Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2005, Page 15
DV Fréttir MÁNUDACUR 3. JANÚAR 2004 75 60 milljónir „Söfhunin hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Þórir Guðmunds- son hjá Rauða krossin- um. Yfir 20 þúsund manns hafa hringt í söfnunarsímann 907- 2020. „Viðbrögð almenn- ings, fyrirtækja, stjómvalda og félagasamtaka eru alveg ótrúleg," segir Þórir. Al- menningur á íslandi, stjóm- völd, fyrirtæki og félagasam- tök hafa nú gefið samtals um 60 milljónir króna til neyðarhjálpar Rauða kross- ins á jarðskjálfta- og flóða- svæðum í Asíu. Þriðjung látinna börn UNICEF, Bamahjálp Sameinuðu þjóð- anna, telur að einn þriðji fómarlamba flóðanna hafi verið börn. Einnig hafa mörg börn misst for- eldra sína vegna flóð- anna og þurfa því á sérstakri aðstoð að halda. Unicef starfar í öllum þeim löndurn sem urðu verst úti í hamförunum og hafa samtökin því víða getað bmgðist skjótt við. Unicef íslands hvetur fólk til að gerast heimsforeldrar. Sérþjálfaðir íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar farnir til Tælands. Flytja stórslasaða Svía til Stokkhólms Á fimmta tug slasaðra og veikra Svía verða fluttir með flugvél Icelandair frá Bangkok í Tælandi tU Stokkhólms í Svíþjóð í dag. Um er að ræða fórnarlömb hamfaranna og er ferðin farin að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda sem buðu þeim sænsku aðstoð við að koma særðum Svíum tU síns heima. íslenski hópurinn sem fór með vélinni er skipaður sex læknum, tólf hjúkrunarfræðingum, þremur starfsmönnum frá Landsbjörgu og tveimur sjúkraflutningamönnum auk fuUtrúa forsætisráðuneytisins, Steingrími Ólafssyni. Leiðangurs- stjóri læknahópsins er Friðrik Sigur- bergsson læknir en Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur fer fyrir hjúkrunarfræðingunum. Hóp- urinn tók með sér vatnsbirgðir, lyf og annan búnað tU hjálparstarfa. Búist var við að vélin myndi flytja hátt í fimmtíu sænska ferðamenn; þar af átján sem eru mjög mikið slasaðir og að minnsta kosti tvo sem þurfa gjörgæslu á meðan á fluginu stendur. Ráðgert var að flugvél Icelandair myndi hefja sig á loft í Bangkok í morgun en flugið tU Stokkhólms tekur fimmtán stundir. Boeing 757 Göran Persson, forsætisráö- herra Svlþjóöar, þáöi boð Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra um aö aöstoö viö aö koma slösuöum Svlum frá hamfara- svæöunum ITælandi. Af veraldarvakt Rauða krossins hafa þrjátíu íslendingar lýst sig tilbúna í að fara til aðstoðar á hamfarasvæðunum í Asíu. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, fór til Súmötru fyrir helgi. Islenskir Rauða krossfarar til aðstoðar á Súmötru „Þetta fer í blóðið á manni þegar maður byrjar," segir Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og meðlimúr í veraldarvakt Rauða krossins. Hún fór fyrir helgi tíl Norð- ur-Súmötru sem er eyja skammt frá upptökum skjálftans. Hún var í Leifsstöð þegar DV náði tali af henni. „Ég verð með teymi frá danska Rauða krossinum og við munum meta aðstæður og aðstoða indónesfska hálfmánann við að meta þörfina á sálrænum stuðningi núna og í framtíðinni," sagði Guð- björg en hún hafði fengið að vita deginum áður að hún væri á leið út. „Við á veraldarvaktinum erum aUtaf tílbúin. Undirbúningurinn hjá mér fólst í að kaupa inn, fá lyf og fara tíl læknis. Svo lét maður ættingja og vini vita.