Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 7
að hann myndi koma aftur. Rétt áður en hann yfirgaf
þennan heim sagði hann lærisveinum sínum að
skelfast ekki. Trúið á Guð og trúið á mig“ (Jóh. 14,
1.). Þetta eru þýðingarmikil orð sem eiga rétt á
óskiptri athygli okkar. Hér virðist frelsarinn vera að
segja, Eins og þú trúir á tilveru og óumbreytanleika
lyndiseinkunnar Guðs, og það eru margar ástæður
fyrir því, hvers vegna þú ættir að trúa þessu, svo
skaltu og trúa á mig. Þessi orð voru inngangsorð hins
stórfengslegasta efnis — endurkomu Jesú. Við skul-
um lesa annað og þriðja vers þessa kafla til þess að
skilja hvað Jesú liggi á hjarta: „Ég (fer) burt að búa
yður stað. Og þegar ég er farinn burt og hefi búið
yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til
þess að þér séuð og þar sem ég er.“ Þetta loforð gaf
Kristur sjálfur, og við getum gert kröfu til þessa
loforðs. Ég trúi því. „Ég kem aftur.“ Endurkoma
Krists er dásamleg von, eina von heimsins. Jesús er
frelsari heimsins, eina von heimsins.
Á sama hátt
Annað loforð sem fullvissar okkur um þessa bless-
uðu von var gefið eftir að Jesús hafði farið með
lærisveinana til Olíufjallsins, ekki núna til þess að
bíða í bæn heldur til þess að stíga upp til föðurins á
himnum. Eftir að hafa kvatt þá var hann skyndilega
hrifinn upp frá þeim. Lærisveinarnir horfðu undrandi
til himins. Sá sem þeir höfðu lært að elska var tekinn
frá þeim. Sorgmæddir horfðu þeir á uppstigningu
Jesú. En Jesús sendi engla að hugga lærisveinana.
Skyndilega birtust þeim tveir menn í hvítum klæðum
er sögðu, „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til
himins? Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til
himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara
til himins." (Post. 1, 11.). Aftur sjáum við að Drott-
inn vildi að hans elskuðu lærisveinar yrðu huggaðir
með þessu dásamlega loforði. Og það hlýtur að hafa
verið lærisveinunum mikil fullvissa einmitt þá. „Ég
kem aftur.“ „Ég kem aftur,“ Loforðið er öruggt. Þetta
loforð hefur verið von Guðs fólks um árin.
Sem söfnuður höfum við gegnt forystuhlutverki í
því að aðvara heiminn um bráða endurkomu Krists í
þennan heim. Samt hafa 133 ár liðið síðan 1844 og
Drottinn er enn ókominn. Má vera að sumir velti því
nú fyrir sér hvort við séum ekki á villigötum í
eftirvæntingu okkar á brátt-komandi frelsara. Hvað
segir Biblían og Andi Spádómsins um hvenær megi
vænta endurkomunnar? Hefur seinkun átt sér stað?
Ef svo, nefnir Andi Spádómsins einhverja sérstaka
ástæðu fyrir seinkuninni? Þetta eru nokkrar þeirra
spurninga sem sumir okkar á meðal hafa reynt að
forðast til þess að hollusta okkar við áreiðanleik
hreyfingarinnar yrði ekki dregin í efa. Ef til vill hafa
einstaka óttast að horfast í augu við staðreyndirnar.
Seinkunin útskýrð
I svari sínu til ákveðinna gagnrýnenda árið 1883
gaf Ellen White grundvallarútskýringu á seinkuninni
og áreiðanleik endurkomu Drottins. Ein fullyrðing
sérstaklega, frá 1851, virtist gefa til kynna að endir
náðartímans væri á næstu grösum. „Ég sá að tími
Jesú í hinu allra helgasta var nærri því búinn og að
tíminn mun endast aðeins mjög stutta stund í
viðbót.“ — Early Writings, bls. 58.
En árin liðu og allur heimurinn varð starfssvið hins
vaxandi safnaðar Sjöunda dags aðventista, en að
boða boðskapinn öllum heiminum hefur alltaf virtst
ofar mannlegum hæfileikum og möguleikum. Nú var
fullyrðing Ellen White dregin í efa. Hvernig gat
Innblásturinn sagt að tíminn væri allt að því á enda
þegar áratugirnir liðu og heimsstarfið að því er virtist
ofvaxnara en nokkru sinni áður?
„Englar Guðs í boðskap sínum til manna segja ætíð
að tíminn sé mjög stuttur. Þannig hefur það ávallt
verið lagt fram fyrir mig. Rétt er það að tíminn hefur
haldið áfram lengur en við reiknuðum með á fyrstu
dögum þessa boðskapar. Frelsarinn kom ekki eins
fljótt og við höfðum vonað. En hefur orð Drottins
brugðist? Aldrei! Við skyldum minnast þess að bæði
loforð og aðvaranir Guðs eru skilyrðum háð.
„Guð hafði gefið fólki sínu verk að vinna á jörðinm.
Það átti að boða boðskap þriðja engilsins, það átti að
beina hugum hinna trúuðu að hinum himneska
helgidómi sem Kristur hafði gengið inn í til að
friðþægja fyrir fólk sitt. Það átti að vinna að hvíldar-
dagssiðbót. Það átti að fylla í skarðið í lögmáli Guðs.
Boðskapinn átti að boða hárri röddu svo allir íbúar
jarðarinnar gætu fengið aðvörunina. Fólk Guðs yrði
að hreinsa sálir sínar fyrir hlýðni við sannleikann, og
vera undir það búið að standa lýtalaust frammi fyrir
honum við komu hans.“ — Selected Messages, 1. bók,
bls. 67, 68.
Við spyrjum, „Hvenær kemur Jesús aftur?“ Ef til
vill ættum við að spyrja, „Hvenær getur hann komið
aftur?“ Við segjum að við séum að bíða eftir honum.
Væri ekki réttara að segja að hann sé að bíða eftir
okkur? Endurkoman hefði getað verið fyrir 1883.
„Hefðu endurkomusinnar (hinn mikli fjöldi sem
bjóst við komu Drottins árið 1844), eftir vonbrigðin
miklu 1844, haldið fast við trú sína og haldið áfram,
sameinaðir, þar sem forsjón Guðs opnaði leið, tekið
við boðskap þriðja engilsins og boðað hann í krafti
Heilags anda öllum heiminum, myndu þeir hafa séð
hjálpræði Guðs, Drottinn hefði unnið stórlega með
starfi þeirra, verkinu hefði verið lokið og Kristur
hefði þegar verið kominn að sækja sitt fólk til að veita
þeim launin.
„En á dögum efasemda og óvissu sem kom í kjölfar
vonbrigðanna misstu margir hinna aðvent-trúuðu trú
sína. Deilur og flokkadrættir komu inn. Meirihlutinn
(af Millerítahópnum) snérist í ræðu og riti gegn
hinum fáu sem fylgdu forsjón Guðs og tóku við
hvíldardagssiðbótinni og byrjuðu að boða boðskap
þriðja engilsins. Margir sem hefðu átt að verja tíma
sínum og talentum með það eitt fyrir augum að
aðvara heiminn, voru nú uppteknir við að berjast
gegn sannleikanum um hvíldardaginn, og þar af
leiðandi varð það nauðsynlegt fyrir málsvara hvíldar-
7