Jólagjöfin - 24.12.1921, Síða 30
28
Jólagjöfin
þá. Þar er verslunarþjónninn að vega jólavistirnar. Eru þær
ákveöinn þungi af grjónum, baunum, brauði, kaffi og sykri,
á hvert mannsbarn, og eru jafnvel nýfædd börn talin með.
Þó er ekki nema fullorðnu fólki ætlaö kaffi og sykur. Versl-
unarþjónninn gefur gömlu konunni fremur óhýrt auga, af því
a'S hann á ekki aS versla þennan dag. En þó líöur ekki á löngu,
uns hún fær talað svo um fyrir honum, að hann lætur til
leiðast, að afgreiða hana.
Heima hjá nýlendustjóranum er haldið áfram að bera á borö.
En alt í einu heyrist allmikið traðk, orðaskvaldur, hóstakvið-
ur, ræskingar og hrækingar úti i anddyrinu. Og þegar lokið
er upp til þess að sjá hvað um er að vera, er anddyrið fult af
ekkjum á ýmsum aldri. Þær eru spurðar, hvert sé erindið.
Erindið ? Það ætti ekki að vera mikill vandi að fara nærri um
það, hvert erindi j)ær eiga. Hún Maríanna gamla Kalolit, eða
hvað hún nú licitir, hafði fengið peninga lijá nýlendustjóran-
um. Þess vegna voru allar ])essar ekkjur komnar,- Þær bjugg-
ust auðvitað við að fá peningá eins og hún. Það hlaut hver
heilvita ntaður að sjá, að jjað var himinhrópandi ranglæti, að
gera upp á milli ekkna og láta hana Maríanni gömlu verða
einhverrar sérstakrar ívilnunar eða hlunninda aðnjótandi. Nei,
það náði ekki nokkurri átt. Nýlendustjórinn var að keppast
við aö skreyta jólatréð. Hann varð hálfgramur við konurnar
En jægar j)ær höfðu leitt honum fyrir sjónir, hve sanngjarnar
kröfur þeirra voru, lét hann óðara sansast og bliðkast, og
gaf jæirn öllum, sína ögnina hverri. Að því búnu leggur allur
hópurinn af stað og yfir í búðina til þess að kaupa kaffi og
tóþak fyrir aurana.
Alt þetta verður lesið miklurn mun fljótar en það gerðist
og klukkan er orðin tvö. Það má því fara að búast við börn-
unum i nýlendunni frá kirkjunni. f kirkjunni er hverju barni
hlýtt yfir eða j)að spurt út úr jólaboðskapnum, svo að j)að
verður að gera grein fyrir öllum atriðum hans, sem heili þess
hefir getað rúmað. Kornung börn eru lika látin fara með
hinum til kirkjunnar og spurð út úr, en j)á svara mæðurnar
fyrir þau eða stúlkurnar, sem eru látnar gæta þeirra. Þegar
heim er komið til nýlendustjórans, fær hvert barn ofurlitla
jólagjöf, ofurlítinn brauðsnúð, bréfstikil með gráfíkjum í, eðo-
smákökur i bréfi. Það ber við að einstaka krakki gengur þá