Jólagjöfin - 24.12.1921, Síða 82

Jólagjöfin - 24.12.1921, Síða 82
So Jólagjöfin horn í síðu hans, af því að hann var svo duglegur og góður drengur og öllum þótti vænt um hann. Þeir fóru því til hans og sögðu, að, hann mætti taka vatn, ef hann vildi. Hans var fús til þess og þakkaði þeim fyrir. — Hann tók nú fallegustu krukkuna sína og fylti hana af hreinu og svölu uppsprettuvatninu og gekk síðan til bæjarins. Hanr. mætti gömlu konunni og tók vingjarnlega undir kveðju hennar, og er hún spurði, hvað hann væri með i krukkunni, svaraði hann: „Það er heilnæmt uppsprettuvatn handa konungsdótturinni. Eg vildi, að það væri vatn lífsins, svo að hún gæti fengið fullan bata.“ „Það er það líka,“ svaraði gamla konan. Hans kom nú til hallarinnar, og þegar er konungsdóttir hafði bergt á vatninu, færðist roði i hinar fölu kinnar hennar, og hún stóð á fætur og sagðist nú vera albata. Henni leitst svo vel á Hans, að hún vildi gjarna giftast honum, ef hann vildi. eiga hana. Og það vildi Hans, því að hann hafði aldrei séð fríðari stúlku en hana. — Þau giftust þegar í stað og Hans fékk hálft ríkið til umráða. Og móðir hans flu,tti í höll- ina og fékk mörg stór og skrautleg herbergi og alt, sem hún gat óskað, því að Hans þótti svo vænt um móður sína, að hann lét alt eftir henni En Mads og Kláus urðu svo gramir og öfundsjúkir, að þeir gátu ekki á heilum sér tekið. Og faðir þeirra sá nú, hversu heimskulega þeir höfðu farið að ráði sínu. Hann varð því mjög harður við þá og skipaði þeim að vinna. Það þótti þeim allra verst, en gott höfðu þeir af því og nú iðruðust þeir þess sárlega, að þeir höfðu verið svo ókurteisir við gömlu konuna. Fiðurskikkjan. Æfintýri. Einu sinni var bóndi, er átti son, sem hét Hans. Hann var duglegur til vinnu og hjálpaði föður sínum mikið. Hann var góður drengur og fríður sýnum og allar ungu stúlkurnar hefðu fegnar viljað eiga hann. — Dag nokkurn, er Hans var úti í skógi, sá hann gyltan vagn með fjórum hvítum hestum fyrir. Við hliðina á ökumanninum sat þjónn og tveir aðrir þjónar stóðu aftan á vagninum. En inni í honum sat ung stúlka, og hún var svo fríð, að Hans hafði enga séð jafnfríða á æfi sinni. „Hana vildi eg eiga," sagði Hans og horfði á eftir vagninum. „Hver skyldi hún vera?“ „Það get eg sagt þér,“ svaraði rödd að baki hans. Hans leit við og sá litinn, gráhærðan mann, er stóð upp við tré. „Hver ertu?“ spurði Hans. „Eg er huldumaður," svaraði litli maðurinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.