Bræðrabandið - 01.11.1977, Blaðsíða 18
Boðberar endurkomunnar
Júdas segir að „Enok, sjöundi maður frá Adam,“
hafi boðað komu Krists í dýrð og með krafti. (Júdas
14, 15.). Job prédikaði og sagði, „Ég veit að lausnari
minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu.“
(Job 19, 25—27). Davíð boðaði endurkomuna, og
sagði, „Guð vor kemur og þegir ekki.“ (Sálm. 50, 3.).
Postulinn Páll lýsti hinum kristna manni sem
„bíðandi hinnar sælu vonar.“ (Tít. 2,13.).
Með postulasöfnuðinum hófst tímabil boðunar og
vitnisburðar sem gaf af sér ríkulega uppskeru sálna.
Söfnuðurinn hafði hleypt af stokkunum nýjum og
lífgandi trúarbrögðum. Þetta voru nýir tímar í
reynslu hans. Eftir hvítasunnuna fóru hinir trúuðu
inn á torgin, út á strætin og inn í musterin og boðuðu
sannleikann með sannfæringu og krafti.
Sálnavinnandi starf efldist mjög.
Hinir fyrstu aðventistar prédikuðu hvar sem
áheyrendur var að finna. Oft fór þetta fram eins og á
dögum postulasafnaðarins á einkaheimilum og
stundum úti í náttúrunni.
Hjarta William Millers brann af ákefð hinnar
nýfundnu trúar. Hann boðaði boðskapinn stað úr
stað knúinn guðlegum kærleika. Miller prédikaði í
tjaldi sem tók milli 3.000 og 4.000 manns í sæti. Eitt
sinn, þar sem ekki var völ á tjaldi, prédikaði hann í
„stórri járnbræðslu" (járnsteypusmiðju) sem tók um
5.000 manns. Hann prédikaði í vélsmiða salnum.
Hann boðaði endurkomuna af „þrepum
dómshússins" og í kirkju öldungakirkjunnar. í hvert
skipti söng fólkið endurkomusálma á leiðinni heim til
sín eftir samkomurnar. (Sjá Francis D. Nichol, The
Midnight Cry, bls. 114—120.).
Hið óslökkvandi áhugamál fyrstu frumherjanna
var að boða endurkomuna fjær og nær. J. N.
Loughborough varð kristinn ungur að árum og um
tvítugt heyrði hann greinargóða útleggingu á hinum
þrefalda boðskap 14. kafla Opinberunarbókarinnar.
Hann tók strax við honum og fór samstundis að boða
hann öðrum. Tveimur árum síðar var hann vígður og
aðalsamtökin völdu hann til þess að hefja
útbreiðslustarf á Kyrrahafsströndinni. Seinna var
hann sendur til Bretlandseyja að stjórna boðun
aðventboðskaparins þar. Þannig var helgunin og
hollustan hjá fyrstu frumherjunum við að boða
endurkomuna.
Vakin upp til að boða endurkomuna
Guð vakti upp hreyfingu Sjöunda-dags aðventista
til þess að boða endurkomuna. Ekki bara nokkrar
raddir hér og þar. Ekki bara tvo eða þrjá
útbreiðsluprédikara í sambandi eða samtökum, eins
og núverandi stefna er í sumum svæðum, heldur eins
og Ellen G. White hefur sagt: „Þjónar Guðs munu
hraða sér með upplýstar ásjónur og geislandi af
heilagri helgun frá einum stað til annars til þess að
flytja boðskapinn af himnum. Varnaðarorðin munu
hljóma þúsundrödduð um alla jörðina... Þannig
munu íbúar jarðarinnar verða leiddir til að taka
afstöðu sína.“ — Deilan mikla, bls. 639,
Leturbreyting B. L. A. Það er augljóst að ábyrgðin að
boða endurkomuna hvílir á sérhverjum presti, sér-
hverjum starfsmanni safnaðarins, sérhverjum leið-
toga, sérhverjum safnaðarmeðlim og sérhverju ung-
menni í söfnuðinum. Skipunin er, Farið og boðið
boðskapinn á opinberum samkomum, samkomum á
heimilum, í samskiptum við einstaklinga, bóksölu,
útbreiðslustarfi frá húsi til húss, og öllum greinum
kristinboðsstarfs.
Ef við raunverulega trúum á endurkomu Drottins,
ef við höfum trú og traust á boðskap okkar til
heimsins, ef við höfum eitthvað að segja, þá ættum
við að segja það núna. Við eigum að boða boðskapinn
skýrt og greinilega án þess að hika eða tvístíga. Engin
tvíræðni né óvissa má eiga sér stað því dýrmætar sálir
eru í veði og hættustund aldanna hefur skollið á. Nú
er tíminn fyrir presta, alla starfsmenn hverrar greinar
sem er, safnaðarmeðlimi, hvort sem þeir eru ungir eða
gamlir, að taka saman höndum og boða af fullvissu
hinn eilífa fagnaðarboðskap og skjóta endurkomu
frelsarans. Við erum að reyna fæðingarhríðir hins
komandi nýja heims — fæðingarhríðir komu Drottins
okkar og meistara. Við erum í heimi sem er að detta í
sundur — glötuðum heimi. Og það er kominn tími til
að rísa upp og skína! Við, meðlimir safnaðar hinna
síðustu leifa, verðum að ganga fram i einlægri og
ósvikinni trú á að Guð lýsi veginn. Við verðum að
ganga fram fyrir skjöldu knúin óstöðvandi hvöt til að
boða endurkomu frelsarans, hans sem er voldugur að
frelsa. Við verðum að fara út og benda syndurum á
„Guðs-lambið er ber synd heimsins.“ Sjöunda dags
aðventistar um allan heim ættu að hafa
auglýsingaskilti alls staðar þar sem segði að mesti
viðburður heimssögunnar væri um það bil að gerast
— hin skjóta endurkoma Drottins okkar og konungs.
Skipunin til safnaðarins sem þú ogég tilheyrum er
FARIÐ, og boðið aðvent-boðskapinn,
endurkomuboðskapinn, öllum heiminum í þessari
kynslóð. FARÐU til þeirra sem eru á heimilinu þínu
og í fjölskyldunni. FARÐU til þeirra meðlima
safnaðarins sem hafa helst úr lestinni. FARÐU til
þeirra í hvíldardagsskólanum sem eru niðurbeygðir.
FARÐU til nágranna þinna sem búa í myrkri og.
þarfnast Ijóss. FARÐU til þeirra sem hafa
sundurmarið hjarta og segðu þeim frá honum sem
kom til þess að lækna hina hrjáðu. FARÐU í
borgirnar sem aldrei hefur verið farið í, bæina,
eyjarnar og löndin því „margir eru við þröskuld
guðsríkis og bíða aðeins eftir að þeim verði safnað
inn.“ — The Acts of the Apostles, bls. 109. FARÐU
og láttu síðasta náðarkallið hljóma til hjálp-
ræðishátíðarinnar — síðasta boðið um að búa
sig undir hina dyrlegu endurkomu Drottins.
Ný vakning útbreiðslustarfs
Trúsystkini, það er kominn tími til að rísa upp!
Það er kominn tími til að hervæðast! Það er kominn
tími til að vinna sálir! Því það er áliðið!
18