Bræðrabandið - 01.11.1977, Blaðsíða 2
BOÐSKAPUR FRA YFIRMÖNNUM
AÐALSAMTAKANNA
Hinn óstöðvandi straumur tímans hefur borið okkur að annarri bænaviku. Embættismenn
heimssambandsins biðja fyrir þessari sérstöku hátíð, þegar aðventsöfnuðirnir um heim allan
sameinast í bænagjörð, og biðja þess að hún verði meira en bara enn ein bænavika. Þessir
tímar stórviðburða sem við lifum á, krefjast mjög sérstakrar guðrækni, helgunar og hollustu
þeirra sem teljast til leifanna af Guðs fólki. Eftir því sem tákn tímanna halda áfram að koma
fram, verður okkur æ Ijósara að koma Drottins er í nánd.
Leiðtogunum við aðalstöðvar heimssambandsins er það mikið hjartans mál að allt fólk
Guðs sé reiðubúið að mæta Drottni. Nafnið Sjöunda dags aðventisti bendir heiminum á tvö
mikil sannleiksatriði: hið fyrra, að við höldum helgan sjöunda daginn sem hvíldardag; hið
síðara, að við trúum á endurkomu Jesú, Drottins okkar. Frumherjar okkar boðuðu
endurkomuna af krafti og sannfæringu. Nú, meir enn nokkru sinni áður ætti áköf
eftirvænting nálægrar endurkomu Krists að einkenna okkur sem fólk. Kristur kemur ekki
bara „einhvern tíma.“ Sannleikurinn er að hann kemur brátt. Það verður að sjást í lífi okkar
og starfi að þetta sé áríðandi. Við erum fólk sem höfum fengið ákveðinn skilafrest, Koma
Krists er í nánd. Við vitum ekki daginn né stundina, en við vitum að hann kemur brátt.
Spurningin sem beinist að okkur öllum er þessi: „Erum við undir það búin að Jesús komi?“
Komum við þannig fram í önnum dagsins eins og við tryðum því að Jesús komi brátt? Þetta
efni um endurkomuna og hinn nauðsynlega undirbúning sem henni fylgir ætti að hljóma út
yfir heiminn frá öllum ræðustólum aðventista. Við verðum að vera viðbúin og við verðum að
hjálpa öðrum að vera viðbúin.
Þetta liggur okkur á hjarta, embættismönnunum við aðalsamtökin, og því biðjum við alla
safnaðarmeðlimi að íhuga gaumgæfilega bænavikulestrana, en efni þeirra er „Verið ... viðbú-
in.“ Við biðjum þess, að boðskapur þeirra snerti hjörtu okkar og leiði okkur til iðrunar,
vakningar og siðbótar, er við búum okkur undir að mæta Drottni okkar.
Við bjóðum sérhverjum meðlimi fólks Guðs, hinna síðustu leifa, um heim allan að taka þátt
í þessari blessunarríku bænaviku.
Útgefendur: Aöventistar á íslandi.
BRÆÐRABANDIÐ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Siguröur Bjarnason. 0