Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.11.1977, Qupperneq 21

Bræðrabandið - 01.11.1977, Qupperneq 21
í hverri kynslóð hefur Guð séð fyrir vottum sem boðuðu sannleika þess tíma og hver skilyrðin væru fyrir inngöngu í guðsríkið. Á tímum Gamla Testamentisins voru ættfeður, t.d. Nói, spámenn t.d. Samúel og konungar t.d. Davíð. Þá var líka helgidómsþjónusta sem benti á frelsi fyrir guðslambið. Á tímum Nýja Testamentisins voru Jesús og postularnir. Eftir tímabil Nýja Testamentisins átti Guð líka sína votta. í okkar kynslóð heldur Guð áfram að vara íbúa jarðarinnar við, og hjálpa þeim að búa sig undir endurkomuna. Lítum á fjögur atriði: spádómleg hreyfing, hreinsandi boðskapur, persónulegur boðberi, hvítasunnu-prestþjónusta. Spádómleg hreyfing Guð hefur hrundið af stað spádómlegri hreyfingu á hinum síðustu dögum til þess að boða síðasta aðvörunarboðskapinn og til þess að sýna jarðarbúum hvers Guð krefjist af þeim svo að þeir séu viðbúnir endurkomunni sem í nánd er. Þrennt er það sem vitnar um guðlegan uppruna hreyfingarinnar: hún byrjaði nákvæmlega stundvíslega; hún er að uppfylla alþjóðlegt hlutverk sitt sem búið var að segja fyrir; og hún boðar þann boðskap sem búið var að segja fyrir. Fólk þessarar hreyfingar er kallað „leifarnar" í Ritningunni, sem er jafnvissulega hluti af kirkjunni um allar aldir eins og söfnuðurinn á dögum postulanna. Þetta er ekki nýr félagsskapur heldur framhald safnaðarins í eyðimörkinni og safnaðarins á tímabili Nýja testamentisins. Söfnuður leifanna mun sigra. Opinberarinn Jóhannes lýsir því yfir að boðskap englanna þriggja eigi að boða „Sérhverri þjóð, og kynkvísl og tungu og lýð.“ (Op. 14, 6). Þjónn Drottins segir: „Engillinn, sem tekur undir boðskap þriðja engilsins, á að lýsa öllum heiminum með dýrð sinni. Hér er greint frá starfi, sem mun gæta um veröldina alla og máttur þess mun verða áhrifamikill. Endurkomuhreyfingin frá 1840—44 var dýrleg staðfesting á valdi Guðs. Boðskapur fyrsta engilsins náði til allra trúboðsstöðva í veröldinni, og í sumum löndum varð meiri trúarvakning en orðið hefur í nokkru landi síðan í siðbót sextándu aldar, en hin volduga hreyfing, sem rís af síðasta boðskap þriðja engilsins, mun taka henni fram.“ — Deilan mikla, bls. 638. Spádómlega hreyfingin sem Guð hefur hi’undið af stað til þess að búa heiminn undir komu Drottins mun koma ætlunarverki sínu til leiðar: Sannleikurinn mun sigra siðvenjur. Hið góða mun sigra hið illa. Guð mun sigra gullið. Manns-sonurinn mun hrósa sigri yfir syndum mannanna. Ást á skaparanum mun verða ofar ást á hinu skapaða. Ljósmyndari við stórt dagblað tók við dagskipan sinni og hljóp að bíl sínum og flýtti sér af stað. Hann hafði ekki unnið lengi við þetta blað og var að reyna að skapa sér gott álit. Hann varð svo niðursokkinn í að horfa í kring um sig að hann lenti í harkalegum árekstri við bíl sem kom á móti honum. Hann var rauður í framan þegar lögreglan kom á vettvang, og einnig ljósmyndarar sem fóru að taka myndir. Verkefni hans þennan dag hafði verið að taka myndir sem nota átti á stór spjöld um að gæta ávallt fyrst og fremst fyllsta öryggis. Aö setja upp skilti um öryggi Hversu svipar þessu ekki til margra í Aðventsöfnuðinum. Þeim er falið af Drottni Jesú Kristi að kynna hann heiminum svo að karlar og konur geti fundið fulla frelsun. Þeir eru sendir til þess að reisa upp „skilti um öryggi," til að vara fólk við komandi eyðingu. Skiltið sýnir boðskap englanna þriggja í Op. 14, 6—12. Þetta er síðasta aðvörunarskilti Guðs handa þessum heimi. Aðventistar hinsvegar, á leið sinni eftir þjóðvegi lífsins, fá oft mikinn áhuga á því sem er að sjá í umhverfinu, í stað þess að leggja alla kraftana í starfið sem þeim hefur verið falið. Þeir dást að landslaginu — skemmtunum og fýsnum heimsins, félagsskap heimsins, stöðum í heiminum. Það virðist sem a.m.k. sumir sem játa sig vera fylgjendur Krists hafi ákveðið að njóta þess sem þessum heimi tilheyrir um stund áður en þeir taka til við af alvöru undirbúning undir komu Krists. Aðrir játa að þeir vanrækji að byggja sig upp með andlegum stundum og persónulegri guðrækni, og enn aðrir halda fast við ýmsar venjur sem eru þeim kærar, þótt þeir viti að þessar venjur stöðva vöxtinn „í Kristi.“ Ef við fáum of mikinn áhuga á skemmtunum og lystisemdum þessa lífs, verðum of kærulaus um andlegan vöxt, eða of löt í kristniboðsstarfi okkar, þá stefnum við beint í árekstur. Rétt eins og ljósmyndarinn lenti í árekstri við vinnu sína getum við rekist á heiminn í erindagjörðum konungsins. Ef til vill hafa einhverjir lent í harkalegum árekstri við eðli holdsins og óska eftir að komast hjá öðru slíku slysi. Allir þeir sem rannsaka orðið og skilja tímana sem við lifum á þekkja þörfina á að vaka og biðja. Þeir sem sannarlega þekkja frelsarann eru að biðja, „Kom þú, Drottinn Jesú.“ Hreinsandi boðskapur Hið annað sem Guð hefur gefið fólki sínu til að hjálpa því að búa sig undir endurkomuna er hreinsandi boðskapur. Boðberanum er lýst sem „vottinum trúa og sanna“ og er enginn annar en Jesús sjálfur. Boðskapurinn er skráður í Opinberunarbókinni 3, 15—20 af Jóhannesi, og er þekktur sem Laódíkeuboðskapurinn. Um þetta segir Robert H. Pierson, formaður aðalsamtakanna, „Við sjáum í þessum orðum alvarlega áminningu, fagurt heimboð, dásamlega 21

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.