Jólagjöfin - 24.12.1921, Page 94
92
Jólagjöfin
Ástiru svaraði engu. Hún einblíndi á Hatrið og rétti fram hendurnar.
Hatrið hristi höfuðið.
— Vertu sæl, sagði Hatrið við Ástina. Eg á betra með að berjast
við þig i fjarlægð. Komi eg of nærri þér, er úti um mig.
Flakkarinn.
Það var einu sinni í Kanada, að flakkari nokkur kom þrammandi
ofan frá fjöllunum til bæjar eins er Montreal heitir. Á fyrstu götu-
dyrunum, er hann gaf sig að, var nafnspjald er á stóð: Doktor Ross.
Flakkarinn hringdi. Og hurðin var brátt opnuð af stórum kvenmanni
og fyrirferðarmiklum, er spurði i birstum tón hvers hann óskaði.
— Eg vildi fá að tala við Doktor Ross, sagði flakkarinn og lyfti
lítið eitt hattinum.
— Hvaða erindi eigið þér við Doktor Ross, spurði sú fyrirferðar-
mikla og horfði rannsakandi augum á hinn ræfilslega komumann.
— Mig langaði til að spyrja Doktor Ross að, hvort hann vildi ekki
gefa mér gamlar buxur af sér, sem hann væri hættur að nota.
— Það vill Doktor Ross ekki, maður minn. Þar að auki getið þér
ekki notað buxur af Doktor Ross.
Auðvitað 3 8 9
Landstjarnan — Til
GóSa miSstöð!
Hvert á jeg að «íma
til að fá reglulega góðan
I konfectkassa. Jeg hefi
nefnilega boð í kvöld?