Jólagjöfin - 24.12.1921, Blaðsíða 53
Eftirvœntingin mikla.*}
Eftir Karl Christensen. — Árni Jóhannsson þýddi.
___________D G_______________
Kvöldsólin skín á hæstu turnana í Jerúsalem. Borgin liggur
eins og indælt draumaland hátt uppi á bak viS hvítu múrana.
Lithverfir skuggar teygja sig upp eftir Júdeufjöllum. Tind-
arnir einir eru enn í sólskinsbatSinu. En ljósgrár þjóSvegurinn
liggur í bugðum aftur og fram um skuggadrögin — eins og
lífæð milli musterisborgarinnar og umhverfisins.
Ung kona er á leiö til borgarinnar, þreytuleg og í þungum
hug. Grófgeröa og fátæklega kirtilinn sinn hefir hún stytt upp
um sig, svo aö léttara sé um fótaburöinn. Sólblæjan hefir lyfzt
frá andlitinu, en hylur dökka og mikla háriö, og kvöldbjarm-
inn ljómar á bjarta enninu. Stór og djúpblá augun og fín-
geröur vangasvipurinn ber þaö meö sér, aö hún er ein af
dætrum ísraels.
Hún gengur í hægöum sínum eftir vegbrúninni. Uppi í
dallendinu hefir hún tínt sér nokkrar smágerðar, bleikrauðar
og ilmandi nellikur, sem hún ber viö og við að- vitum sér.
Ósjálfrátt andar hún aö sér hinum indæla ilm; henni er þaö
engin nautn né gleöi, því að hugurinn hefir öðru að sinna.
Þar er háð barátta milli auðmýktar og þrjózku; og þrjózk-
unni viröist veita betur. Hvert sinn, sem hún — þreytt og
angurvær — felur sig vilja Guðs, til að fá þar stundarhvíld,
kemur þrjózkan á ný, því aö í kyrðinni finst henni sem hún
heyri naprar og nístandi kvennaraddir, er fari gjallandi hús
úr húsi með leyndarmál hennar — beri vansæmd hennar út
um alt þorpiö. Hún heyrir þvaðriö, og hún sér hina mörgu
4*
* Nokkuð stytt og lauslega þýtt.