Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Page 96
BRANDAJÓL
Þegar líður að jólum er þeirri spurningu stundum varpað fram
hvort nú muni ekki vera „brandajól“ eða öllu heldur „stóru branda-
jól“. Þessi spurning var síðast til umræðu í fjölmiðlum árið 1992 þegar
jóladag bar upp á föstudag. Jólahelgin lengdist þá um einn dag við
það að þriðji í jólum var sunnudagur. En voru þetta stóru brandajól? I
Almanaki Þjóðvinafélagsins árið 1969 var eftirfarandi skýring gefin:
brandajól, jól sem falla þannig við sunnudaga, að margir helgidagar
verða í röð. Venjulega haft um það, þegar jóladag ber upp á mánudag-
Stundum hefur verið gerður greinarmunur á „stóru“ brandajólum og
„litlu“ brandajólum, en notkun heitanna virðist hafa verið á reiki-
Nafnskýring óviss, ef til vill tengt eldibröndum á einhvern hátt. Sunn-
ar í löndum kemur svipað orð fyrir í sambandi við páskaföstuna
(Dominica Brandorum: 1. sunnudagur í föstu).
Ætlunin er að bæta nokkru við þessa skýringu með því að rekja
helstu heimildir. Sú elsta mun vera minnisblað sem Árni Magnússon
ritar, líklega í byrjun 18. aidar (AM 732 a XII 4to). Þar segir að
brandajól kalli gamlir menn á Islandi þegar jóladag ber upp á mánu-
dag, áttadag (nýársdag) á mánudag og þrettándann á laugardag. Árni
bætir reyndar við, að sumir telji þá aðeins brandajól, að þetta gerist á
hlaupári, en erfitt er að skilja ástæðuna fyrir slíkri reglu. Á þessum
tíma og fram til 1770 var þríheilagt á stórhátíðum, svo að þriðji í jól-
um var helgidagur. Þegar jóladag bar upp á mánudag, urðu því fjórir
helgidagar í röð (fjórheilagt).
Onnur heimild, nokkru yngri, er orðabók Jóns Ólafssonar frá
Grunnavík (AM 433 fol.), sem rituð er á latínu. Þar segir að brandajól
heiti það þegar fjórir helgidagar fari saman. Séu það brandajól meiri,
ef sunnudagurinn fari á undan fyrsta jóladegi, en brandajól minni, ef
sunnudagurinn fari á eftir þriðja degi jóla. Þetta mun ritað um miðja
18. öld.
Næst er brandajóla getið í íslensk-latnesk-danskri orðabók sem séra
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal samdi á árunum 1770-1785. Þar seg-
ir að brandajól séu þegar dagurinn fyrir fyrsta jóladag eða dagurinn
eftir þriðja í jólum sé sunnudagur. Er það sama skýring og hjá
Grunnavíkur-Jóni, nema hvað Björn minnist hvorki á stóru né litlu
brandajól. Tæpri öld síðar vitnar Eiríkur Jónsson í þessa heimild i
orðabók sinni (Oldnordisk Ordbog, 1863), en bætir því við, að frekar
séu það brandajól ef jóladagur sé föstudagur eða mánudagur. Eiríkur
tekur þarna tillit til þess að þriðji í jólum er ekki lengur helgidagur og
breytir skilgreiningunni samkvæmt því.
Árið 1878 ritar Jón Sigurðsson grein um almanak, árstíðir og merki-
daga í Almanak Þjóðvinafélagsins. Jón minnist á brandajól og segir,
eins og Árni Magnússon, að menn hafi kallað það brandajól þegar
jóladag bar upp á mánudag. Jón nefnir, að sérstök helgi hafi áður fyrr
verið á áttadegi jóla og þrettándanum, og hafi þessar helgar báðar
(94)