Jólagjöfin - 24.12.1921, Page 45
Jólagjöfin
43
var auðvitaö jólakertiö frá móöur hans. Hún haföi látið það
þarna til þess aö hann gæti kveikt á því þegar hann vildi.
Hann tók stjakan og setti hann á mitt borðið og kveikti
siðan á kertinu, sem var þríálmað kóngakerti.
Það var eins og hlýjan straum legði um sál hans þegar
ljósin tendruðust á kertinu, og minning um gamlan atburð kom
fram í sál hans, og bros færðist yfir andlitið.
Það hafði verið á aðfangadagskvöld. Þá var hann svolítill
hnokki, sjö eða átta ára. Hann hafði eitthvað verið að keip-
ast við móður sína, en hún átti annrikt og gat ekki sint honum
nógu fljótt, svo hann hafði farið að háorga. Móðir hans hafði
þá tekið kerti og kveikt á því og fengið honurn, en hann hafði
haldið áfram að gráta. Þá hafði hún tekið hann í fang sitt og
farið að segja honum frá litla drengnum, sem- fæddist á jól-
unurn. Svo hafði hún sagt honum frá jólaljósunum, og góðu
börnin, sem ættu jólaljós mættu aldrei gráta eða láta liggja
illa á sér, og fyrst bann ætti svona fallegt jólaljós á kertinu
sínu ætti hann að vera glaöur og kátur. Hann 'hafði látið
huggast við þessi orð móður sinnar, og þessi orð höfðu fest
djúpar rætur í sál hans og oft komið fram í huga hans síðan.
Nema þessi síðustu ár, sem hann hafði dvalið í borginni, höfðu
þau aldrei komið í huga hans.
Hann starði í ljósin um stund og var hugsi. Var nokkur
ástæða fyrir hann að vera óánægðan af þvi að vera heima.
Hann ætti þó jólaljósið. Var hann ekki svo oft búinn að skemta
sér í borginni, þótt hanii gerði það ekki um þessi jól, og var
ekki skylda hans gagnvart foreldrum sínum að gleðja þau
með þvi að vera heima hjá þeim. Hann hafði tekið vel eftir
því, hvað móðir hans hafði verið glöð og brosleit viö hann
í kvöld, og hvert orð, sem hún sagði við hann, var eins og
hlýr blær, sem leitaði inn í sál bans. Og eins faðir hans. Hann
talaði að vísu ekki mikið, en gleðisvipur var á andliti hans, í
hvert sinn, sem þeir skiftust á orðum.
Hann heyrði að einhver léttstigur gekk inn stofugólfið og
að dyrunum á herbergi hans. Síðan var hurðinni lokið upp.
Arngrímur sneri sér við og leit fram að dyrunum. Hann var
nærri búinn að kalla upp undrandi, svo hissa varð hann.
í dyrunum stóð ung stúlka, á að giska 18—19 ára, allhá en
grannvaxin, kringluleit og rjóð í andliti, með dökkblá, tindr-
andi augu og þykt, glóbjart hár niður fyrir mitti. Honum fanst
hann aldrei hafa séð jafn fallega stúlku fyr og eins frjálslega.
Gat það verið, að hún ætti heima á Velli. Jú, líklega. Hann