“ Þetta er í þriðja skiptið sem Guðbjörg fer út á vegum Rauða krossins en hún var í fran fyrir tveimur árum og í fyrra í írak. Hún segir fjölskyldu sfna taka þessum ferðalögum vel og vera skUningsríka og standa með sér. En hvaða hvatir eru það sem fá fólk til að ferðast til stríðssvæða, hættu- og hamfarasvæða? „Að yfirgefa öryggið og aUsnægt- irnar?" segir Guðbjörg og hlær. „Ætli það sé bara ekki hvötin tU að láta gott af sér leiða og ævintýraþráin." „Auðvitað myndi maður helst vilja taka öll þessi börn sem hafa farið illa út úr hamförunum með sér heim, en það gengur náttúrlega ekki." Guðbjörg segist ekki vera hrædd við þær aðstæður sem við henni munu blasa á Súmötru. „Maður veit svo sem ekkert hvernig þetta verður. Ég treysti fóUdnu sem ég vinn með og við fylgjum ákveðnum reglum. Maður lærir það með tímanum að Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrun- arfræðingur. ÚtáLeifsstöð á leið til Súmötru á vegum Rauða krossins. láta tUfinningarnar ekki stjórna sér. Auðvitað myndi maður helst vUja taka öU þessi börn sem Ula hafa farið út úr hamförunum með sér heim, en það gengur náttúrlega ekki.“ ...að eiga fyrsta barn ársins? „Þetta er yndisleg tilfinning og eiginlega bara ólýsanleg að verða móðir. Þetta er ekkert eins og ég bjóst við. Ég var búin að ímynda mér að þetta væri aUt öðruvísi. Þetta er fýrsta barnið mitt enn þó ekki fyrsta barn mannsins míns. Hann á þrjú fyrir og sú nýja er fjórða. Fæðingin tók um það bU sex klukkustundir, enn með undir- búningi og fæð- ingu þetta tók aUt í aUt 12 klukku- stundir, en það var vel þess virði. Ég er náttúrlega yfir mig glöð og þessi tilfinning er alveg hreint ótrúleg. Stelpan hef- ur það fínt og er alveg ótrúlega hress og kát. Hún kom í heiminn klukkan 7.49 í morgun og vó 3370 grömm við fæðingu eða rúmar 14 merkur og mældist rúman 51 cm. Borðaði, sprengdi og upp á spítala Þetta gerðist nú ekkert í hveUi, við fjölskyldan sátum bara heima í rólegheitum á gamlárskvöld og borðuðum fín- an mat eins og við höfum gert öll gamlárskvöld og allt gekk sinn vanagang. Eftir kvöldmatin sett- umst við fyrir framan sjónvarpið og horfðum aðeins á það, svo var bara haldið út og með flugelda- pakkann og hann sprengdur eins og vanalega, það er ekki hægt að sleppa sprengjunum. Lauslega eftir miðnætti, eða upp úr klukk- an 02.00, héldum við svo í róleg- heitum niður á spítala og herleg- heitin fóru af stað. Svo tekur núna bara við dvöl í þrjá tU ijóra daga hérna á spítalanum, sem er ótrúlega yndislegt. Þetta er meira eins og að vera á hóteli heldur enn spítala. Það er stjanað endalaust við mig hérna og ég þarf varla að lyfta fingri. Mamma og stjúpfaðir minn komu um leið og þau máttu, en pabbi býr ekki á ísafirði þannig að hann kemur um leið og hægt er. Mömmu og stjúpa finnst hún vera langfalleg- asta barn í öllum heiminum og það finnst syst- kynum hennar lflca, þau eru yfir sig ánægð með hana og eru þvílíkt montin. Fyrsta löqgumamman á ísafirði Það sem tekur við núna er bara orlofið og eins ár frí úr vinn- unni með fjölskyldunni og nýjasta meðliminum. Ég er fyrsta löggumamman á ísafirði en við erum tvær konur í lögreglunni. Það verður fi'nt að fá smá næði með þeim. Þessi dagsetning var nú ekki fyrirfram ákveðin, hún átti að koma 20. desember en henni líkaði greinilega ekki vel við þá dagsetningu. Ég er mjög sátt að hún skyldi fæðast núna. Ég hefði líka verið sátt með 20. desember, en það erkannski bara fi'nt að þetta skyldi dragast aðeins frá pakkaflóðinu á aðfangadag. Það er ágætt að dreifa þessu að- eins. Annars er ég lítið búin að hugsa um það. Eg er aðallega bara hamingjusöm og það er eig- inlega bara ekki hægt að lýsa öll- um þessu yndislegu tilfinningum sem svífa yfir mig, mér hefur bara sjaldan liðið jafnvel og núna." Ég varbúin að ímynda mér að þetta væri allt öðruvísi. Þetta er fyrsta barnið mitt enn þó ekki fyrsta barn mannsins míns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.