Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Rltstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórl:
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreiflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist Jþú um
Kanaríeyjarnar?
2 Hvaða ríki tilheyra þær?
3 Hvað heitir stærsta borgin
á eyjunum?
4 Hvað heitir sú næst-
stærsta?
5 Hversu margir eru íbú-
arnir?
Svör neðst á síöunni
James K. Polk
1845-1849
Fæddist 1795, lærði
lög og settist á þing
sem stuðningsmaður
demókratans And-
rews Jackson forseta.
Var ekki talinn til
fremstu manna síns
flokks en við forkosn-
ingar demókrata 1844
náðu hvorki Martin Van
Buren fyrrverandi forseti né
Bandaríkj aforsetar
aðrir tilskyldum meirihluta.
Var að lokum sæst á Polk sem
málamiðlun og hann var sett-
ur í ff amboð gegn Henry
Clay, leiðtoga Whigga-flokks-
ins. Clay var mMsháttar
stjómmálamaður en náði
aldrei að verða forseti og í
þetta sinn olli andstaða hans
við að Texas yrði innlimað í
Bandaríkin andúð kjósenda
og hinn óþekkti Polk komst í
Hvíta húsið. Flestum á óvart
reyndist hann prýðilegur for-
seti. Hann háði stríð við
Mexíkó og með sigri BNA
varð Kalifomía hluti þeirra.
Jólin
Nafnið sem við og norræn-
arþjóðir notum um fæö-
ingarhátíð frelsarans var
upphafiega notað um
forna heiðna hátíð sem for-
feður okkar og -mæður
héldu upp á um það leyti
sem sól tók að hækka á
lofti. Ljóst er að hún var til
að fagna sólinni og sumir
telja að þá hafí tiðkast hið
mesta svall og blót, jafnvel
mannablót. Sjálfmerking
orðsins er á huldu en ýmsir
telja að rótin sé sú sama og
í orðinu„hjól"og
hafi merkingin
verið sú að þarna
hafi árið verið komið heilan
hring frá því að sólin var
síðast lægst á lofti. Aðrir
telja merkinguna tengda
„tré“meö einhverjum hætti
en sú alþýðuskýring sem
víða á Vesturlöndum er vin-
sæl - að orðið„yuie‘‘sé
komið afnafni Júllusar Ses-
ars - er tóm vitleysa.
Málið
Svörvlöspumingum:
1-Sjö — 2. Spáni — 3. Las Palmas —
4. Tenerife - 5. Tæpar tvær milljónir.
3
C
01
■O
'O
E
i/>
'O
Q.
*o
ro
ro
E
'IO
cn
*o
to
E
<o
fO
»o
01
Traustið er horfið
Dollarinn getur ekki verið gjaldmiðill
alls heimsins, ef heimurinn hættir að
treysta verðgildi hans. Sjúkur miðill
getur ekki verið gjaldmiðill heimsins. Við
hverja lækkun dollars fjölgar þeim, sem telja
öruggara að flýja í evruna, sem óvart er að
taka við sem gjaldmiðill heimsins.
Nú eru það einkum Japan og sérstaklega
Kína, sem halda gengi dollars uppi með því
að safna honum. Seðlabankinn f Kfna á
ógrynni doliara og getur látið hann rúlla
með því að fara að selja. Heimsveldi, sem
eyðir og spennir fyrir náð og miskunn Kína,
hefur ekki ráð á að heyja stríð í þriðja heim-
inum.
Stríðið við Afganistan hefur farið illa.
Herstjórar ráða öllum þorra landsins og
framleiðsla eiturlyfja er komin í sögulegt
hámark. Stríðið við írak er að fara á verri
veg. Meirihluti þjóðarinnar mun í fyrir-
huguðum kosningum koma trúuðum
sjítum til valda og grafa undan bandarísku
hernámi.
Stríðið við Afganistan var dýrt og stríðið við
frak er orðið enn dýrara. Bandaríkin hafa ekki
efhi á þessu. Ef þau geta ekki fljótlega kallað
herinn heim, hrynur dollarinn, af því að út-
lendingar fara að selja dollara í auknum mæli.
Ósigur blasir því við í írak, eins og í Víetnam
fyrir 30 árum.
Bandaríkjastjórn hefur íran á heilanum, en á
ekki peninga fyrir stríði þar. Hún hefur látið
slátra tugum þúsunda manna í írak, en ræður
ekki við milljónir írana. Nú verður hún að
horfa á, að ný ríkisstjórn sjíta í írak mun á
næsta ári sækjast eftir vinsamlegri sambúð við
stjóm sjíta í fran.
