Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Side 178
stjórnin naut fylgis 78,0% landsmanna og fylgi flokkanna var
þannig: Sjálfstæðisflokkur 39,0%, Samfylkingin 31,0%,Vinstri
grænir 17,0%, Framsóknarflokkur 8,0% og Frjálslyndir 4,0%.
Breytingar urðu á forystu Framsóknarflokksins skömmu eftir
kosningar. Jón Sigurðsson lét af formennsku í maí, enda hafði
hann ekki náð kjöri til þings. Varaformaðurinn, Guðni Agústs-
son, tók við formennskunni og á miðstjórnarfundi flokksins 10.
júní var Valgerður Sverrisdóttir kosin varaformaður.
6. júlí tilkynnti Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra
um mikla kvótaskerðingu á næsta fiskveiðiári, sem byrjaði 1.
september. Þorskafli skyldi verða 130.000 tonn, en hafði verið
193.000 tonn á næsta fiskveiðiári á undan. Boðaðar voru mót-
vægisaðgerðir svo sem að hafrannsóknir verði efldar og framlag
í verkefnissjóð sjávarútvegs tvöfaldað. Margir stjórnarandstæð-
ingar töldu skerðinguna of mikla og mótmæltu henni. Sama
gerðu útgerðarmenn og sjómenn víða um land. Þeir töldu þorsk-
gengd vera mikla á miðunum. 12. september tilkynnti síðan
ríkisstjórnin mótvægisaðgerðir sínar og beindust þær einkum að
þorpum, sem misst höfðu þorskkvóta. Stjórnarandstaðan taldi
aðgerðirnar léttvægar og sjómenn töldu sig ekkert fá.
Um miðjan ágúst urðu pólitískar deilur um endurskipulagn-
ingu ratsjármála við ísland, sem Islendingar urðu að taka við af
Bandaríkjamönnum. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar var sú, að
ratsjárkerfi yrði að reka áfram og yrði það í tengslum við kerfi
NATÓ þjóða á Norður-Atlantshafi. í framhaldi af þessu kynnti
utanríkisráðherra þá skoðun sína, að þörf væri á því sem kalla
mætti „ógnarmat" fyrir ísland.
í byrjun september var eini íslenski friðargæsluliðinn í Irak
kallaður heim samkvæmt ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur utanríkisráðherra. Þetta var talið táknrænt fyrir það, að
íslendingar hefðu hætt afskiptum af íraksmálum. Friðargæslu-
liðinn átti að fara heim innan fárra vikna. Geir H. Haarde
sagðist ekki mundu hafa kallað friðargæsluliðann heim.
Alþingi
Alþingi, 133. löggjafarþingið, kom saman að nýju 15. janúar.
Fyrsta vikan fór í umræður um RÚV málið. Þeim lauk
(176)