Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 6
Léttvín fyrir þá sem vilja læra Steinarr Lár er 25 ára gam- all og var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Léttvín og er tilvalin fyi'ii' þá sem vilja lœra undirstööuatriði varðandi létt- vín og læra það sem skipth máli en ekki eitthvað of fræði- legt sem engin leið er að muna. Steinarr hefur verið að staifa á og reka bari síðan hann var 16 ára. Hann starfar nú sem sölu-og markaðsfull- trúi fyrir Allied Domesq sem sér um dreifmgu og fram- leiðslu léttvíns um allan heim. „Ástæðan fyrir því aö ég skrifaði Léttvin er sú að mér hefur lengi fundist vanta svona bók. Viijinn til að vita eitthvað um vín er til staðar hjá svo mörgum. En vegna skorts á bókum hættir fólk við að koma sér af stað. Þegar ég vildi fara að kynna mér vin var enga bók að fmna. Ég hafði mikinn áhuga á að velja eitthvað skemmtilegt vín en vissi bara ekki neitt.“ Steinarr segir þetta líka gert af hagkvæmisástæðum. „Þeg- ar þú veist nákvæmlega hvaö þú vilt þá ertu ekki að sóa pen- ingum. Síðan er bara svo mik- ilvægt að læra aö drekka vín.“ Steinarri fannst líka vanta faUega bók. Bók með faUegri og sjónrænni hönnun. „Sjálfur pæli ég mikið í hönnun. Addi Jóhannsson kom sérstaklega frá Kaupmannahöfn þar sem hann staifar sem auglýsinga- Ijósmyndari til að taka myndir fyrir bókina.“ Bókin hans Steinarrs fæst í öUum betri bókabúðum og verslunum Hagkaupa. tvífarar Robocop Fókus barst til eyrna að tvær stelpur, Ellen og Erna, væru að gera það gott sem plötusnúðar á Vega- mótum og víðar. Kvenkyns plötu- snúðar eru ekki á hverju strái þannig að forvitnin fékk að ráða og málið var kannað aðeins betur. Hafnfirðingarnir EUen Lofts- dóttir og Erna Bergmann eru bestu vinkonur. EUen vinnur í Smash og Erna vinnur í Spútnik auk þess sem hún kennir dans öðru hvoru. Þær eru búnar að vera vinkonur lengi. Og að eigin sögn eru þær samfastar og hugsa oft það sama. „Oft þegar við erum að spUa og ég spyr EUen hvaða lag hún sé að fara að spila þá held ég kannski á sama lagi og hún ætlaði að setja á og er sjálf að fara að spila það,“ segir Erna og hlær. Kýldum bara á þetta „Við byrjuðum bara að spUa í vor á þessu ári. Við erum dugleg- ar að hlusta á tónlist og pæla í henni. Okkur hefur langað til að verða plötusnúðar frá því við vor- um unglingar og kýldum bara á þetta og byrjuðum á því að spUa á framhaldsskólaballi. Við klíndum okkur á strákana sem voru að fara að spUa og hættum ekki fyrr en við fengum að vera með.“ Hlæjandi segjast þær vera mjög ákveðnar og ef þær ætli sér að gera eitthvað þá geri þær það. Fólk horfði bara á okkur eins og við værum eitt- hvað djók „Vinir 'okkar frá baUinu sögðu Dóru Takefusa, sem var þá með Bar Pravda, frá okkur og henni leist vel á. Þetta var mjög skraut- legt fyrst af því við kunnum ekk- ert að stiUa hljóðið og vorum alveg að æra fólk. Á meðan við vorum kannski að dansa á fullu og flla okkur í tætlur horfði fólk bara á okkur eins og við værum eitthvað djók.