200.000.000.000 dollarar hafa farið í geðveiki
Bandaríkjanna í frak án þess að nokkuð hafi
komið í staðinn. Herinn hefur enga stjóm á
landinu, enda bað almenningur í frak hann
ekki um að frelsa sig. Enn einu sinni lenda
Bandaríkin í að reyna að frelsa fólk með því að
slátra því. Eins og í Víetnam.
Á sama tíma gengur Bandaríkjastjóm ber-
serksgang annars staðar í heiminum. Hún
reynir að ófrægja framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna og framkvæmdastjóra Kjarnok-
urstofnunar samtakanna, eins og hún reyndi
áður að ófrægja evrópska leiðtoga, sem neit-
uðu að fylgja henni í stríð gegn frak.
Bandaríkjastjórn berst um á hæl og hnakka
gegn aðgerðum í mannréttinda- og umhverfis-
málum. í hverju málinu á fætur öðm stendur
hún nokkurn veginn ein í heiminum, búin að
ljúga svo miklu í fjögur ár, að allir trúa frekar
öðrum aðilum, ef þeir em á öðm máli en
Bandaríkjastjóm.
Dollarinn er rúinn trausti og Bandaríkja-
stjórn er rúin trausti. Hún getur ekki logið
meira, af því að menn trúa ekki lengur. Menn
mundu frekar trúa Castro eða Gaddafi.
Jónas Krístjánsson
UM LANGT SKEIÐ hefur verið talin
hin mesta goðgá að svo mikið sem
anda á Eggert Magnússon formann
Knattspyrnusambands íslands.
Fótboltaáhugamenn, íþróttafrétta-
menn og aðrir hafa virst sammála
um að hann væri nákvæmlega rétt-
ur maður á réttum stað og allar
hans ákvarðanir væru óhjákvæmi-
lega réttar líka.
Ýmis vandræðagangur í kring-
um ráðningar og brottrekstra
landsliðsþjálfara hefur ekki megn-
að að varpa skugga á Eggert og það
álit sem hann hefur notið og - ótrú-
legt nokk - heldur ekki hörmulegt
gengi landsliðsins undanfarin
misseri.
EN NÚ ER ÚTLIT FYRIR að þetta
kunni að vera að breytast. Hvaða
álit sem menn hafa á fótbolta eða
keppnisíþróttum yfirleitt þá er ljóst
að fyrirbæri eins og landslið í fót-
bolta eru á einhvern hátt partur af
sjálfsvitund stórs hluta þjóðarinnar
og því skiljanlegt að margir láti sig
varða hvernig kaupin gerast á eyr-
inni á því sviði. Og ætli mörgum
hafi ekki hnykkt við þegar Eggert og
félagar ráku fyrir skemmstu Helenu
Ólafsdóttur landsliðsþjálfara
kvenna? Og þessi brottrekstur hafi
orðið til þess að loks komu gagn-
rýnisraddir gegn stjórn Eggerts upp
á yfirborðið?
Og skyldi þó ekki enda með því
að Helena yrði banabiti Eggerts?
AÐ MINNSTA K0STI hefur Borgarí
Þór Einarssyni Deigluhöfundi
hnykkt við því hann birti á netsíð-
unni í gær harðorðan pistil um Egg-
ert og gang mála hjá KSÍ.
Svo mælir hann meðal annars:
„íslensk knattspyrna stendur í
daghöllum fæti. Karlalandsliðið erí
frjálsu falli niður styrkleikalista FIFA
og íslensku félagsliðin hafa sjaldan
verið veikari, bæði hvað fjárhag og
faglega getu [varðarl. Á sama tíma
Fyrst og fremst
er knattspyrnan á heims-
vfsu ímikilh sókn og áhorf-
endatölur í flestum deild-
um á hraðri uppleið.
ÞAÐ ER EINNA HELST að
kvennaknattspyrnan á ís-
landi hafi veríð í sókn og
hefur árangur kvenna-
landsliðsins undir stjórn
Helenar Ólafsdóttur verið
hreint út sagt framúrskarandi. Fyrir
réttu ári fengu kvennalandsliðið og
Helena Ólafsdóttir sérstaka viður-
kenningu úr hendi þáverandi
menntamálaráðherra, Tómasar
Inga Olrich, fyrir góðan árangur.
Viðstaddir þá athöfn voru forystu-
menn KSÍ, þeir Eggert Magnússon
formaður, og Geir Þorsteinsson
framkvæmdastjóri, ásamt
nokkrum stjórnarmönnum
KSÍ.
