Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 8
SÆTI FLYTJANDI LAG 1. Justln Timberlake Good Foot (vika #3 á toppnum) 2. í Svörtum Fötum Meöan ég sef 3. Gavin DeGraw 1 dont wanna be 4. Igore R&B 5. Keane This Is The Last Time 6. Destiny’s Child Lose My Breath 7. Igore R&B 8. Eminem Just Loose It 9. Quarashi Pro - 10. Nelly Over And Over 11. Gwen Stefani What You Wating For 12. Sálin hans Jóns míns Timinn og viö 13. Kalli Bjarni Sátt 14. Maroon Sunday Morning 15. Kylie Minouge 1 Belive In You 16. Á móti sól Traustur vinur 17. Macy Gray Love Is Gonna Get You 18. Nylon Síöasta sumar 19. Avril Lavigne NobadyYs Home 20. Skítamórall Ástin #10 Mugison FLYTJANDI LAG Interpol Evil Brain Police Mr. Dolly Korn Another Brick In The Wall A Perfect Circle Imagine Jet Look What You've Done Green Day . Boulevard Of Broken Dreams Velvet Revolver Dirty Little Thing Franz Ferdinand This Fire Jan Mayen Ninja Ninja Mugison Murr Murr Good Charlotte Predictable Futureheads Meantime U2 All Because Of You Solid l.v Dogs Maus Over Me Under Me Slipknot Vermiilion Quarashi Brash Knuckles Snow Patrol How To Be Dead White Stripes Jolene The Libertines What Became Of The Likley Lads Gengi hip-hop-sveitarinnar Wu-Tang Clan hefur verið bæði upp og niður undanfarin ár og stundum hefur manni fundist þetta stór- veldi rappsins vera að því komið að hrynja. Wu-Tang er þó ekkert að leggja upp laupana. Nýlega kom út safnplata með bestu lögum sveitarinnar og tónleikar frá því í júlí bæði á CD og DVD. Á þeim eru allir upprunalegu meðlimirnir 9 saman komnir á sviði í fyrsta sinn í nokkur ár, atburður sem mun aldrei endurtaka sig, því eins og kunnugt er lést 01’ Dirty Bastard 13. nóvember síðastliðinn. Hljómsveitin Wu-Tang Clan var stofnuð í Staten Island í New York árið 1992. Frændurnir Robert Diggs (RZA) og Gary Grice (GZA) söfn- uðu saman nokkrum vinum og skyldmennum til þess að búa til samstilltan hóp sem gæti gert at- lögu að plötuútgáfubransanum. Ekki lengi að fara sóló Wu-Tang Clan var frá byrjun byggð upp eins og bræðralag. Allir meðlimirnir áttu rétt á því að koma sínu efni að og allir tóku þátt í að borga fyrir fyrstu upptökum- ar. Auk RZA og GZA voru í Wu- Tang frá byrjun þeir Russel Jones (Ol’ Dirty Bastard), Jason Hunter (Inspectah Deck), Lamont Hawkins (U-God), Clifford Smith (Method Man), Corey Woods (Chef Ra- ekwon) og Dennis Coles (Ghostface Killah), en níundi meðlimurinn, Elgin Tumer (Master Killa), bætt- ist fljótlega í hópinn. Eftir að fyrsta smáskífan, Protect Ya Neck, vakti athygli gerði sveitin samning við Loud-fyrirtækið. Samningurinn markaði tímamót þar sem hver og einn af meðlimum Wu-Tang gat gert saming um útgáfu á sóló-efhi við hvaða fyrirtæki sem honum þóknaðist. Fyrsta Wu-Tang Clan-platan, Enter The Wu-Tang (36 Cham- bers), kom út árið 1993 og þótti mikið meistaraverk og þykir af mörgum vera eitt af höfuðverkum rappsögunnar. Eftir hana kom hin alltof langa og þunglamalega Wu- Tang Forever. Hún seldist mun minna og eftir útkomu hennar árið 1997 einbeittu meðlimirnir sér að sólóplötum. Wu-Tang sneri svo aftir með The W árið 2000 og Iron Flag ári seinna, en þó að þær hafi báðar verið finar þá seldust þær ekkert í líkingu við frumburðinn. Síðasta tónleikaferð Ol’ Dirty Bastard fest á filmu fyrir komandi kynslóðir Wu-Tang Clan kom saman á nýj- an leik