Jólagjöfin - 24.12.1921, Síða 16
14
Jólagjöfin
sátu lengi þegjandi. Morgunskímuna lagiii inn um hélaSar
rúðurnar. Konan var aS prjóna. Ekkert heyröist, annaö en
klökt málmhljóöið í prjónunum, er þeir mættust í lykkjunni.
Og viö og viS andvörp barnanna. Þá lagöi konan prjónana
skyndilega frá sér, tók lampann og ætlaöi aö fara.
— Eg er ekki búinn aö brynna kúnni enn þá, mælti hann
og reis á fætur.
Hún dokaöi viö, eins og hún ætlaði aö segja eitthvaö, úr
því aö þögnin var rofin. En svo rétti hún honum lampann
þegjandi og hann fór.
— Verið nú góö börn, þá skal eg koma fljótt meö mjólk-
ina, sagöi hún og fór fram á eftir manni sínum.
Börnin lágu þegjandi stundarkorn. Þá sagöi telpan, sem var
yngri:
— Viö fáum víst engin kerti á jólunum.
Hún ætlaöi aö láta sem sér stæöi á sama, en þó var röddin
klökk.
— Nei, kjökraöi drengurinn, — og engan jólagraut heldur.
— Og ekkert laufabrauö, eins og viö erum vön aö fá.
— Og enga jólaköku.
Drengurinn grét í hljóði.
— Mamma er svo oft aö gráta, mælti stúlkan, sem enn hélt
niðri i sér grátinum, þó aö röddin væri orðin bæöi veik og
snöktandi.
— Bara aö við værum ekki svona svöng, svaraði drengur-
inn og hrein nú hástöfum.
Og svo emjuðu þau hvort meö ööru látlaust sama viö-
kvæöiö: Eg er svo svangur .... Eg er svo svöng ....
— — Stóri-Jón var búinn að setja fötuna upp í básinn
til beljunnar. Þá kom konan alt í einu í dyrnar. Hún leit ekkj
á hann. En hún sagöi ofur-hæglátlega, eins og í afsökunar-róm:
— í dag höfum viö þá ekki annað en mjólkur-sopann —
þessa tvo potta.
Það varð bið á svari. Hann virtist hafa allan hugann á því,
hve ört vatnið lækkaði i fötunni.
— Og á morgun eru jólin, sagöi hún, enn hæglátari en áöur.
— Það er svo sárt fyrir börnin, bætti hún viö litlu síðar.
Stóri-Jón svaraði engu. Hann horföi aö eins á hana og var
að hugsa um, hvort hann ætti að stinga upp á því, aö slátra