Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 17
kringumstæðnanna* vilja gjarnan að við trúum því að
sérhver maður sé sitt eigið úrskurðarvald. Enginn
hafi rétt til þess að segja öðrum fyrir varðandi staðal
hegðunar. En orð Drottins er staðall hegðunar okkar
og hin svo kallaða nýja siðfræði er ekkert annað en
gamli saurlifnaðurinn sem var velþekktur á dögum
postulans. „Hafið gát á yður, að þér látið eigi dragast
með af villu þverbrotinna manna og fallið frá yðar
eigin staðfestu."
Postulinn lýkur sínum áríðandi boðskap með
þessari hjartanlegu hvatningu: „En vaxið í náð og
þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Honum sé dýrðin bæði nú og til eilífðar dags. Amen.“
Og yið svörum innilega, af hjarta, Amen og Amen.
Til umrϚu
1) Hverja telur þú vera stærstu hindrunina á því
að við séuð fyllilega undir komu Drottins búin?
2) Hvernig getum við losað okkur við þessarar
hindranir?
3) Hvers vegna er það svo mikilvægt fyrir okkur að
rannsaka Guðs orð daglega og gaumgæfilega?
4) Hvaða stórkostlegum blekkingum verðum við
að mæta á síðustu dögum þessarar heimssögu?
5) Hvers konar söfnuður heldur þú að myndi best
hæfa nýjum meðlimum að sameinast?
6) Hvað getum við gert til þess að hafa þannig
söfnuð?
7) Hvernig er það hægt fyrir hinn kristna að vaxa í
náð og þekkingu á Kristi?
Fimmtudagur 3. nóvember
B OÐ UN END URKOMUNNA R
Ekkert minna en altækt útbreiðslustarf þarf
til á þessum alvarlegu tímum.
„Eitthvað sögulegt mun gerast hér.“ Þessi hrífandi
orð á auglýsingaskiltum um allt í Dallas, Texas, árið
1972. Samkvæmt frásögnum blaða og
annara fjölmiðla kom yfir 65.000 kristið æskufólk,
ásamt 10.000 kristnum leikmönnum frá 100 þjóðum
ýmist gangandi, hlaupandi, fljúgandi, hjólandi og „á
puttanum" til Dallas til þess að taka við
fyrirskipunum um aðgerðir til þess að snúa
heiminum til Krists fyrir 1980.
Verndari mótsins sagði í opnunarávarpi sínu:
„Flestir hinna kristnu og leiðtogar þeirra hafa ekki
tekið alvarlega skipun Drottins um að fara og kristna
allar þjóðir, að boða boðskapinn alls staðar. Við
höfum verið að fást við algjör aukaatriði.“
Viðstaddir svöruðu þessari áskorun með því að
heita því að vitna, ekki aðeins í öllum
Bandaríkjunum og Kanada og vinna að þjálfun og
hervæðingu allra afla safnaðanna, heldur í öllum
heiminum, og boða Krist alls staðar fyrir 1980.
Fyrir nítján hundruð árum stóð Jesús aðeins eitt.
skref frá sínu himneska hásæti, með takmarkalaust
vald, og gaf lærisveinum sínum tilskipunina og
áskorunina, „Farið því,“ sagði hann, „og kristnið allar
þjóðir" (Matt. 28, 18. 19.). „Farið út um allan
heiminn og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu."
(Mark. 16, 15.). Farið út í hvern krók og kima lands
ykkar; farið út til endimarka hins byggilega heims og
boðið komu hins blessaða Drottins. Til þess að
lærisveinarnir gripu hina raunverulegu þýðingu
áskorunarinnar voru orð þessarar miklu tilskipunar
endurtekin aftur og aftur.
Hver er ábyrgð okkar? „Það eru banvæn mistök,“
sagði systir White, „að álíta að sálnavinnandi starfið
sé eingöngu undir hinum vígða presti komið... Allir
sem taka við lífi Krists eru vígðir til þess að vinna að
sáluhjálp náungans." DA. bls. 822
17