Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 189
tonn (48.082), landað erlendis til bræðslu 5.115 tonn (11.962), á
markað til vinnslu innanlands 84.924 tonn (92.621), á markað
í gáma til útflutnings 8.642 tonn (10.513), sjófryst til end-
urvinnslu innanlands 1.552 tonn, selt úr skipi erlendis 703 tonn
(2.049), fiskeldi 403 tonn (460), annað 2.112 tonn (1.693).
Kvótinn
Við upphaf nýs fiskveiðiárs, 1. september, voru eftirtalin fyr-
irtæki með meiri en 10.000 tonna þorskígildiskvóta: HB Grandi
hf. Reykjavík 30.306 þorskígildistonn eða 10,06% af heild-
arkvótanum, Samherji hf. Akureyri 21.500 þorskígildistonn
eða 7,14% af heildarkvótanum, Brim hf. Reykjavík 21.079
þorskígildistonn eða 7,00% af heildarkvótanum, Þorbjörn hf
Grindavík 15.457 þorskígildistonn eða 5,13% af heildarkvót-
anum, Fisk-Seafood Sauðárkróki 13.526 þorskígiidistonn eða
4,49% af heildarkvótanum, Vísir hf. Grindavík 12.909 þorsk-
ígildistonn eða 4,28% af heildarkvótanum, Vinnslustöðin hf.
Vestmannaeyjum 11.147 þorskígildistonn eða 3,70% af hcildar-
kvótanum og Rammi hf. Fjallabyggð 10.611 þorskígildistonn
eða 3,52% af heildarkvótanum. Alls höfðu 30 kvótahæstu fyrir-
tækin 73,84% af heildarkvótanum.
Kvótahæstu skipin voru Guðmundur í Nesi Reykjavík með
8.803 þorskígildistonn eða 2,92% af heildarkvótanum, Brimnes
Reykjavík 8.585 þorskígildistonn eða 2,85% af heildarkvót-
anum, Arnar Skagaströnd með 5.386 þorskígildistonn eða
1,79% af heildarkvótanum, Baldvin Njálsson Garði með 5.208
þorskígildistonn eða 1,73% af heildarkvótanum og Björgúlfur
Dalvík með 5.132 þorskígildistonn eða 1.70% af heildarkvót-
anum. Tvö kvótahæstu skipin eru í eigu Brims hf.
Eignatilfœrslur í útgerð og fisksölu
í byrjun janúar var tilkynnt, að HB Grandi hf. ætlaði að selja
nýstofnuðu dótturfélagi sínu, Atlantic Pelagic B.V í Hollandi,
stærsta skip sitt Engey. Allri áhöfninni var sagt upp og greint frá
því, að skipið yrði sent á makríl- og sardiníuveiðar við strendur
Máretaníu.
(187)