Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2004, Blaðsíða 13
r „Þetta hefur veriB árviss viðburður hjá okkur síðustu Sr," segir Hannes, trommari hljóm- sveitarinnar Dead Sea Apple sem heldur tón- leika á Gauknum S sunnudagskvöldið. Ekki hefur mikið farið fyrir bandinu síðustu árin fýrir utan árlega jólatónleika. Nú verður hins vegar breyting þar á. „Við höfum síðustu flögur árin verið með tón- leika í síðustu vikunni fyrir jól og síðan lítið gert þess á milli. Núna erum við hins vegar á leiðinni í stúdíó fljótlega eftir áramót þannig að við verðum að frumfiytja slatta af efni þarna á sunudaginn," segir Hannes en bætir við að eldra efni verði í bland við það nýja. „Síðan kemur framhaldið bara með kalda vatninu, við sjáum hvað gerist," segir Hannes sem hvetur sem flesta til að mæta á sunnu- daginn, enda fritt inn. „Þetta byrjar stundvíslega kl. 22.30 með hljómsveitinni Hoffman og þegar þeir eru búnir stigum við á svið." Slowblow og Múm í Óperunni Tvær af betri hljóm- sveitum landsins munu troða upp í ís- lensku óperunniá mánudag. Þetta eru Múm og Slowblow sem báðar sendu frá sér plötur á árinu. Þessi tvö bönd spiluðu einmitt saman í Banda- rikjunum í sumar þar sem Slowblow fékk að hita upp fyrir Múm á tónleikaferöalagi þeirra og vakti það bara ágætislukku hjá Kananum. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá þessar sveitir á sviði þannig að nú er um að gera að mæta. Það er alltaf Jíf og fjör i plötubúðum landsins, í það minnsta þeim óháðu, og verður mikið um dýrðir í 12 tónum um helgina. í dag mæta Hjálmar á svæðið og leika fyrir viðstadda en á morgun er það Amina. Sú sveit var að senda frá sér stuttskífu sem fáanleg er í versluninni, en Amina hefur einna helst verið þekkt fýrir að leika með Sigur Rós. Sveitin er skipuö fjórum ungum stúlkum sem leika aðallega á strengja- hljóðfæri á borð við selló og fiðlu. Undrabarn.ið Þórir lætur svo sjá sig 112 tónum á sunnudag en hann gaf út sína fýrstu plötu fýrir skömmu, rétt eins og Hjálmar og Amina. Léttar veitingar verða í boði og allir í jólaskapi. Það þarf svo sem ekki að taka það fram en það er frítt inn á allt heila klabbiö. staklega af því að okkur bauðst svo gott spott, Nasa á besta kvöldi.“ Framlengingarbandið státar af Gísla á trommur, Leifi Þór á hljómborð, Sölva á bassa og Sigga á gít- „Þetta verður bullandi fjör. Við í Forgotten Lores spilum, Hjálmar líka, Ant Lew og Maximum taka þrjú lög og Flökkudiskóið Sound System, sem eru Dj Kári og Árni Sveins að reggíast, sér um tónlistina þess á milli,“ segir Gísli Galdur, einn meðlima rappsveitarinnar Forgotten Lores. í kvöld verður þessi taktfasta veisla haldin í Rússlandi, en það er tónlistarsalurinn í Klink og Bank. Hjálmamir eru auðvitað ein vinsælasta tón- leikasveit landsins um þessar mundir og ætti að fara vel með rappinu. Þá hefur salurinn einnig reynst vel, þar voru m.a. haldnir einir sveittustu tónleikar ársins með Peaches. Ekki hafði mikið sést til Forgotten Lores í nokkurn tíma þegar hún kom sterk inn á Airwaves og hélt eina af bestu tónleikum hátíðarinnar. Gísli Galdur segir þetta í rauninni vera Forgotten Lores Band. „Við erum fjórir hljóðfæraleikarar sem spil- um meö þeim en erum ekki í hinni eiginlegu hljóm- sveit. Við erum búnir að vera að pæla í þessu lengi. Setja saman svona band, kannski svipað og Roots. Síðan ákváðum við að drifa í því fyrir Airwaves, sér- Þetta kvöld á Airwaves fengu strákamir í FL sér bjór eftir tónleikana og hlustuðu á hljómsveitina sem spilaði á eftir, Hjálma. Þeir hrifust af henni og fannst tónlistin passa vel við sig. Þá kviknaði hug- myndin að tónleikunum í kvöld. „Ég veit ekki hvort þeir þekktu Forgotten Lores fyrir þetta kvöld en þeir voru til í þetta. I góðu stuöi.“ Þetta kvöld var örlagaríkt fyrir Forgotten Lores. í salnum var einnig staddm- hópur af Bandaríkja- mönnum sem hreifst mjög af sveitinni. Þess vegna báðu þeir hana um að spila í jólapartíi fyrir fyrir- tækjatoppa sem verður í Washington í síðustu viku. „Það verður þó ekki sveitt gigg eins og í kvöld. Það kostar þúsundkall inn en gæti verið að þeir fyrstu fái bjór eða eitthvað. Við ætlum að reyna að plögga það,“ segir Gísli. Dagskráin hefst klukkan 21.00. Rússland er Brautarholtsmegin í Klink og Bank. ■»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.