Bræðrabandið - 01.11.1977, Síða 19
Fyrir sex árum vaknaði mikill áhugi hjá leiðtogum,
prestum og öðrum starfsmönnum og
safnaðarmeðlimum Mið-Ameríku að láta til skarar
skríða með boðun endurkomunnar. Þeir sáu „Ijós
heimsins, eitt af öðru, slokkna." Þeir sáu að hert var á
takmörkunum ýmissa þjóða Þeir fundu fyrir skertu
trúarbragðafrelsi. Þeir stóðu andspænis innanlands-
og alþjóða-róstum og ringulreið. Þeir ákváðu með sér
að tími væri kominn til fyrir hina „sofandi risa“
safnaðarins að vakna af svefni: að tími væri kominn
til að losa sig úr spennitreyju værðarinnar; að tími
væri kominn til að notfæra sér aðferðir og tæki sem
tækni nútímans gæfi kost á; og ganga djarfar fram en
nokkru sinni áður í að boða endurkomu okkar
blessaða Herra. Þeir ákváðu að „ganga fram; bæta við
nýjum svæðum; fara inn í ný svæði með tjald og boða
síðasta aðvörunarboðskapinn" þeim 74 löndum og
eyjum sem eru í Mið-Ameríku.
Saman tendruðum við sálnavinnandi eld — eld
sem myndi brenna í hjarta sérhvers starfsmanns og
sérhvers safnaðarmeðlims. Starfsmenn og leikmenn
tóku höndum saman um að boða endurkomuna af
meiri krafti en nokkurn tíma áður. Ungur
safnaðarmeðlimur fór inn í nýtt svæði að boða
fagnaðarerindið á sinn eigin einfalda hátt. Hann
byrjaði með stíft heimsóknarstarf. Hann hélt
samkomur á heimilum þar sem nokkrar fjölskyldur
komu saman, og hann deildi út ritum. I lok ársins var
búið að stofna söfnuð og 22 hópar héldu hvíldardag-
inn og glöddust í „hinni sælu von“ um skjóta komu
frelsarans. Á meðal þessara voru sex mótmælenda-
prédikarar sem eru núna helgaðir leikprédikarar.
I einum af menntaskólum okkar, smituðust
kennararnir og nemendurnir af útbreiðsluáhuganum.
Kennararnir skipulögðu nemendurna í 13
útbreiðsluhópa, héldu 22 stutta opinbera
samkomuflokka á árinu, skírðu yfir 400, og
skipulögðu tvo nýja söfnuði.
Trúfastir í ofsóknum
Einn safnaðarmeðlimur fór til bæjar þar sem
engan sal eða kirkju var að fá til að halda samkomur
í. Þarna var enginn Sjöunda dags aðventisti til þess
að hjálpa honum, svo hann fór að vinna með
hvítasunnufjölskyldu sem bjó þarna. I þessari
fjölskyldu voru nokkrar ungar stúlkur.
Leikmaðurinn bauð þeim að hjálpa sér við
samkomuhald sitt. Þær tóku því boði. Ein stjórnaði
sýningarvélinni, önnur vísaði til sætis og hinar
hjálpuðu á annan hátt. Söfnuóurinn sem þessi
fjölskylda tilheyrði fór að vinna gegn leikmanninum
og reyndi að fá fjölskylduna til þess að koma ekki
nálægt þessu starfi. En allt kom fyrir ekkert. í 30
daga var heimilið grýtt. í lok samkomuhaldsins voru
68 skírðir, þar á meðal hvítasunnu-fjölskyldan og
einstaklingarnir þrír sem höfðu grýtt húsið þeirra.
Á einu kristniboðssvæðinu sögðu skrif-
stofustúlkurnar — ungar stúlkur — að þær vildu
taka virkari þátt í sálnavinnandi starfinu. Þær
skipulögðu sinn eigin hóp og heimsóttu heimili á sinn
eigin hátt, deildu út ritum, rannsökuðu Biblíuna með
fólki, prédikuðu fjórum sinnum á viku, og
undirbjuggu, eftir átta vikna starf, 35 einstaklinga
undir skírn.
Einn prestur skrifaði að heilt þorp hefði tekið við
boðskap þriðja engilsins er hann og aðstoðarmenn
hans boðuðu endurkomuna. Allir tóku skírn, þar á
meðal þrír mótmælendasöfnuðir og prestar þeirra.
í einu landi, þar sem fólk okkar varð fyrir
ofsóknum fyrir nokkrum árum, unnu
safnaðarmeðlimirnir svo margar sálir að prestarnir
höfðu ekki undan að skíra. Stundum varð
skírnarathöfnin að fara fram við miðnætti.
Þegar allar „raddir“ safnaðarins sameinast rödd
prestanna í að boða endurkomuna mun Heilagur
Andi gefa þann kraft sem lofaður hefur verið, og
heiðarlegar sálir munu taka ákvörðun með Guði.
Nú er tíminn fyrir allan söfnuðinn að ganga fram
og vitna. Knýið dyra; heimsækið nágrannana; talið
við vini ykkar; setjið upp Biblíurannsókn á heimili
ykkar; prédikið opinberlega.
„Við höfum engan tíma til að dvelja við efni sem
hafa enga þýðingu. Við ættum að nota tíma okkar til
að boða sekum heimi síðasta náðarboðskapinn."
Testimonies, 8. bindi, bls. 36.
Fyrir nokkru bankaði Vottur Jehóva á dyr
Sjöundadags aðventista konu. Áður en hún opnaði
dyrnar bað hún manninn að segja til sín. Hann
svaraði að hann væri Vottur Jehóva og væri með
boðskap handa henni. Hún sagði þá, „Ég er
Sjöundadags aðventisti. Ég tilheyri söfnuði sem hefur
hinn sanna boðskap um endurkomu Jesú.“ Maðurinn
hrópaði þá til hennar, „Frú, ef þér raunverulega trúið
að þér hafið hinn sanna boðskap og einlæglega teljið
að þér hafið boðskapinn um skjóta endurkomu
frelsarans, hvers vegna eruð þér þá ekki hér úti að
knýja á dyr? Komið út, frú,“ krafðist hann, „og segið
fólkinu í byggðarlaginu að Jesús komi brátt og segið
því að búa sig undir að mæta honum.“
Kæru aðvent-trúsystkini, Drottinn er að bíða eftir
að allir starfsmenn safnaðarins og safnaðarmeðlimir
hrífist af skjótri endurkomu frelsarans og gangi út og
boði endurkomuna með líkama, sál og anda. Hann
er að bíða eftir að prestarnir, leiðtogarnir,
kennararnir, bóksalarnir, læknarnir,
hjúkrunarkonurnar, Biblíustarfskonurnar,
skrifstofustúlkurnar, safnaðarmeðlimirnir og
ungmennin taki höndum saman og fari með
aðventboðskapinn, endurkomuboðskapinn, að hvers
manns dyrum á þessari reikistjörnu í þessu fimm ára
tímabili. Ekkert minna en altækt útbreiðslustarf
dugir á þessum síðustu dögum. Sex þúsund ár horfa
á. Spámenn Biblíunnar og hinir fyrstu frumherjar
prédikuðu og hurfu svo í aldanna skaut. Við verðum
að taka við kyndlinum og boða aðvent-boðskapinn
öllum þjóðum. Við skulum eignast ósvikna vakningu
19