Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 2
í upphafi árs stöndum við á vega-
mótum. Að baki er árið 1977. Þar er
skráð saga sem við getum ekki breytt
- glötuð tækifæri, brostnar vonir
en líka sigrar fyrir náð Krists.
Framtindan er árið 1978. Þegar við
horfum þangað minnvimst við orða spá-
mannsins: "Það eru engin takmörk
fyrir nytsemi þess manns sem ýtir
eigin vilja til hliðar og gefior Heilög-
um anda svigrúm til að verka á hjarta
sitt og lifir algerlega Guði helguðu
lífi." Boðskapur til safnaðrins bls.110.
Þegar Páll postuli stóð sem við nú
á tímamótum í lífi sínu skrifaði hann:
"Ég gleymi því sem að baki er en seil-
ist eftir því sem fyrir framan er og
keppi þannig að markinu." Fil.3,14.
Engum finnst gott að vera gleyminn en
samt er gott að geta gleymt. Vissum
hlutimi má samt ekki gleyma: handleiðslu
Guðs, forsjón hans og umhyggju á liðnum
tíma. Við megum jafnvel ekki gleyma
mistökimi ef við mættum læra af þeim.
En ef við getum ekki tekist á við
vanda líðan'di stundar vegna þess að
við erum í sorg og sút yfir mistökum
og óförum fortíðarinnar væri betra að
vera gleyminn. Við gerðum vel við
áramót að lesa síðasta kaflann í
Veginum til Krists: Fögnuður í Drottni.
Það eru margar blikur á lofti í
íslensku þjóðlífi í dag. Margs konar
sjúkleikamerki hafa komið fram.
Spilling og glæpir virðast magnast.
Þjóðin lifir um efni fram og safnar
háum skuldaupphæðum. TÍmarnir munu
ekki batna. Minnumst þess að við
lifum á einu hættulegasta skeiði sög-
unnar. Stórfelldar imnbreytingar eiga
sér stað í heiminum. Verðmætaskyn
manna breytist hratt. Breytingar sem
áður fyrr gerðust á heilli öld verða
nú á örfáum árum. Varpað er fyrir róða
reglum um siðferði og hegðun sem um
langan aldur hafa verið taldar eðli-
legar og sjálfsagðar. Það sem áður
var gert í skjóli nætur fer nú fram
í allra augsýn. Ofbeldi og voðaverk
setja mikinn svip á mannlegt líf. Ný og
ný vandamál skjóta upp kollinvun sem
ekki virðast vera á valdi manna að
leysa. Það er augljóst að við búum í
ráðvilltum heimi. Guðs orð hefur að
geyma svör við þeim vanda sem við er
að etja en mannkynið vill ekki hlíta
leiðsögn Drottins.
2