Barnadagurinn - 25.04.1935, Qupperneq 15

Barnadagurinn - 25.04.1935, Qupperneq 15
BARNADAGURINN 1935 15 Barnavínaféíagíð Stimargjöf. Stutt skýrsla um starf þess. I. Stoínun félngsins, stefna þess oe starf á U?Snun> árum. , Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað í apríl 1924, og er þyí nú 11 ára gamalt. Noltkrir áhugamenn og konur stóðu að stofnun fé- lagsins, þar á meðal hinn þjóðkunni ágætismaður, séra Magnús Helga- son, skólastjóri Kennaraskólans. Steingrímur Arason hefir verið íor- máður félagsins frá byrjun. Markmið félagsins er falið í nafni bess i tvennum skilningi. Það vill láta til sin taka um velferðarmál barna almennt og það vill hjálpa til að gefa fátælcum börnum þá beztu sumargjöf, sem þeim getur hlotnast: hollt umhverfi, góðan og hollan mat og gott fóstur. Og þessu á dagheimili félagsins að fullnægja, sem fyrstu árin var starf- rælct í Kennaraskólanum, en síðar í Grænuborg, á landi félagsins. Pjársöfnun, til þess að geta rekið dagheimilið og staðið straum af öðrum óhjákvæmilegum kostnaði, hóf félagið fýrsta árið á sumar- daginn fyrsta, með miklum hátíðahöldum, og hefir ætið síðan valið þann dag til fjársöfnunar og hátíðahalda, enda er sá dagur nú hér í Reykjavík kallaður bai-nadagur, sem kunnugt er, og verður vonandi lögfestur af Alþingi sem slíkur. Arangur af starfi Barnavinafélagsins er sá, að það á nú skuld- laust hús og leikvöll, ræktað land og g'irt, og margskonar áhöld, alls um 43.000.00 kr. virði, samkvæmt efnahagsreikningi. Pjölda mörg börn hafa dvalið þessi ár á dagheimilinu, sótt þangað þrótt og þroska, og ætíð að meðaltali meira en helmingur þeirra foreldrunum að kostn- aðarlausu. Þá hefir félagið og látið sig skipta leikvallamál bæjai'ins og reynt að hafa áhrif á, að börn væru eigi úti á götum siðla á kvöld- in, gefið út bækur o. m. fl. Opinbers styrks hefir féfagið ekki notið fyri'i en nú, að bæjarstjórn Reykjavíkur hefir á fjárhagsáætlun yfir- standandi árs ætlað því kr. 1200.00. Stjórn félagsins hefir og nú i ár sótt uni styrk til Alþingis, sem verður vonandi veittur nú á haustþing- inu. En maykmið félagsins er að færa lit kvíamar og fjölga dagheim- ilum, og fullnægja þannig aukinni eftirspurn. II. Starf félagsins í fyrrasumar. Dagheimilið var starfrækt í 3Vz mánuð, frá 1. júní til 1B. sept. Um 120 börn komu alls á heimilið, á aldrinum frá 2% árs til 11 ára (flest 4—7 ára). Flest á dag voru börnin um 80, en að meðaltali um 6B börn daglega. Börnin dvöldu á heimilinu daglega frá kl. 9 árd. til kl. 6 siðd. Fengu þau bætiefnaríkan mat og umsjá kunnáttumanna. Öllum fór börnunum vel fram og veikluð börn hresstust, samkvæmt yfirlýsingu læknis, enda allt gert til þess að svo yrði. Börnin hækkuðu 2,27 cm. og þyngdust 1,17 kg. að meðaltali þann tíma, sem þau dvöldu á heimilinu. Allur kostnaður vavð rúmlega ein króna fyrir hvert barn á dag. En foreldrar barnanna greiddu fyrir börn sín eftir efnum og ástæðum, sum fullt gjald, önnur ekkert. og að meðaltali fengu um 62 % barnanna ókeypis dvöl á dagheimilinu. Og varð reksturshallinn um 3600.00 kr. Var sá halli greiddur með ágóða af fjársöfnun íélags- ins á barnadaginn í fyrra (1934) og af bazav félagsins. En hreinn ágóði af fjársöfnunarstarfseminni (skemmtanir, merkjasala, bókaút- gáfa og bazar) var nærri 6000.00 krónur. III. Fyrirhuguts atarfsemi á komandi sumri. Starfsemi félagsins hefst á þessu ári með hátiðahöldum og fjár- söfnun á sumardaginn fyrsta — barnadaginn —. Er þess að vænta, að þessi fyrstu og þýðingarmiklu störf ársins takist vel, og að góður vilji bæjarbúa og skilningur á starfsemi félagsins megni meira en far- sóttir og óáran. Sóiskin, barnabók dagsins, með nýju og ágætu efni, kemur út í 6. sinn, og verður borin á flest heimili borgarinnar. Verður þá hand- hægt fyrir menn að gleðja börnin með góðri bók, og stuðla jafnframt að því, að önnur börn njóti sólskinsins í sumar. Basar vorðul- væntanlega haldinn í mai og dagheimilitS byrjar 1. júní eins og að undanförnu. Ætlunin var, að byggja nýtt dagheimili í sumar, ef félagið fengi nægilegan styrk frá bæ og riki. En það mun þvi miður ekki reynast fært í þetta sinn. Ef vel gengur nú á barna- daginn, mun þó verða bætt aðstaðan i Grænuborg, og séð svo um að jf fleiri börn, sem þess 'þurfa með, fái að njóta þar hressingar á kom- yt andi sumri. Stuðium öll að þvi, að það verði hægt. Isak Jónston. anii Húsmæður! aru Ef bóndinn eyðir, brennur búið hálft, ef húsmóðirin eyðir, brennur búið al.lt. Matbúið með hagsýni. Matreiðslubœkur Helgu Sigurðardótt- ur kenna yður að matbúa við hæfi fá- tækra sem ríkra. pelar f-l & i»n o _ púður Udl AJLd sápur svampar ávallt fyrirliggjandi í miklu úrvali. Lyfjabúðin IÐUNN, Laugaveg 40. Flóra, Austurstræti 1 Hefir stærtsa úrval af lifandi blómum. Einnig allskonar matjurta- og blómaplöntur, fjölærar og einærar. Dagheimili „Sumargjafar“ tekur til starfa í Grænuborg 1. júní næst komandi. Upplýsingar fást hjá framkvæmdaráði Barnavina- , félagsins: Steingrími Arasyni, form. Sími 4341. ísak Jónssyni, féh. Sími 2552. Arngrími Kristjánssyni, ritara. Sími 2433.

x

Barnadagurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.