“ Vinir þeirra kenndu þeim svo smám saman á græjurnar. „Svo fórum við yfir á Vegamót. Fyrst vorum við með Dóra plötusnúði, sem var mikið að spUa þar þá. Það gekk mjög vel þannig að við fórum að spila oftar." Stelpurnar spila líka á Prikinu. Haraldur Ólafsson Tvifararnir að þessú sinni eru skuggalega líkir þannig að í raun mætti halda að hér væri einn og sami maður á ferðinni. Það muna aUir eftir Robocop úr samnefndri kvikmynd þar sem hann lét vondukarlana al- deilis finna fyrir því. Veðurfræðingurinn Haraldur Ólafsson ætti líka að vera kunnuglegur, en hann hefur fært okkur veðurfréttirnir í fjölda ára. Hann er reyndar einnig þekktur fyrir að láta Ulmenni kenna á því, t.d. hefur hann farið barist af miklum krafti fyrir bættri stærðfræðikennslu í grunnskólum landsins auk þess sem hann nánast stofnaði sinn eigin skóla í verkfaUinu um daginn. Þannig sýndi hann launanefnd sveitarfé- laganna i tvo heimana þannig að þegar öUu er á botnin hvolft þá eru þeir Haraldur og Robocop að fást við það sama, enda líkir í meira lagi. Þær hringdu í eigandann sem var tregur tU þar sem hann hafði aldrei heyrt í þeim. „Við hringd- um þá bara í plötusnúðinn sem var þá um helgina og klíndum okkur á hann og fengum að spila með honum." Aftur hlæja þær vinkonur dátt og hafa greinUega húmor fyrir sjálfum sér. Auðvitað er þetta svolítil tækni Það er búið að vera mikið að gera hjá stelpunum og þeim finnst þetta alveg rosalega gaman. „Það er náttúrulega best í heimi að vera að djamma við uppáhaldstónlist- ina þína með bestu vinkonu þinni og fá borgað fyrir það. En auðvit- að er þetta svolítil tækni. Maður þarf náttúrulega að spila tónlist sem heldur fólk- inu inni og vera snöggur að skipta ef enginn er að fíla það sem mað- ur setur á.“ Stelpurnar byrja oftast á þvi að spila soul- og fónk-tónlist, svo fara þær út í gamla rokkslagara og enda svo á hip hoppi. Þær eru ekk- ert fyrir það að spila eitthvað „commercial“ R&B. Þó virðist fólk stundum halda að þær geri það. „Við erum oft í glamúrgaUanum þegar við erum að fara að spila. Þá gerir fólk ráð fyrir því að við séum að fara að spUa R&B. Við vorum einhvern tíma að fara að spUa á p’ if veetÍ'fe,Randy Crawf°ri & The Crusao 3 w°Ut v6 £ L°Ve Me ' Stevie Wonder 3.1 Want You Back - Jackson Five t' t0 Jhe Music - Sty and the Family S 5. Move on Up - Curtis Mayfield 6. Close to Me - The Cure 7. Under My Thumb - The fíoliing Stones 8. Bigmouth - The Smiths ?nRepperus Deli9ht' Sugar Hill Gang 10. Gz & Hustlaz - Snoop Doggy Dog 19 Sf'd Kn°Ck you 0ut' LL C°°U 12. Varuð - Hjálmar „Þetta var mjög skrautlegt fyrst af því við kunnum ekkert að stilla hljóðið og vorum alveg að æra fólk.“ Prikinu og það var fuUt af rokkur- um þar og einn af þeim kaUaði á okk- ur: „Úúú á bara að fara að spUa Dest- iny’s ChUd.“ Svo spUuðum við bara rokk allt kvöldið," segir Erna og hlær. Þetta er búið að gerast mjög hratt Hvert kvöld er eins og æfíng fyrir stelpurnar og þær stefna bara á að verða betri. „Við erum náttúrulega svo nýjar í þessu og þetta er búið að gerast mjög hratt hjá okkur, eiginlega bara alltof hratt. Það eru aUir tilbúnir að hjálpa okkur. Fyrstu kvöldin lá við að við værum með vini okkar í símanum aUt kvöldið til að hjálpa okkur.“ Þær eiga nánast engar græjur sjálfar en ætla að kaupa sér mixer. „Flestir skemmtistaðir eru með spUara en það er nauðsynlegt að eiga mixer. Það er líka svo leiðinlegt að vera alltaf að fá græjur lánaðar. Svo stefnum við bara á að bæta okkur. í öllu sem við gerum." Það er nóg að gerast á næstunni hjá EUen og Ernu. Þær spila á galakvöldi á Prikinu á nýársdag, ásamt Qórum öðrum stelpuplötu- snúðum. Síðan enda þær jólahátíð- ina með því að spUa á Kaffí- barnum á þrettándanum. f Ó k U S 17. desember 2004

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.