Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Side 66
GRÍSKA STAFRÓFIÐ
A a alfa I l jóta P P ró
B p beta K K, 7i kappa Z O.S sigma
r y gamma A \ lambda T X tá
A ð delta M P mí Y V ypsilon
E e,e epsiion N V ní <T> <j>, <p fí
Z t zeta E! ? ksí X X kí
H eta o o ómíkron V iji psí
0 e.fl þeta n Pí Q (0 ómega
REIKISTJÖRNURNAR
A eftir hverjum mánuði í dagatalinu (neðst á bls. 7,11 o.s.frv.) eru
töflur sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja björtustu reiki-
stjörnurnar. Skýringar við töflur þessar er að finna á bls. 3.
Teikningin á næstu síðu sýnir hvenær björtustu reikistjörnurnar eru
í hásuðri að sönnum sóltíma árið 2009. Sólin er alllaf í hásuðri kl. 12
að sönnum sóltíma, hvar sem er á landinu, og ferill hennar fylgir því
jaðri myndarinnar (hægri eða vinstri jaðrinum, sem báðir eru merktir
með „12“ ogeru írauninni sama línan). A myndinnikemur fram hvaða
afstöðu reikistjörnurnar hafa hver til annarrar á himinhvolfinu og hvar
þær eru miðað við sól. Pegar stjörnur eru vinstra megin á myndinni
eru þær á morgunhimni, en þegar þær eru hægra megin á myndinni
eru þær á kvöldhimni. Ef reikistjarna er á svæði sem merkt er „dimmt“
sést hún á dimmum himni. Sé hún á svæðinu sem merkt er „bjart“ er
hún annaðhvort mjög nærri sól eða kemur ekki upp í Reykjavík meðan
dimmt er. Ef markalína svæðanna er brotin lína merkir það að einhver
reikistjarnanna sést betur eða verr en ætla mætti af afstöðu hennar til
línunnar. Svigar um stjörnutákn merkja að stjarnan komi ekki upp í
Reykjavík.
Éf við viljum vita hvaða reikistjörnur muni sjást í nóvember, til dæmis,
Iítum við á þann reit sem liggur þvert yfir kortið og afmarkast af stöf-
unum NOV til vinstri og hægri. Pá sjáum við að lengst til vinstri, þ.e.
morgunmegin, er Venus. Hún er að nálgast sól og fer inn á svæðið sem
merkt er „bjart“ í mánaðarlok. Lengra frá sól eru Satúrnus og Mars
sem eru báðir morgunmegin og sjást því best þegar líður að morgni.
Hægra megin á myndinni er svo Júpíter sem er bjartasta kvöldstjarnan.
Lengst til hægri er Merkúríus, en hann er á bjarta svæðinu nærri sól og
sést því ekki.
Til frekari glöggvunar fer hér á eftir mánaðarlegt yfirlit um stöðu
þessara björtustu reikistjarna eins og þær munu sjást frá Islandi á árinu
2009. Stjörnurnar eru: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus.
Á eftir þessu yfirliti er svo fjallað sérstaklega um hinar daufari reiki-
stjörnur sem eru lengra frá sól: Uranus og Neptúnus.
(64)