Bræðrabandið - 01.11.1977, Qupperneq 13
arinnar mun verða þurrkuð út úr alheiminum um
alla eilífð.
Koma frelsarans í skýjum himinsins mun valda
ofsahræðslu og dauða meðal hinna óguðlegu. En
hinum réttlátu mun dagurinn færa gleði, hamingju
og lausn. Nú taka þeir við ríkinu. Hingað til hafa þeir
aðeins átt ríkið í vændum sem erfingjar en nú eru
þeir orðnir erfingjar (DM, bls. 323). Satan hefur ráðið
allt of lengi. Nú byrjar stjórn hinna réttlátu. Kristur
kemur í mætti og dýrð og þetta táknar lokasigur
hinna trúföstu.
Réttlátir burt numdir
Annar tilgangur endurkomu Krists er að nema
burt hina réttlátu sem lifa. Að nema burt þýðir
bókstaflega að flytja frá einum stað til annars! Hinir
heilögu sem lifa við endurkomuna munu verða fluttir
frá jörðunni til himins án þess að reyna hvað dauðinn
er. Guð hefur gefið sannanir fyrir mætti sínum og
vilja til að nema menn burt. Páll segir okkur að
„Fyrii trú \ ar Enok í burt numinn að eigi skyldi hann
dauðann líta og ekki var hann framar að finna af því
að Guð hafði numið hann í burt (Heb. 11, 5). Okkur
er sagt að „í þrjár aldir hafði hann(Enok) gengið með
Guði. Dag hvern hafði hann þráð nánara samband.
Sambandið varð nánara og nánara þar til Guð tók
hann til sín. Hann hafði staðið við þröskuld eilífðar-
innar, aðeins skref milli hans og lands hinna bless-
uðu. Nú opnuðust skrauthliðin, gangan með Guði,
sem hann hafði svo lengi sóst eftir á jörðunni, hélt
nú áfram og hann gekk gegn um hlið borgarinnar
helgu — fyrstur manna að fá inngang." — Patriarchs
and Prophets, bls. 87.
Elía er annað dæmi um mann burt numinn. Guð
nam hann ekki einungis burt heldur leyfði hann
Pétri, Jakob og Jóhannesi að sjá hann á ummyndun-
arfjallinu. Þannig eru Enok og Elía fulltrúar þeirra
sem verða lifandi á jörðunni við endurkomu Krists og
sem munu „umbreytast í einni svipan, á einu auga-
bragði, við hinn síðasta lúður“ (1. Kor. 15, 51. 52).
Fyrri upprisan
Enn annar tilgangur með endurkomunni er að
reisa við þá sem hafa dáið réttlátir. í rás alda og
árþúsunda hefur fangelsi dauðans hrifið til sín hina
heilögu einn eftir annan. Nú heyrist rödd konungs
þeirra og lífgjafa um alla jörðina, sem kallar þá til
nýs og eilífs lífs. Sjáið þá er þeir koma úr gröfunum
þróttmiklir og sterkir, hrópandi lofgjörð til konungs-
ins. Hlustið á þá er þeir hrópa sigurspurninguna:
„Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur
þinn.“ (1. Kor. 15, 55). Nú sameinast þeir hinum
réttlátu sem lifa, í mikilli skrúðgöngu til borgar hinna
endurleystu.
Þegar Páll ritaði fyrra bréf sitt til Þessalóníku-
manna hafði hann í huga að sumir hinna trúuðu
höfðu spurningar í huga varðandi örlög ástvina sem
dáið höfðu meðan þeir biðu endurkomunnar. Páll
sagði: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera
ókunnugt um þá sem sofnaðir eru til þess að þér séuð
ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef
vér trúum því, að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá
mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt honum
fram þá, sem sofnaðir eru; því að það segjum vér yður
og höfum fyrir orð Drottins að vér, sem lifum og
erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri
verða en hinir sofnuðu því að sjálfur Drottinn mun
með kalli með höfuðengils raust og með básúnu
Guðs, stíga niður af himni og þeir sem dánir eru í trú
á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem
lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í
skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan
munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því
her annan með þessum orðum.“ (1. Þess. 4,13—18).
Þvílík huggun! Engu máli skiptir hvort hinn trúaði
lifir eða er dáinn þegar Kristur kemur annað sinn, því
útkoman verður hin sama: Við munum verða hrifnir
burt saman til að mæta Drottni. Þetta er hin sæla
ráðstöfun fyrir alla trúaða, hvort sem þeir eru lifandi
eða dánir við endurkomu Drottins.
Við komu Drottins verður „lokasnerting ódauðleik-
ans“ framkvæmd á hinum heilögu (E. G. W. 18.
handrit, 1894). Ellen White talar um þessa reynslu
sem það að „klæðast ódauðlegri dýrð.“ Hinir heilögu
eru krýndir ódauðleikanum. Þeir umbreytast til
ódauðleika." Ódauðleikinn er „veittur“ þeim. Við
vinnum okkur ekki inn þessa dásamlegu reynslu, hún
er ekki keypt fyrir tilverknað manna, hún er ekki
árangur verka þó svo þau hafi verið góð. Þessi reynsla
er ókeypis og ótakmörkuð gjöf hins himneska föður
okkar.
Það er undursamlegt að Guð hefur séð svo um að
menn sem eiga að deyja geti öðlast ódauðleika. Fyrir
blóð Jesú Krists öðlumst við hina „sælu von.“ Páll
segir okkur að „hold og blóð getur eigi erft guðsríki,
eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann.“
(1. Kor. 15, 50). Hér uppfyllist tilgangur Guðs aftur.
Mannkynið er endurreist til hins syndlausa eðlis sem
Adam og Eva nutu fyrir syndafallið. Þar að auki er
líka fyrirheitið um að hið illa muni ekki uppvekjast
aftur. Þjónn Drottins segir okkur: „Þá mun allur
alheimurinn hafa orðið vitni að eðli og afleiðingu
syndarinnar. Og gjöreyðing hennar sem í upphafi
mundi hafa vakið ótta með englunum og hnekkt
virðingu Guðs, mun nú færa kærleik hans sigurinn og
staðfesta vegsemd hans fyrir alheiminum og íbúum
hans, sem munu með fögnuði gera vilja hans og
geyma lögmál hans í hjörtum sínum. Aldrei framar
mun hið illa upp vekjast. ... Sköpunarverkið verður
reynslunni ríkara og mun aldrei aftur láta snúa sér
frá trúnaði við hann, sem hefur sýnt eðli sitt vera
ómælisdjúp kærleika og ótæmandi visku.“ — DM,
bls. 521.
Einni spurningu er ósvarað. Munt þú, mun ég,
meðtaka áform Guðs og tilgang með okkur? Áform
hans munu uppfyllast. Vilt þú, vil ég, hjálpa til að
flytja fagnaðarerindið til sérhvers hluta heimsins svo
13