Bræðrabandið - 01.11.1977, Side 9
Mánudagur, 31. okt.
NÁLÆGÐ END URK OMUNNA R
Hvað líður tímanum á spádómsklukku Guðs?
En á klukku andlegrar reynslu þinnar?
Blaðamaður nokkur sem var að tala um framlag
ákveðins löggjafa í stjórnmálum sagði: „Hann veit
ekkert hvað tímanum líður. Klukkan hans er stopp
og hann vill hafa hlutina eins og þeir voru.“ Það sem
hann átti við var að þessi stjórnmálamaður gerði sér
ekki grein fyrir því sem var að gerast kring um hann.
Hann var ekki í sambandi við nútíðina eða framtíð-
ina. Hann virtist vera ánægður með hlutina eins og
þeir höfðu verið og gerði ekkert til að vera maður síns
tíma.
Þegar við lítum á heiminn í kring um okkur og
berum saman það sem við sjáum við spádóma Biblí-
unnar getum við spurt sjálf okkur: „Veit ég hvað
tímanum líður?“
Jesús gerði sér glögga grein fyrir tímanum og
hvernig hann tengdist messíasarhlutverki hans. Þegar
bræður hans hvöttu hann til að fara á ákveðna hátíð í
Jerúsalem svaraði Jesús: „Farið þér til hátíðarinnar;
ég fer ekki að sinni til þessarar hátíðar, því að minn
tími er enn ekki fullnaður." (Jóh. 7, 8). Stuttu síðar
þegar tíminn sýnilega var réttur fór Jesús til Jerúsal-
em.
í annað skipti, eftir að hafa deilt við fólkið, slapp
Jesús við fangelsun. „Þeir leituðust þá við að hand-
taka hann en enginn lagði hendur á hann því að
stund hans var enn ekki komin.“ (Jóh. 8, 30). Svo
lesum við h'ka í Jóh. 8, 20: „Þessi orð talaði hann hjá
fjárhirzlunni er hann var að kenna í helgidóminum
og enginn lagði hendur á hann því að stund hans var
enn ekki kornin." Þetta með tímann var mikilvægt
Jesú og messíasarhlutverki hans.
En takið nú eftir athyglisverðum og þýðingarmikl-
um orðum Krists síðar þegar hann talar við læri-
sveina sína. Þetta var rétt fyrir páska og Jesús sagði
við þá: „Farið til borgarinnar til manns nokkurs og
segið við hann: Meistarinn segir: Minn tími er í nánd;
hjá þér vil ég halda páska með lærisveinum mínum.“
(Matt. 26,18).
Nokkrum stundum síðar eftir hræðilegar þjáningar
í Getsemane sagði hann við lærisveina sína: „Sofið
þér áfram og hvílist. Það er nóg. Stundin er komin.
Sjá, mannssonurinn er framseldur í hendur syndar-
anna.“ (Markús 14, 41).
Dómsdagur nálgast
Hin mikla klukka Guðs gengur ennþá. Við færumst
nær dómsdegi. „Guð hefir þá séð í gegnum fingur við
tíðir vanvizkunnar, en nú boðar hann mönnunum að
þeir allir skuli alls staðar gjöra iðrun, með því að
hann hefir ákveðið dag, á hverjum hann mun láta
mann, sem hann hefir fyrirhugað, dæma heimsbygð-
ina með réttvísi, og hefir hann veitt öllum fullvissu
um það, með því að hann reisti hann frá dauðum.“
(Post. 17, 30. 31). Rannsóknardómurinn á himnum
fer nú fram. Þegar klukka Guðs sló gekk frelsari
okkar og meðalgöngumaður inn í hið allra helgasta í
helgidóminum á himnum. Síðan hefur dómurinn
verið í framkvæmd.
Þó svo að Guð vegna forvitundar sinnar vissi loka
niðurstöðu jarðsögunnar, hefur hann ekki sagt fyrir
dag endurkomunnar. Jesús sagði: „En um þann dag
og stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna
né sonurinn, heldur aðeins faðirinn einn.“ (Matt. 24,
36). Eftir upprisuna sagði Jesús hinum forvitnu
lærisveinum sínum: „Ekki er það yðar að vita tíma
eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs síns valdi.“ (Post.
1, 7). Þannig geta táknin aðeins bent okkur á hvenær
atburðurinn er nálægur, en ekki nákvæmlega á
stundina.
Því megum við ekki frá mannlegu sjónarmiði álíta
að endurkoman eigi sér stað á ákveðnum tíma sem
Guð hefur ákveðið, eins og það sé ekkert sem einstak-
lingurinn geti gert til að flýta eða seinka henni. Ellen
White segir að endurkomunni hafi verið „frestað.“
„Hin langa drungalega nótt er erfið en af náð er
morgninum frestað því ef meistarinn kæmi væru svo
margir óviðbúnir. Guð vill ekki að fólk hans farist og
er það ástæðan fyrir þessari löngu töf.“ Testimonies,
2. bindi, bls. 194. Engu að síður er lögð áhersla á
nálægð endurkomunnar: „En koma morgunsins til
hinna trúu og koma næturinnar til hinna ótrúu er
alveg á næstu grösum." Sama.
Hœgt er aó flýta endurkomunni.
Ellen White segir einnig: „Það eru forréttindi
sérhvers kristins einstaklings ekki aðeins að vænta
heldur og að flýta fyrir komu Drottins okkar Jesú
Krists (2. Pét. 3, 12).“ — COL, bls. 69. Frá þessum
sjónarhóli verðum við að rannsaka tákn komu Krists.
Nýlega sagði fyrrverandi þingkona og sendiherra
um glæpi í Bandaríkjunum: „Það hefur einnig ein-
kennt sjötta og sjöunda áratuginn að mikil aukning
hefur orðið varðandi alkóhólisma og eiturlyfja-
neyslu, sérstaklega meðal hinna ungu. ökumenn
9