Jólagjöfin - 24.12.1921, Page 95
Jólagjöfin
93
— Hvernig vitið þér það, sagði flakkarinn hranalega.
Fyrirferðarmikla konan í dyrunum rétti úr sér: Af því að eg er
Doktor Ross. Og hurðinni var skelt í lás.
Símskeytið.
Hión, sem voru nýlega gift, eignuðust dóttur. Vildi faðirinn láta
tengdaföður sinn vita sem fyrst þessi gleðitíðindi. En hann þurfti að
síma þau; en þar sem hvert orð kostaði nokkuð, varð hann að hafa
simskeytið eins stuttort og frekast mátti verða. Þó vildi hann láta
• tengdaföður sinn vita, að dótturdóttir hefði fæðst á sjöunda timanum
og að hann mundi skrifa honum meira um þennan atburð seinna. Hann
orðaði því skeytið á þessa leið: „Sjöunda dóttir fædd, seinna meira.“
í náttúrufræðistíma.
Kennarinn: „Við erum nú búin að virða nagdýrin fyrir okkur. Þekkir
þú, Eirikur litli, nokkrar skepnur, sem eru alveg tannlausar?"
Eiríkur: „Já, kanaríufuglinn okkar, — og ánamaðkana, — og svo
hana ömmu mína.‘.‘
Jp| KRAUTCRIPAVERZLUN HALLDÓRS SIC-
V-> “V-J URÐSSONAR, Ingólfshvoli, er eina verslunin, sem
ekki þnrf aS auglýsa. pangað fara allir fyrst, fólkiS vcit að þvi
er jafnan velkomið að skoða vörurnar, þó að það kaupi efc/j>erf.
par er því sagt eins og er um gœði vörunnar, eftir því sem
hœgt er. Reynist einhver hlutur þaðan öðruvísi en sagt var, þá
farið þangað og fáið það bœtt. Verzlunin vill heldur verða
jyrir saðc,, en að kauPandinn verði það, hennar vegna. Aldrei
hejir verið þar jafnmikið af jólagjöfum og nú.