Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.11.1977, Qupperneq 6

Bræðrabandið - 01.11.1977, Qupperneq 6
8) Hvaða þættir geta hafa valdið seinkuninni á endurkomu Krists? Tilvísanir. 1. Testimonies, 8. bindi, bls. 253. 2. Deilan mikla, bls. 348—353. 3. The Desire of Ages, bls. 832. 4. The SDA Bible Commentary, Ellen G. White Comments, á Lúk. 24, 39., bls. 1125. 5. Testimonies to Ministers, bls. 19. 6. The Desire of Ages, bls. 25,26. 7. The SDA Bible Commentary FHen G White Comments, á Post. 1, 11 bls. 1054. 8. Sama. 9. The Acts of the Apostles, bls 33. 10. Testimonies to Ministers, bls. 391 11. Deilan mikla, bls. 667, 668. 12. Christ's Object Lessons, bls. 421. 13. REVIEW AND HERALD, 22. okt., 1908. 14. Testimonies to Ministers, bls. 21. 15. Deilan mikla, bls. 674, 675. 16. Sama, bls. 675,676. 17. REVIEW AND HERALD, 7. maí, 1889. 18. Sama, 3. sept., 1903. 19. Sama, 3. jan., 1907 Sunnudagur, 30. október FULL VISSAN UM ENDURKOMUNA cN Eftir D. K. Bazarra. Það er alvarleg staðreynd að við erum ekki á himnum í dag, vegna þess að við erum ekki reiðubúin. Guði sé þökk fyrir það að Biblían segir okkur hvernig hinir síðustu dagar muni verða. Pétur, einn af postulunum 12, segir okkur að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar með spotti, er fram- ganga eftir eigin girndum og segja: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar." (2. Pét. 3, 3. 4.). Þessi spádómur er að rætast á okkar dögum. Það virðist sem margir líti á það sem merki um yfirburð- ar-vísindamennsku og sönnun þess að viðkomandi tilheyri úrvali menntamanna að hæðast að Guði og loforðum hans. Þótt slíkt hryggi okkur ætti það ekki að koma okkur á óvart, því Pétur hefur varað okkur við því að þetta sé eitt af táknum endalokanna. Vaxandi hópur spottara ætti miklu fremur að færa okkur heim sanninn um að hin blessaða von um endurkomu Drottins okkar Jesú, sem mun ná há- marki sínu í endurlausn okkar, sé nær en nokkru sinni fyrr. Afturkoma vantrúar og heiðni í þeim löndum er eitt sinn voru kristin, svo og í öðrum hlutum heims, er eitt af táknunum sem benda til sólseturs þessa gamla heims. Þessir hlutir fá að gerast til þess að vekja okkur og hjálpa okkur að leita betri heims — borgar sem Guð er smiður að og byggingarmeistari. Án nokkurs vafa eru þetta hinir síðustu dagar. Það er alvarleg staðreynd að við erum ekki á himnum í dag, vegna þess að við erum ekki reiðubúin. „Eg veit að hefði Guðs fólk varðveitt lifandi samband við hann, hefði það hlýtt orði hans, væri það núna í hinu himneska Kanaanlandi." — Ellen G. White, í Gener- al Conference Bulletin, 30. mars, 1903. „ Hin langa drungalega nótt reynir á; en morgninum er frestað í náð, því ef Meistarinn kæmi myndu svo margir reynast óviðbúnir. Ástæðan fyrir þessari miklu seink- un er sú að Guð er ófús að láta fólk sitt glatast." — Testimonies, 2. bindi, bls. 194. í náð sinni hefur Guð frestað endurkomu sonar síns, svo að þú og ég komist til iðrunar og mynd Guðs, sem er lyndiseinkunn Krists, nái fyllilega að myndast í okkur. Þá mun endirinn koma. Róstur og hnignun margfaldast með ógnvekjandi hraða og þúsundir á meðal Guðs fólks hrópa í bæn af hreinum hug, „Hversu lengi, ó Drottinn? Hversu lengi, ó Drottinn? Hversu lengi ætlar þú að bíða áður en þú veitir okkur þá lausn sem þú hefur lofaó fyrir munn þjóna þinna, spámannanna?“ Drottinn mun ekki hlýða á bænir fólks síns með kæruleysi. Drottinn segir, „Verið þolinmóð, treystið mér svolítið lengur; ég kem og mér dvelst ekki.“ Ástandið í heiminum núna krefst þess að Jesús hljóti að koma brátt. Höfudinntak Biblíunnar Bóksali var að selja bækur í áætlunarbíl. Hann snéri sér að einum farþeganna, Asíubúa, í von um að hann mundi reynast viðskiptavinur. Asíubúinn beindi þá máli sínu að hinum farþegunum og sagði, „Eg vil ekki kaupa þessa bók, því ég veit allt sem stendur í henni.“ Bóksalinn bað Asíubúann um að útskýra við hvað hann ætti með því að segja að hann vissi allt sem stæði í bókinni. Honum til undrunar sagði Asíubúinn, „Ef þetta er kristin bók þá segir hún frá einum manni, Jesú að nafni, og engu öðru.“ Já, höfuðinntak Biblíunnar er þessi maður, Jesús að nafni, og góðu tíðindin eru þau að hinn blessaði sonur Guðs kemur brátt aftur til þessarar jarðar. Endurkoma Jesú er svo mikilvæg að eitt af hverjum 20 versum í Nýja testamentinu er talið vera helgað því hlutverki að boða þá staðreynd að Jesús komi aftur til jarðarinnar. Drottinn sjálfur fullvissaði okkur skýrum orðum 6

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.