Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 177
Nýja ríkisstjórnin og forseti Islands við stjórnarborðið. F.v.:
Pórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján L. Möller, Guðlaugur
Þór Þórðarson, Björn Bjarnason, Arni M. Mathiesen, Geir H.
Haarde, Olafur Ragnar Grímsson forseti Islands, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinns-
son, Jóhanna Sigurðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
og Ossur Skarphéðinsson.
brigðisráðherra, Einar Karl Haraldsson hjá iðnaðarráðherra,
Hrannar B. Arnarsson hjá félagsmálaráðherra, Róbert Marshall
hjá samgönguráðherra, Jón Þór Sturluson hjá viðskiptaráðherra
og Anna Kristín Olafsdóttir hjá umhverfisráðherra.
Stjórnmálin eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar
Ríkisstjórnin naut mikils fylgis á fyrstu mánuðum sínum
og í skoðanakönnun í júlí var það 83,0% sem mun vera met.
Báðir stjórnarflokkarnir höfðu bætt við sig fylgi frá kosning-
unum, en stjórnarandstaðan ýmist stóð í stað eða tapaði fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 41,0% fylgi, Samfylkingin
var með 29,0%, Vinstri grænir 15,0%, Framsóknarflokkurinn
9,0%, Frjálslyndi flokkurinn 5,0% og íslandshreyfingin 1,0%.
- Undir lok ársins var staðan í skoðanakönnunum svipuð. Ríkis-
(175)