Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 211
voru fyrrverandi eiturlyfjasjúklingar til eftirmeðferðar. Byrgið
var rekið á kristilegum grundvelli og með styrk á fjárlögum.
í þessum þætti kom fram, að mikil fjármálaóreiða væri á
starfseminni. Einnig var fjallað um kynferðislega misbeitingu
Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins, á ungum
konum. Stofnuninni var lokað 15. janúar og ríkisendurskoðun
óskaði eftir lögreglurannsókn vegna meintra fjársvika upp
á tugi milljóna. Stjórnmálamenn töldu sig ekki bera ábyrgð
á starfsemi Byrgisins, en einkum hafði verið sótt að félags-
málaráðuneytinu vegna málsins.
Bœndasamtökin höfnuðu klámiðnaði. Um miðjan febrúar
spurðist, að fólk úr klámmyndaiðnaði erlendis ætlaði að hittast
á íslandi í mars. Mikið uppnám varð, og var heimsóknin rædd
á Alþingi og í borgarstjórn. Hópurinn ætlaði að gista á Hótel
Sögu, en Bændasamtökin, sem eiga hótelið, neituðu honum um
gistingu. Varð ekki af heimsókninni, en hótelið varð að greiða
einhverjar bætur.
Deilt um Hitaveitu Suðurnesja, I lok júní kom fram að Geysir
Green Energy vildi ná yfrráðum yfir Hitaveitu Suðurnesja. Af
því varð ekki vegna andstöðu á svæðinu. I byrjun júlí náðist
samkomulag um að Reykjanesbær eignaðist tæp 35,0% í Hita-
veitunni, GGE fengi 32,0%, Orkuveita Reykjavíkur 16,6%,
Hafnarfjarðarbær 15,4% og aðrir 1,2%.
Dýr listaverk. Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes
S. Kjarval var boðið upp og selt í Kaupmannahöfn 27. febrúar
á 1,3 milljónir danskra króna, sem svaraði þá með kostnaði til
um 25 milljóna fslenskra króna. - I mars var vatnslitamynd
eftir Ásgrím Jónsson slegin á 8,9 milljónir á uppboði Gallerís
Foldar.
Dýrt hús. Björgólfur Thor Björgólfsson festi í febrúar kaup
á húsinu Fríkirkjuvegi 11 fyrir 600 milljónir króna. Langafi
Björgólfs Thor Jensen lét byggja þetta hús um 1908.
Edda klofnar. I byrjun ágúst náðist samkomulag um kaup Máls
og Menningar á hlut Olafsfells ehf. (Björgólfs Guðmundssonar)
í Eddu útgáfu hf. Um er að ræða bókaútgáfu Eddu nema AB
en ekki bókaklúbba. Hús Máls og Menningar á Laugavegi 18
skyldi selja.
(209)