Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 207
vinnu. Atvinnuleysið var með þeim hætti, að 2,1% karla voru
atvinnulausir og 1,8% kvenna. Verst var ástand atvinnumála hjá
aldurshópnum 16-24 ára eða 6,2% atvinnuleysi.
3. janúar var undirritað samkomulag milli nýja félagsins
Flugstoða ohf. og flugumsjónarmanna. Deila hafði staðið frá
áramótum og snerist um lífeyrisréttindi flugumsjónarmanna
sem hættu að vera ríkisstarfsmenn um áramót og fóru til starfa
hjá Flugstoðum.
VÍSITÖLUR OG VERÐLAG
Vísitala neysluverðs hækkaði úr 266,9 stigum í ársbyrjun
2007 í 282,6 stig í ársbyrjun 2008. Verðbólga innan ársins 2007
var því 5,9%. Hún var 6,9% árið 2006, 4,4% árið 2005, 4,0%
árið 2004 og 2,4% árið 2003. Ársmeðaltal vísitölunnar hækkaði
úr 260,6 árið 2006 í 273,7 árið 2007. Verðbólga milli þessara
ára var því 5,0%. Hún var 6,8% milli áranna 2005 og 2006.
Verðbólga, mæld með 12 mánaða breytingum neysluverðs, var
um 7,0% í upphafi árs, lækkaði í 3,5% í ágúst en var komin í tæp
6,0% í árslok. Ef miðað er við þriggja mánaða hækkun, reikn-
aða til árs, var verðbólgan 1,0-3,0% í byrjun árs, en komst hæst
í um 10,0% í nóvember.
Eins og árin 2004 og 2005 vó húsnæðiskostnaður þyngst í
verðhækkunum innan ársins 2007. Þannig hækkaði neysluverð
án húsnæðis um 2,4% frá ársbyrjun 2007 til jafnlengdar 2008,
á meðan heildarvísitalan hækkaði um 5,9%. Húsnæðisverð dró
því verðbólguna upp um 3,5%. Sambærilegar verðbólgutölur
voru 6,9% með húsnæði og 6,0 % án húsnæðis 2006, 4,4% með
húsnæði og 1,0% án árið 2005 og 4,0% með og 2,1% án árið
2004. Áhrif húsnæðisverðs voru því með mesta móti 2007. Verð
á innfluttum vörum hækkaði um 2,6% innan árs 2007, en verð á
innlendum vörum lækkaði um 2,3%.
Skráningarvísitala krónunnar, sem mælir verð erlendra gjald-
miðla í krónum, lækkaði um 7,1% frá ársbyrjun til ársloka 2007.
Styrktist því gengi krónunnar um 7,7% innan ársins, en um 3,0%
milli ársmeðaltala. Krónan styrktist jafnt og þétt fram undir lok
júlí. Þá nam styrking frá áramótum 17,0%, veiktist aftur um
(205)