Jólagjöfin - 24.12.1921, Blaðsíða 43
Jólagjöfin
41
þar tók ekki betra viS. Þar komst hann ekkert fyrir snjó.
Bæjardyrnar voru hálfar í fönn og mokuö stór kvos fram
frá dyrunum, til þess aS hafa greiðan gang fram á hlaöiö.
Arngrímur klifraði upp úr kvosinni og gekk út á hólinn fyr-
ir utan bæinn. Þar haföi hann verið vanur aö hafa gullin sín
á sumrin þegar hann var drengur.
Hann leit yfir túniö. Alt var hulið snjó og mótaöi varla fyr-
ir fjárhúsunum upp úr fönninni. Svo leit hann yfir sveitina.
Það var byrjað að bregða birtu. Yfir öllu lá hvít og þykk rnjall-
arbreiðan, og glórði að eins á stöku stað i bæjarþil eða fjár-
húsvegg upp úr mjöllinni. Enginn maður sást á ferð, eða dýr,
eða fugl, ekkert heyrðist, ekki einu sinni hundsgelt eða hrafna-
krunk. Það var engu líkara en alt i kringum harin væri jökul-
eyðimörk, þar sem engin lifandi vera ætti heima. Alt var svo
ömurlegt og óþreyjan óx í huga hans. Hann nærri óskaði, að
hann hefði aldrei farið heim. Það væri þó munur að vera í
Reykjavík núna. Þar væri þó einhver meiri glaðværð og líf
heldur en í þessari eyðimörk kuldans og kyrðarinnar.
Faðir hans kom utan túnið, með moðpoka á bakinu. Hann
gekk hægt og óð snjóinn upp í hné.
„Þér leiðist nú líklega, Grímsi minn, hjá okkur. Hér er lítiíS
um skemtanir, það er öðruvísi en þarna syðra, trúi eg. Hér
lendir allur tíminn í stríðið fyrir lífinu og hrekkur ekki til
hjá okkur gömlu körlunum, sem erum búnir að tapa því besta.“
Halldór staðnæmdist hjá Arngrími á hólnum og blés mæði-
lega. Arngrímur virti föður sinn fyrir sér. Hann var orðinn
lotinn og grár fyrir hærum og þreytusvipur á andlitinu. Skegg-
ið stóð úfið út frá kjálkunum og var fult með hey og mosaagnir.
Arngrimur hafði aldrei séð föður sinn jafn þrælkunnarlegan.
„Já, eg er hræddur um, að þér leiðist hjá okkur um jólin,
Grímsi minn. En mömmu þína langaði svo mikið til þess, að
þú kæmir og yrðir heima um jólin. Hún hefir verið mesta skar
í allan vetur og sumar, og í haust lá hún lengi, og við héldum
að hún mundi þá ekki komast á fætur aftur. En þó varð það
nú samt, en læknirinn sagði, að hún mundi ekki endast lengi
úr þessu, hjartað væri alveg bilað. Eg vildi því ekki setja
mig á móti því, að húri bæði þig að koma heim, þótt mig
grunaði að þér mundi bregða við að hýrast hjá okkur um jólin.“
„Og, pabbi! Þú þarft ekki að óttast, aö mér leiðist mikið
hér heima. Eg er bara þreyttur eftir ferðina; eg er orðinr,
svo óvanur við alla hreyfingu.“