síðasta sumar. Allir upp- runalegu meðlimirnir 9 voru mætt- ir þegar Wu-Tang kom fram á Rock The Bells-tónlistarhátíðinni í San Bernardino í Kalifomíu 17. júlí síðastliðinn. Auk þeirra voru nokkrir gestir sem komu fram - Redman, Street Life og Cappa- donna. Tónleikarnir voru teknir upp og komu nýlega út bæði á CD og DVD. Það eru 32 lög á DVD-plöt- unni Disciples Of The 36 Chambers og það er greinilegt að þessir 10 þúsund áhorfendur sem voru mætt- ir til að hlusta á sveitina eru alveg með á nótunum. Hljómurinn gæti kannski verið aðeins betri og sveit- in er ekkert alltof vel æfð, en stemningin er rosaleg. Fyrir nokkrum vikum kom lika út safnplatan Legend Of The Wu- Tang: Wu Tang Clan’s Greatest Hits. Á henni eru 16 lög, flest af plötunum fjórum, en líka þeirra útgáfa af Sucker MC’s 'með Run DMC og kvikmyndalögin Shaolin Worldwide (úr Next Friday) og Diesel (úr Soul In The Hole). Þétt- ur pakki. Eins og kunnugt er hné 01’ Dirty Bastard niður í stúdíóinu þar sem hann var að vinna að nýrri plötu 13. nóvember síðastliðinn og dó. Dánarorsök er ekki endanlega stað- fest, en vitað er að hann hafði kvartað undan eymslmn í brjósti nokkru fyrir atburðinn. Eftir frá- fall hans stofnaði móðir hans plötu- útgáfuna JC Records. Hún mun gefa út nýja 01’ Dirty plötu, Osirus, 4. janúar og hefur lofað því að sjá til þess að nafn hans muni lifa áfram. Það er greinilega ekkert verið að tvínóna við hlutina á þeim bænum. NME gerir upp árið 2004 Franz Ferdinand með bestu plötuna & & j... Breska vikublaöið New Musical Express hefur lengi veriö meö puttann á púlsinum í poppinu. Yfirleitt er beöiö eftir ársuppgjöri þess meö nokkrum spenningi. Blaöiö hefur þegar gert upp hug sinn hvaö áriö 2004 varöar. Hér koma helstu niöurstööurnar. Athygli er vakin á því aö nú velja blaöamenn NME lög árs- ins í fyrsta sinn í staö smáskífu árs- ins. Þaö er tímanna tákn, nú sækja menn frekar lög á netiö heldur en aö kaupa smáskífur. Eins manna. Bestu plöturnar: 1. Franz Ferdinand - Franz Ferdinand 2. The Libertines - The Libertines 3. The Streets - A Grand Don’t Come For Free 4. Scissor Sisters - Scissor Sisters 5. The Futureheads - The Futureheads 6. Danger Mouse - The Grey Album 7. Kanye West - The College Dropout 8. Razorlight - Up All Night 9. The Radio Dept - Lesser Matters 10. The Dears - No Cities Left og sjá má á listum blaðsins þá er NME ekkert mikiö fyrir þaö aö púkka upp á einhverja gamlingja, ■" meirihlutinn af plötun- um sem komast í 10 efstu sætin eru fyrstu plötur viðkomandi lista- 7. Eminem - Mosh 8. Razorlight - Golden Touch 9. Britney Spears - Toxic 10. Bloc Party - Little Thoughts Bestu lögin: 1. The Libertines - Can’t Stand Me Now 2. Franz Ferdinand - Take Me Out 3. The Streets - Dry Your Eyes 4. Jay-Z - 99 Problems 5. The Kilierb - Mr. Brightside 6. Scissor Sisters - Take Your Mama Bestu DVD-tónlistarplöturnar: 1. Oasis - Definitely Maybe 2. Warp Vision 3. Nirvana - With The Lights Out DVD 4. Pixies - Pixies 5. Scissor Sisters - We Are Scissor Sisters And So Are You 6. The Libertines - Boys In The Band 7. The Stone Roses - The Stone Roses 8. Yeah Yeah Yeahs - Tell Me What Rockers To Swall- ow 9. The White Stripes - Live Under Blackpool Lights 10. Made In Sheffield - The Birth Of Electronic Pop e H H f ÓkllS 17. desember 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.