Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1994, Side 97
Jengst um einn dag á brandajólum. Það, að allar helgarnar þrjár leng-
ist á brandajólum, kemur líka óbeint fram á minnisblaði Árna Magn-
ússonar.
Snemma á þessari öld ritar séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili (d.
Wl6) um orðið brandajól (íslenskir þjóðhættir, útg. 1934, bls. 207).
Jónas segir, að fyrir 1770 hafi það heitið brandajól þegar fjórheilagt
varð, hvort sem það bar þannig til að jóladagur féll á mánudag eða
fimmtudag. Heimildar getur Jónas ekki, en Sigfús Blöndal gefur sömu
skýringu í íslensk-danskri orðabók (1924) og vitnar í orðabók Björns í
Sauðlauksdal.
Jónas frá Hrafnagili segir enn fremur, að eftir að jólahelgin var
stytt, árið 1770, hafi menn kallað það brandajól þegar þríheilagt varð,
þ e. þegar jóladag bar upp á mánudag eða föstudag, en hina fornu
fjórhelgi hafi menn kallað brandajól hin stóru. En Jónas segir líka, að
raenn hafi stundum kallað það stóru brandajól þegar jóladag bar upp
a þriðjudag, svo að þarna eru komnar tvær skýringar á nafngiftinni
>,stóru brandajól“ og hvorug þeirra fellur saman við hina eldri skýr-
■ngu Jóns frá Grunnavík. Nýjustu skýringuna er að finna hjá Sigfúsi
Blöndal sem segir að nú heiti það stóru brandajól þegar jóladag beri
UPP á föstudag og helgidagar verði fjórir í röð. Sigfús telur aðfanga-
úaginn greinilega með helgidögum þótt hin kirkjulega helgi hefjist
ekki fyrr en á miðjum aftni (kl. 18) þann dag. „Litlu brandajól" kallar
Sigfús það þegar jóladagur er á mánudegi, því að þá verði helgidagar
einum færri. Segja má að það skjóti skökku við, þegar þau einu jól
sem Árni Magnússon kallar brandajól, og Jón frá Grunnavík kallar
brandajól meiri, eru orðin að litlu brandajólum!
Af framansögðu er ljóst að á liðinni tíð hafa menn lagt mismunandi
skilning í orðið brandajól, einkum þó hvað séu stóru og litlu branda-
Jól. Þær heimildir sem vitnað hefur verið í, benda eindregið til að orð-
ið brandajól hafi upphaflega merkt einungis það þegar jóladag bar
UPP á mánudag. Síðan hafa einhverjir farið að kalla það brandajól
líka, þegar sunnudagur fylgdi á eftir jólahelginni. Pau jól hafa þó verið
nefnd brandajól minni eða litlu brandajól, því að þau urðu ekki til að
lengja helgar um nýár eða þrettánda. Eftir að hætt var að halda þrett-
ándann heilagan (1770) hafa menn horft meira til þess hvaða daga-
ntynstur gæfi lengsta jólahelgi eða flesta frídaga. Pað hefur leitt til
frekari ruglings, hin upphaflega merking stóru brandajóla hefur
gleymst, og loks hafa menn gert litlu brandajólin að þeim stóru.
Ef menn vilja koma reglu á þetta mál, mælir margt með því að fylgt
ywði elstu heimildum og heitið brandajól einungis haft um það þegar
Jóladag ber upp á mánudag. En ef menn kjósa að hafa tvenns konar
brandajól, mættu þetta heita stóru brandajól, en litlu brandajól yrðu
þá þau jól þegar jóladag ber upp á föstudag. Ekki virðist ráðlegt að
lengja skilgreininguna við annað en kirkjulega helgidaga því að aðrir
frídagar eru sífelldum breytingum háðir og geta auk þess verið mis-
munandi eftir starfsstéttum. Samkvæmt reglunni hefði í mesta lagi átt
(95)