Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 20

Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 20
heimssafnaðarins þessa Bænaviku, biðja um kraft hvítasunnunnar og fara skjótt út og búa fólk undir endurkomu Drottins okkar og konungs. „Kom þú, Drottinn Jesú.“ Til umrœöu 1) Hvaða samband, nákvæmlega, er á milli loforðs Guðs um að „Gjöra upp reikning sinn á jörðinni, binda endi á hann og ljúka við hann í skyndi“ og ábyrgðar mannsins að hlýða hinni guðlegu skipun í Matt. 28,18—20? 2) í ljósi gífurlegrar fólksfjölgunar víða um heim, hvernig getur söfnuðurinn á fullnægjandi hátt uppfyllt guðlega köllun sína að boða fagnaðarerindið „sérhverri þjóð og kynkvísl og tungu og lýð“ (Op. 14, 6. 7 j? 3) Ræðið The Desire of Ages, bls. 818, 819; Christian Service, bls. 67, og Deiluna miklu, bls. 639, sem hugsanlegt svar við 2. spurningu. Hvernig er hægt að vekja, hvetja og hervæða alla safnaðarmeðlimina til fullrar samvinnu við prestana í að ljúka starfinu og flýta fyrir komu Krists? 4) Hvernig getur söfnuðurinn, á heimsvíðtækum mælikvarða, hrundið af stað fullri þátttöku leikmannanna með áherslu á slíkum aðferðum sem Biblíurannsókn, dreifing á ritum, vitnisburði frá húsi til húss, hjálparstarfsemi í byggðarlaginu? Gæti vöntun á slíkri altækri þátttöku seinkað komu Drottins ófyrirsjáanlega? 5) Ætti að líta á vitnisburðarstarf hins kristna sem nauðsynlegt skilyrði fyrir að verða meðlimur safnaðarins? Hvernig myndi það styrkja útbreiðslustarfið? 7) Ræðið Christian Service, bls. 72. Erum við sem söfnuður fyllilega helguð þessari tegund skipulags á kristnum vitnisburði? Föstudagur 4. nóvember VIÐB ÚIN END URKOMUNNI Eftir Desmond B. Hills í náð sinni og kærleika hefur Guð séð til þess að allir sem óska þess geti gengið inn í himininn. Þessa viku höfum við séð að endurkoman er aðlaðandi vegna þess að Jesús er miðdepill hennar örugg vegna þess að Guð ábyrgist hana í nánd vegna -.pádómlegra tákna sem sýna það algjör vegna þess að við erfum eilíft líf. Okkur hefur einnig oi'ðið ljóst að það er þörf á að búa sig undir endurkomuna og að það er okkar ábyrgð að boða hana. Ég hugsa gjarnan um endurkomuna sem dásamlegt mót. Við endurkomuna hittast konungurinn og þegnar hans, og fjölskyldur og foreldrar sameinast á ný og byrja gleðiríka samvist um eilífar aldir. Lesturinn síðasta hvíldardag lagði áherslu á þá staðreynd að miðdepill endurkomunnar er persóna — hinn dásamlegi Drottinn Jesús. Það er aðeins fyrir hann að nokkur maður getur verið viðbúinn endurkomunni. Við eigum ekkert í sjálfum okkur sem mælir með inngöngu okkar í ríkið. Við vitum að það er ekki hægt að kaupa aðgöngumiða né ávinna sér stað á himnum með eigin verkum. Sama bókin sem lýsir guðsríkinu fullvissar okkur um að innganga sé möguleg öllum sem þess óska. Pétur fullvissar hinn trúaða að honum sé „geymd á himnum“ (1. Pét. 1, 4) arfleifð. Himinninn er staður sem er búinn undir viðbúið fólk. Þegar Jesús var á þessari jörð sagði hann að hann færi burt að búa okkur stað. (Jóh. 14,1—3.). í óendanlegum kærleika sínum hefur Guð séð fyrir því í Jesú að allir geti orðið reistir upp frá dauðum eða ummyndaðir við endurkomuna. Hinsvegar neyðir Guð engan til þess að búa sig undir að ganga inn í guðsríkið. Þeir sem halda fast við syndina munu útilokast sjálfkrafa. Þeir einir sem kjósa Jesúm sem frelsara sinn og konung verða viðurkenndir af honum sem væntanlegir borgarar. Örlögin ákvarðast af vali en ekki tilviljun. 20

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.