Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 32
A _r* f zJ Í t Cl^Jj ÍJ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. SKAFTAHÚÐ 24, 105REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS505000 • Þeirsemspáí hin pólitísku spil þykjast nú hafa fundið staðfestingu þess að ekki sé allt með friði og spekt hjá stjórninni. Þannig er, á forsíðu Fréttablaðsins í gær þar sem fjallaö er um hætt komna þingmenn í flugi, talað um Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og settan utanríkisráðherra. f forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar var sá háttur á að þeir Davíð og Halldór Asgrímsson gegndu störfum hvor fyrir annan væri hinn vant við látinn... Belladonna hvað? Er það ekki bridge-ari? 3 Stníðshanska kastað í jólabókaati Bjartur lýsir yfir heilögu stríði ó hendur JPV „Nú er stríðshanskanum kast- að!!!! JPV hefur sagt BJARTI stríð á hendur og BJARTUR hefur lýst yfir heilögu stríði á hendur JPV og slfkt stríð þýðir að ekki verður hætt fyrr en yfirráðum eða dauða er náð. JPV hefur notað ljóma Da Vinci til að auglýsa á lúalegan hátt glæpasögu sína sem á ekkert skylt við Da Vinci að neinu leyti," segir í harðorðri yfir- lýsingu á vef bókaútgáfunnar Bjarts. í fyrra sló bókin „Da Vinci lykill- inn" rækilega í gegn. Hins vegar er senuþjófurinn nú, meðal þýddra er- lendra bóka Belladonna-skjalið sem þegar hefur selst í sex þúsund ein- tökum, er uppseld og önnur prent- un væntanleg. Er hún langmest selda þýdda skáldsagan. Með fullri virðingu fyrir gæðum bókarinnar má segja að þeir Jóhann Páll Valdi- marsson og EgiU Örn sonur hans, gjarnan nefndir Corleone-feðgar út- gáfubransans, hafi sýnt meistara- lega en jafnframt óforskammaða takta við markaðssetningu bókar- innar. Ekki er svo talað um Bella- „Corleone-feðgar" Jáhann Pállog Egill Örn hafa með bráðsnjallri en óforskammaðri markaðssetningu sett styggð að nágranna sfnum, Bjarti. donna-skjalið án þess að við sama tækifæri sé Da Vinci lykillinn nefnd- ur í sömu andrá. Það er hins vegar Bjartur sem gaf út Da Vinci lykilinn og er nú með aðra bók á markaði eft- ir höfund þeirrar bókar, Dan Brown, sem heitir „Englar og djöflar". Höf- undar Belladonna-skjalsins eru hins vegar tveir, Ian Caldwell og Dustin Thomasson, og ekki mjög þekktir á íslandi. Enda hefur nafni þeirra ekki verið haldið mjög á lofti af hinum ís- lensku útgefendum þeirra. Hinn eitursnjalli foringi Bjartsklíkunnar, Snæbjörn Arn- grímsson, hefur að undanförnu mátt una því að horfa upp á þá sem leita eftir svipuðum skáldskap og finna má í Da Vinci lyklinum beina kaupum sínum að Belladonna-skjali JPV útgáfunnar. Bókin æðir með ógnarhraða upp sölulista. í yfirlýsingu frá Bjarti segir svo: „Hámarki náði ósvífnin þegar eftir- líking af Jóhanni Páli sjálfiim bara 40 árum yngri (sonurinn) mætti í Bón- us dulbúinn sakleysi og stóð við bókaborðið og reyndi að telja fólki sem var að kaupa Engla og djöfla trú um að það hefði valið rangt og ætti að kaupa eftirlíkinguna frá JPV. Nú er of langt gengið. Bjartur sem er seinþreyttur til vandræða lýsir yfir heilögu stríði!" Snæbjörn Arngrfmsson Hefur mátt sitja sem áhorfandi og fylgjast með þeim JPV- feðgum moka út„Belladonna-skjalinu“. Siggi stormur spáir rauðhvítum jólum Sigurður „stormur" Ragnarsson, sjónvarps- veðurfræðingurinn snaggaralegi, stendur í ströngu. í fyrra spáði hann rauðum jólum, en það gekk ekki eftir og hlaut hann kárínur fyrir vikið. Var hann jafnvel sakaður um að hafa með sínum djörfu spám haft sleða og þot- ur af börnum í jólapakkana. Þeir sem fylgjast með þeim kort- um sem hann nú teiknar upp á Stöð 2, hafa tekið eftir því að Siggi stormur hefur vaðið fyrir neðan sig að þessu Siggi Stormur fyrir neðan sig. Hefur vaðið sinni. I það minnsta hvað þorra lands- manna snertir því segja má að hann sé gull- tryggður hvað höfuð- borgarsvæðið varðar. Hann spáir hvítum jól- um nema rauð skulu þau verða allra syðst á land- inu. Línan sem hann dregur milli rauðra jóla og hvítra liggur um mitt höfuðborgarsvæðið þannig að hvemig sem allt velkist og fer er Siggi með allt sitt á „þurm". Heimildir DV herma svo að kort sín byggi hann á amerískum spám af netinu. Svipur og snákar með Kennedy „Það er skemmtilegt að segja frá því að sjálf Grinder- girl hefur nú bæst í hópinn þann sem mun koma fram á Jamie Kennedy-skemmtun- inni sem verður 30. desember á Broadway," segir ísleifur Þórhallsson borubrattur og lofar mögnuðu kvöldi. ísleifur er einn þeirra sem fást við að flytja inn erlend skemmtiatriði en fer ekki troðnar slóðir. Hann flutti inn dávaldinn Shailish sællar minn- ingar í sumar og allt varð brjálað. ísleifur þykist ekki vera með verri spil á hendi nú en grínarann Jamie Kennedy þekkja íslenskir sjónvarpsáhorfendur frá Skjá einum. Grindergirl, sem býður upp á afar sér- kennileg atriði sem byggjast á slípi- rokki, eldi, risasnákum og svipum auk þess sem hún gengur klæðalítil á glerbrotum, kannast þeir við sem fylgjast með David Letterman. SKJÓTIÐ SAMAN í GJÖF Opið frá kl. 10-22 Fyrir ungu stúlkuna Fyrir mömmuna Fyrir ömmuna Fyrir langömmuna Pelskápur Pelsúlpur Dúnúlpur Leðurjakkar Kasmír Ullarkápur Hattar, húfur og kanínuskinn Aí#Hlýl5IÐ Mörkinni 6,108 Reykjavík, sími 588 5518 • * JOLAQJOF II Það er sælla að gefa en þiggja, þess vegna höfum við hjó Ömmubakstri ókveðið að bæta við einni flatköku í pakkana hjá okkur yfir jólin, þannig að þegar þú opn flatkökupakka næst, þá færðu fimm flatkökur í staðinn fyrir fjórar. Svo viljum við óska öllum landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og farsælls komandi árs. Starfsfólk Ömmubakstur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.