er það, að barnið eigi að lifa sínu eigin lífi við starf og leik eftir því, sem eðli þess og upplag segir til. Virðingin fyrir barnseðlinu hefir aldrei birst í fegurri mynd en þegar Jesú tók barnið og setti það meðal hinna fullorðnu og sagði, að barnið stæði nær ríki Guðs en þeir. Barnshugurinn, opinn og hreinn, eins og hann skín út úr djúpum, spyrjandi augum barnsins, er hið við- kvæmasta og sterkasta afl á jarðríki. Hann getur mildað hinn djarfasta illræðismann og mótast þó af hverjum áhrif- um, sem að utan koma. Barnshugurinn er sú bók, sem saga framtíðarinnar er rituð í. Foreldrar og kennarar hafa þar mesta ábyrgð, og ábyrgðin er ekki minnst fólgin í því, að sjá um, að sú saga sé ekki eingöngu rituð af eldri kynslóðinni sjálfri. Skuggi fortíðarinnar má ekki kæfa hinn upprenn- andi gróður. Barninu er ætlað að vaxa að vitsmunum og þekkingu, framtaki og þrótti. En það verður ekki best með því, að láta barnið vaxa innan í herklæðum fortíðarinnar. Framhald á bls. 10. gerir sér far um að haga ferðum sínum þannig, að þær komi að sem mestum og bestum notum fyrir landsmenn. — Spyrj- ið því ávallt fyrst um ferðir ,,Fossanna“ og athugið hvort þær eru ekki hentugustu ferðirnar til þess að flytja vörur yðar eða ferðast með, hvaðan sem er og hvert sem er 0 n s n s n g n i n n i n 99 StlNNA éé er mest notuð á lampa og eldavélar, hún er hrein og tær, veitir bezta birtu og mestan hita. Olíuverzltm Islands hf. Simar 1690 og 2690. 0 ð 0 S 0 » 0 $ 0 0 0 a 0 s Happdrættí Háskóla Islands Endumýjun til 3. fl. er hafin. Endumýjunarverð: 1.50 V4 miði. Söluverð nýrra mioa: 4.50 V4 miði. Dregið verður í 3. fl. 10. maí. 250 vinningar. — 48 800 krónur.

x

Barnadagurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.