Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 27
FRÉTTIR
BASAR í REYKJAVÍK
Systrafélagið Alfa £ Reykjavík
hélt basar að Hallveigarstöðum þann
9.október s.l. Mjög fallegir munir
voru á boðstólum og mikið úrval. Var
mikil aðsókn og seldust nær allir mun-
irnir sem sýnir að meira hefði selst
ef til hefði verið. Á basarnum seld t-
ist fyrir kr. 325.000.-
Nokkru fyrir 9.október var farið
að hringja að Hallveigarstöðum og
spyrja um basarinn. Synilega er beðið
eftir barsarnim þvi að hann er þekktur
fyrir að hafa á boðstólum vandaðar
vörur á sanngjörnu verði.
Þeir sem sendu vörur á basarinn
og hjálpuðu til við afgreiðslu eiga
þakkir skyldar. Starfsemi systranna
er veiga mikill þáttur í verki safn-
aðrins og verður það seint fullmetið.
DEILAN MIKLA
Áríðandi er að systkinin muni
eftir þessari bók og selji hana og
gefi. Útsöluverð bókarinnar er kr.
2800. Safnaðarsystkini sem kaupa
bókina hjá forlaginu fá hana á kr.
2100.
NÚ hefur verið tekin ákvörðun um
það að safnaðarsystkini geti fengið
bókina á kr. 1635 séu keypt 10 eintök
eða fleiri í einu. Er þetta gert til
að örva systkini til að gefa bókina
og stuðla þannig að dreifingu þessarar
þýðingarmiklu bókar.
DESIRE OF AGES
Ákveðið hefur verið að þýða bók
E.G.W Desire of Ages sem fjallar um
ævi Jesú Krists. Verkið er hafið og
vinnur það Gissur Ó.Erlingsson sá
sami sem þýddi Deiluna miklu.
VESTMANNAEYJAR
Föstudaginn 14.október hefjast £
Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum opin-
berar samkomur sem standa munu nokkrar
vikur. Steinþór ÞÓrðarson og fleiri
munu tala og ungt fólk frá fastalandi
mun aðstoða eyjaskeggja í söng og öðru
er að samkomuhaldi lýtur. Söfnuðinum
í Vestmannaeyjum barst góð gjöf á
liðnu vori er þeirri fjárhæð varið í
að standa straum af kostnaði við sam-
komurnar.
BÆNAVIKAN
Þetta eintak Bræðrabandsins er
helgað bænavikunni sem stendur yfir
29.október til 5.nóveniber. Lestrarn-
ir verða lesnir í öllum söfnuðum á
auglýstum samkomutíma. Systkinin
eru hvött til að sækja þessar andlegu
stundir til að hlýða á þann boðskap
sem undirbúinn hefur verið og leita
Guðs £ bæn.
Börn Guðs þurfa á þv£ að halda
að fara afs£ðis og njóta samvista
við Guð. Bænavikan er til þess að
minna okkur á andleg verðmæti og nauð-
syn okkar á samfélagi við frelsarann.
Andi spádómsins hvetur okkur til "að
leggja hart að okkur að sækja samkomur
Guðs barna." Það gefur til kynna að
börn Guðs ættu ávallt að sækja sam-
komur safnaðarins nema sérstakar
ástæður séu fyrir hendi.
Á þessari "yfirstandandi vondu
öld" þurfum við sannarlega á bænaviku
að halda sem færir okkur andlega
vakningu.
S.B.
AUKA-AÐALFUN DUR
Stjórn Samtaka Sjöunda dags
aðventista á íslandi boðar hér með
til auka-aðalfundar um elliheimilis-
málið. Fundurinn hefst £ Aðvent-
kirkjunni Reykjav£k hv£ldardaginn 10.
desember kl.15. Söfnuðirnir eru
beðnir að senda fulltrúalista til
ritara, Ólafs Kristinssonar, eigi s£ðar
en l.desember n.k. Sömu reglur gilda
\mi fulltrúafjölda sem um venjulegan
aðalfund væri að ræða.
JÓLAGJÖF TIL STARFSINS INNANLANDS
Samtökin eru með £ undirbúningi
útgáfu nýrra barnalex£a fyrir hv£ldar-
dagsskólann. Verða þær gefnar út
prentaðar, myndskreyttar og £ bókar-
formi. Útgáfa þessi verður að sjálf-
sögðu dýr vegna fárra útgefinna ein-
taka. Ákveðið hefur verið að fórnin
17.desember renni til þessarar útgáfu.
27