Jólagjöfin - 24.12.1921, Page 62
6o
Jólagjöfin
Haldiö var upp á gamlárskveld á sama hátt sem jólanóttina.
Og auk brauösins sem eg hefi drepiö á, var alls konar matur
á borðum, sem hægt var í té aS láta.
Þetta var þá tilhlökkunarefnið : ný spjör, eða alfatnaður, gott
brauð og kertisstúfur.
Þetta voru alls engir álfheimar feguröarskrauts, né hallar-
salir ljómandi birtu. SíSur en svo!
Þó voru þ e s s i j ó 1 fagnaSarhátíS í raun og veru, ungum
mönnurn og jafnvel rosknum.
Börnin hlökkuSu til þessara fátæklegu jóla. Þau voru þó
umbreyting frá helgum og tyllidögum, þrátt fyrir þaS, aS viS-
höfnin var lítil í samanburSi viS þaS, sem nú gerist og gengur.
Og fullorSna fólkiS hlakkaSi til h e 1 g i n n a r, sem þá
var nfeiri og sást vel í ásýndunum, eSa virtist koma í ljós,
þegar guSspjall næturinnar var lesiS.
Nú er skrautiS tífalt orSiS í sveitabæjunum og hundraSfalt
líklega í kaupstöSunum, viS þaS sem gerSist fyrir 40 árum,
þegar eg stóS viS kvörnina — og horfSi út á eSa frarn á lok-
uSu sundin.
SíSan hafa ýms sund opnast á ýrnsra leiSum, sund siglandi
skipa og sund rennandi strauma. Ýmsri þoku hefir létt af
skerjaleiSunum og ýmsa klakkabakka hefir rofið út viS sjón-
deildarhringinn.
En þrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt er nú minna hlakkaS
til jólanna — næturinnar helgu, heldur en fyrrum gerSist, bæSi
í sveit og borg. Svo virSist mér.
En hvaS veldur þessum hlökkunarskorti, — ef eg hefSi rétt
aS mæla?
Er bernskan, æskan og þroskaaldurinn meS öSrum hætti,
öSru innræti nú en áSur var? — Er lífiS sjálft á faraldsfæti,
manneSliS, eSa hvaS?
Vandalaust er aS spyrja í þaula um þessi efni, svo sem öll
önnur. Hitt er meiri vandi aS svara, svo aS fengur sé í svör-
unum, vit, niSurstaSa, gróSi.
Mér dettur í hug, aS orsökin til þess, aS nú er minna hlakk-
aS til þess sem þó er all-mikilsvert, heldur en fyrrum gerSist,
sé eitthvaS náskylt því, sem kallaS er o f e 1 d i.
Gamalt spakmæli kveSur svo aS orSi, aS kálfarnir launi
þ a S sjaldan.