Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.2005, Side 10
Þórdís finnur fyr- Ir ákveðinnl spennu yfir því að vera yngsta leikskáld lands- ins Mikil umfjöllun hefur verið um leikritið Ég er ekki hommi, sem var frumsýnt um síðustu helgi. Fáir vita að þýð- andi verksins er líka yngsta leikritaskáld landsins. Fókus talaði við Þórdísi Elvu Þor- valdsdóttur Bachman og forvitnaðist um hana og hvað væri í gangi hjá henni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman fæddist á íslandi 1980 en ólst einnig upp í Svíþjóð og Ameriku. Árið 2001 fór hún ein til Ameríku og kláraði háskólanám þar. Hún hefur þó að mestu alið mannin í Breiðholtinu og útskrifaðist af myndlistarbraut FB. „Mamma er grafískur hönnuður og fór með mig á hin ýmsu söfn út um alia Evrópu þegar ég var bam. Ég fékk því myndlistina beint í æð og hafði mikinn áhuga á henni. Ég ákvað því aö láta á það reyna að fara á myndhst- arbraut en flæktist um leið í leiklistar- lifið og lék aðalhlutverk i söngleikjun- um Bat Out of Hell og Með fullri reisn í Loftkastalanum, sem var óvænt hit.“ Ræddi heimsyfirráð við Michael Stipe Þórdis dúxaði í FB og fékk Rótarý- styrk í kjölfar þess. „Þessi styrkur er bundinn við Ge- orgíu-fylki i Ameríku. Maður kemst inn í háskóla þar en ræður ekki hvem. Ég var mjög heppinn og var send í stærsta skólann í Georgíu sem íslens UnfAi ö iiöœ*CPl Cr ca heitir UGA en í honum era 35 þúsund manns.“ Þaðan útskrifaðist Þórdís með BA- gráðu í leiklist. Hún segir það vera mikla upplifun fyrir íslending að koma í svona umhverfi. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími og ég tel mig hafa mótast mjög mikið af þessu. Þetta er líka mikill tónlistarbær. Með- al annarra búa meðlimir hljómsveit- arinnar REM þama. Ég lenti oftar en einu sinni í partýjum með Michael Stipe og við töluðum um heimsyflr- ráð, pólitík og tónlist." Maður verður að skapa sín eigin tækifæri Svo kom Þórdís heim og fékk ekk- ert að gera. „Málið er að fólk sem lærir úti á rosalega erfltt uppdráttar þegar það kemur heim. Það er ekkert stuðnings- kerfl fyrir mann, það er til dæmis eng- in umboðsskrifstofa sem er hægt að leita til. Þeir sem fara í LHÍ eru í raun- inni í stanslausri kynningu í fjögur ár. Flestallir leikstjórar og fólk innan bransans fer í Nemendaleikhúsið, kynnir sér fólkið og fylgist með þeim þróast sem leikarar. Svo þegar þau út- skrifast eru þau komin með mjög sterk tengsl inn í bransann. Þetta er náttúrulega mjög lítiU bransi og auð- vitað viil fólk frekar vinna með ein- hverjum sem það treystir. Ég er ekki að áfeliast neinn en auðvitað getur þetta verið mjög erfitt." Það var Þórdísi hins vegar í hag að kærastinn hennar, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, er leikari og inni í brans- anum. Hún gat því flotið svolítið með honum. „En maður verður náttúru- lega að skapa sér sín eigin tækifæri. Ég ákvað því að taka þetta í minar eig- in hendur og við stofnuðum okkar eig- in leikhóp sem heitir Fimbulvetur. Það er semsagt Fimbulvetur sem set- ur nú upp Ég er ekki hommi." Guðmundur Ingi Þorvaldsson lelk- ari er unnustl Þórdísar. Hann hvattl hana áfram og hjálpaðl henni að koma undlr sig fótunum í lelkritunlnni. Fólk sem leitast eftir því að fá eyðnismit Síðastliðið vor og sumcU’ byrjaöi Þórdís síðan aö skrifa og skrifaði verk sem heitir Brotið. Til að byija með var þetta bara ætlað sem hobbý fyrir hana sjálfa. „Kærastinn minn hafði mikla trú á verkinu og hann hjálpaði mér að koma þessu á framfæri og senda þetta í nokkur leikhús. Svo tók bara við bið og ég í rauninni gleymdi þessu. í milli- tíðinni hafði leikhópur sem kallar sig Tengdasyni Jódísar samband við mig og þeir vildu að ég skrifaði eitthvað djarft og krassandi. Ég skrifaði stutt leikrit sem við sýndum í Tónlistarþró- unarmiðstöðinni sem heitir Áttu smit. Það er um fyrirbæri sem kallast „bugchasing". Það er slangur yflr fólk sem leitast eftir því að fá eyðnismit. Þetta er ört vaxandi neðanjarðarfyrir- bæri og er alveg skelfllegt. Ef maður flettir þessu upp á netinu fær maður mörg hundruð þúsund niðurstöður." Yngsta ieikskáld íslands Eftir þetta fór boltinn að rúlla hjá Þórdísi. Stuttu síðar fékk hún sim- hringingu frá Hafnarfjarðarleikhús- inu, þá vora þeir búnir að lesa Brotið. „Þeir vildu hafa samlestur og ég varð alveg gríðarlega spennt. Svo eftir samlesturinn keyptu þeir verkið á staðnum og núna er það bara