Bræðrabandið - 01.11.1977, Side 26

Bræðrabandið - 01.11.1977, Side 26
letrað, og í öllum birtast auðæfi máttar hans. „Og er eilífðarárin líða fram, munu þau færa mönnunum enn dýrlegri opinberanir um Guð og um Krist. Eins og þekkingin er framsækin, þá mun kærleikur, virðing og hamingja vaxa. Því meira sem menn læra um Guð, þeim mun meiri verður aðdáunin á eðli hans. Þegar Jesús opinberar þeim auðæfi endurlausnarinnar og hið dásamlega afreksverk í hinni miklu deilu við Satan, þá munu hjörtu hinna endurleystu fagna í enn heitari hrifningu og frá sér numdir munu þeir slá gullhörpurnar og tíu þúsund sinnum tíu þúsundir og þúsundir þúsunda radda munu fylla loftið máttugum lofsöngvum... „Hin mikla deila er til lykta leidd. Synd og syndarar eru ekki lengur til. Gjörvallur alheimurinn er hreinn orðinn. Eitt hjarta samlyndis og fagnaðar slær um óravíddir sköpunaraverksins. Frá honum, sem skóp allt, flæðir líf og ljós og fögnuður um öll svið hins endalausa geims. Frá hinni smæstu öreind til hinnar stærstu veraldar, kunngjörta allir hlutir, lifandi og dauðir, í skuggalausri fegurð sinni og fullkomna fögnuði, að Guð sé kærleikur.“ — Deilan mikla, bls. 707—708. Þegar við nú ljúkum þessari bænaviku langar mig til að koma með alvarlega hvatningu. Mig langar að hitta hvern einasta ykkar í þessu dýrlega landi „handan endurkomunnar". Ég er viss um að þið viljið vera þar. Hvert okkar verður þar vegna þess að við höfum kosið að vera þar, — ákveðið að vera þar, lagt áform um að vera þar! Nú er dagurinn til þess að sigrast á synd í lífi okkar fyrir kraft Anda Krists sem dvelur í okkur. Nú er dagurinn til þess að mynda lyndiseinkunnir sem munu gleðja hjarta frelsarans. Núna, þennan morgun, ef þú veist af synd í lífi þínu, viltu þá ekki koma með þá synd til Jesú, einmitt núna, og láta hann fyrirgefa þér og hreinsa þig? Viltu ekki núna hefja göngu með meistaranum á ný? Hér og nú er til reiðu hjálp og von um frið og fögnuð „handan endurkomunnar." Til umrœöu 1) Hvernig get ég flýtt fyrir endurkomu Krists? (The Acts of the Apostles, bls. 11; The Desire of Ages, bls. 633; Education, bls. 271; Evangelism, bls. 696, 697; Testimonies, 9. bindi bls. 58.) Boðskapur til safnaðarins bls. 63—69. 2) Get ég flýtt fyrir endurkomunni? Ef svo, hvernig? (The Acts of the Apostles, bls. 600; Testimonies, 6. bindi, bls. 475; Sama, 8. bindi, bls. 22.). 3) Hvað þýðir það þegar sagt er að Jesús muni koma sem þjófur að nóttu? (The Desire of Ages, bls. 635; Deilan mikla, bls. 384. 4) Hver mun verða afstaða fólks Guðs til endurkomunnar? (Messages to Young People, bls. 166; Early Writings, bls. 110; Deilan mikla, bls. 667—668.). 26

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.