FYRIR FAEINUM VIKUM til-
kynntu þessir forystumenn
KSÍ Helenu Ólafsdóttur að
Knattspyrnusamband ís-
lands hefði ekki lengur not
fyrir hennar krafta. Sögðu
þeir við fjölmiðla að
kvennalandsliðið hefði
valdið vonbrigðum. Væntingar
stjórnar KSÍ hafa greinilega verið
miklar því árangur kvennalands-
liðsins undir stjórn Helenu
Ólafsdóttur er sá næstbesti sem
kvennalandsliðið hefurnáð. Meiðsl
lykilmanna á borð við Ásthildi
Helgadóttur á lokasprettinum
gerðu það að verkum að Helenu og
stelpunum í landsliðinu tókst ekki
að gera það kraftaverk sem forysta
KSI gerði augljóslega kröfur um.
Þannig eru vaxtarsprotar ís-
lenskrar knattspymu verðlaunaðir
af forystumönnum hreyfingarinnar
og er þá nema von að vegur ís-
lenskrar knattspyrnu í alþjóðlegum
samanburði sé niður á við. “
B0RGAR ÞÓR TEKUR síðan að velta
fyrir sér möguleikum íslenskra
fótboltaliða á að láta að sér kveða á
erlendum vettvangi, rétt eins og
íslenskir kaupsýslumenn hafa gert
með góðum árangri að undan-
förnu, en við látum þær vangavelt-
ur liggja milli hluta í bili.
Borgar Þór
„Klíkustarfsemi þrífst af augljósum ástæðum ekki á gráa svæðinu"
Fyndinn fannst okkur sá ami sem Þröstur
Heigason umsjónarmaður Lesbókar Morg-
unblaðsins hefur bersýnilega haft af
skemmtigreinum sem undanfarið hafa
birst bæði ÍDVog Fréttablaðinu um óllka
hópa eða klikur innan bókmenntaheims-
ins. I neðanmálsgrein í Lesbókinni á laug-
ardaginn nær skrifari, væntaniega Þröstur
sjáifur, vart upp í nefið á sér afhneykstun
yfir þvi að það skuli hvarfla að nokkrum
manni að kiíkumyndun eigi sér stað á vor-
um póstmódernlsku tímum.
„Hinir svokölluðu póstmódernistar hafa
unnið að þvi hörðum höndum siðustu ára-
tugi,” segir hann soldið særður,„að rífa nið-
ur þær hugmyndir sem okkur var farið að
þykja sjáifsagður sannieikur. Og I ~ ” ' j að WmQ á gráa svxg/nu og
þarsem þeirra aðalstarfhefur ver- | ' ■'f JT■-1 snúast kringum naflann á sjáif-
ið að brjóta niður múra og ganga '' um sér.aigeriega ónæmur fyrir
þvert á markallnur hefur verið ' ; 1- umhverfi sinu. En áfram heldur
afar erfitt að staösetja þá. Þegar '.. 7 ® Þröstur:
betur er að gáð kemur i Ijós að ’ v f •] „Þessi vandi við að staðsetja póst-
póstmódernistareru á gráa svæð- T módernista og reiknaþá út..."
inu sem einn úr hópi hinna for- -------_T£J (Hér liggur vandi póstmódernista
hertustu segir að sé róttækasta af- Þröstur reyndar aðallega iþví að tiltölu-
staða sem hægt sé að taka nú um Helgason lega fáir hafa nokkurn áhuga á
stundir; á gráa svæðinu ertu alger- staðsetja þá eða reikna þá út af
iega ófyrirsjáaniegur. * því afstaða þeirra skiptir svo sorglega litlu
Ojájá og seisei og humm og ha. Það mundi máli. En þær skemmtigreinar sem fyrrvoru
heldur enginn annar en„einn hinna for- nefndar IDV og Fréttablaðinu tekur Þröst-
hertustu“ úr hópi póstmódernista taka svo ur grafalvarlega og telurþær greinilega
til orða að það sé ægilega„róttæk‘‘ afstaða hinu mestu svívirðu sem ætlað sé að svipta
póstmódernista þvi frelsi að fá að éta úr sér
horinn i friði á gráa svæðinu.)
„Þessi vandi/'sem sagt,„birtist með afar
skýrum hætti í tilraunum blaða tilþess að
kortleggja Islenska bókmenntaheiminn.
Þær misheppnast vegna þess að klíkustarf-
semi þrífst afaugijósum ástæðum ekki á
gráa svæðinu."
Haaaa? Hafa póstmódernistar lagt á hill-
una sitt manniega eðli? Sem er meðal
annars að skipta sér I hópa, til dæmis
eftir áhugamálum? Og ekki nema stigs-
munur milli hóps og kliku. Er deyfðin á
gráa svæðinu sllk að Þröstur Helgason
og félagar hafa ekki lengur sama eðli og
viðhin?