í stífri æfmgu,“ segir Þórdís. Hún er því yngsta íslenska leikskáldið i dag. „Brotið verður frumsýnt 19. febrú- ar. Það er um ástina í sinni fallegustu og sinni ljótustu mynd. Það er bara einvalalið sem kemur að sýningunni og ég er mjög stolt. Leikaramir eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þor- valdsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Erling Jóhannesson leikstýrir og Mar- grét Ömólfsdóttir semur tónlist. Þetta er svo magnað. Fyrir ári hefði mér ekki dottið í hug að ég ætti eftir að verða leikskáld en í dag eru ótrúlega færir listamenn að koma að sýning- unni rninni." Greinilega á réttri hillu Þórdís flnnur að það er ákveðin spenna í kringum það að vera yngsta leikskáld landsins. „Maður verður svolítið stressaður út af því. Finnst það vera ákveðið álag og vill náttúrulega standa undir vænt- ingum. Eftir að Brotið var keypt af mér þá fór ég að hugsa með sjálfri mér að kannski væri leikritun eitt- hvað sem ég væri bara svolítið góð í. Svo hringdi Ríkisútvarpið í mig og þau vildu að ég skrifaði verk fyrir þau.“ Þórdís skrifaði útvarpsleikrit sem heitir Kista töframannsins og sendi uppkastið til þeirra. Þeim leist mjög vel á verkið og ætla sér að setja það upp. „Ég bara trúði þessu ekki og trúði ekki að þetta væri að ganga svona vel hjá mér. En leikritið fer ör- ugglega upp í vor.“ Hommaelítan hló mest Frumsýningin á Ég er ekki hommi Ég skrifaði leikritið Áttu smit um fyrir- bæri sem kallast „bugchasing“. Það er slangur yfir fólk sem leitast eftir því að fá eyðnismit. Þetta er ört vaxandi neðan- jarðarfyrirbæri og ef maður flettir þessu upp á netinu koma mörg hundruð þúsund niðurstöður.“ gekk mjög vel að sögn Þórdísar sem var alveg í skýjunum. „Þetta var alveg meiriháttar. Ég fékk nett í hnén þegar ég sá að hommaelíta íslands var mætt. Felix Bergsson, Bergþór Pálsson og Páll Óskar voru allir mættir. Ég hugsaði með mér að nú myndi reyna á. En þeir skemmtu sér manna best. Við teljum okkur vera með gott efni í höndunum því að það er svo lítið sem höfðar til ungu kynslóðarinnar í dag í leikhúsi. Ég skil það bara mjög vel að fólki af minni kynslóð finnist hundleiðinlegt að fara i leikhús. Til hvers að borga fimm sinnum hærra miðaverð en í bíó til þess að fara á eitthvað sem höfðar ekki til þín og er ekki skrifað fyrir þína kynslóð." Spaugstofan sorgleg Ég er ekki hommi er skrifað af Daniel Guyton sem er 27 ára. Hann ólst upp með því sama og annað ungt fólk í dag, Simpsons, South Park, Family Guy og öllu því. „Maður elst upp í ákveðinni skil- yrðingu um hvað er fyndið og hvað ekki. Kynslóðinni á undan finnst ennþá íyndið þegar Öm Árnason klæðir sig upp eins og Davíð Oddsson og syngur eitthvað lag. Með fullri virðingu fyrir leikurum Spaugstof- unnar þá á húmorinn þeirra ekki upp á pallborðið hjá ungu kynslóðinni i dag að mínu mati. Það er komin upp kynslóð sem vill láta ganga fram af sér. Okkar kynslóð þyrstir í að láta vekja hjá sér einhver viðbrögð. Takmark Daniels hefur alltaf verið að gera fólk hissa á sjálfu sér. Að maður skuh öskra af hlátri yfir því að einhver karakter skuli vera að engjast um af sársauka uppi á sviði er í raun og veru mjög „twisted“. Á ég ekki frekar að finna til með hon- um? Hans markmið er að stokka upp í hugarfari fólks. Það er kominn tími til að leikhús teygi á siðferðis- mörkum. Bíómyndir eru löngu famar að gera það. Tökum bara sem dæmi Happiness. Það þarf að færa raunveruleikann nær fólki. Miðaldra konur eru 80% þeirra sem kaupa leikhúsmiða. Það segir mikið um það hvað er á fjölunum." „Hraunað yfir mig“ Þórdís og Daniel kynntust i UGA og það tókst með þeim skemmtileg vin- átta. „Hann ákvað að byija að leyfa mér að lesa eitthvað eftir sig. Gott ef Ég er ekki hommi var ekki fyrsta leik- ritið sem ég las. Eftir það fékk ég að fylgjast með því sem hann var að vinna. Þannig að oft þegar ég kom í skólann þá beið mín leikrit eða smá- saga í pósthólfinu mínu. Hann fékk líka að lesa fyrsta verkið sem ég skrifaði sem var alveg hræðilegt. Hann hraunaði yfir mig en ég átti það alveg skilið. Þannig að við hjálp- uðum hvort öðru að taka fyrstu skrefin í leikritun. Hann býr núna í New York og er bara að gera ftna hluti. Hann er alsæll með þá umfjöll- un sem leikritið er búið að fá á ís- landi og stefnir á að koma í mars til að sjá sýninguna." f Ó k U S 28. janúar 2005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.