Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.01.1978, Blaðsíða 10
\ yfir þá. "Og konungar jaröarinnar og gæðingarnir og hersveitarforingjarnir og auðmennirnir og makarmennirnir og hver þræll og þegn fálu sig í hellum og í hömrum fjalla. Og þeir segja við fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss, og felið oss fyrir ásjónu hans,sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambs- ins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?" (Op.6,15.16). Hefur nokkur áður séð svo skelfi- lega sjón? Aldrei.' Hefur nokkur áður heyrt svo lamandi hljóma? Aldreií Hinir óguðlegu eru svo yfir sig komnir yfir því sem þeir sjá og heyra að þeir ' biðja fjöllin að hylja sig. Og þá mun básúnan hljóma. " Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans útvöldum frá áttunum fjórum, himinsendanna á milli." (Matt.24,31). Á öðrum stað segir Páll: "Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu auga- bragði, við hinn síðasta lúður, því að lúðurinn mun gjalla, og hinir dauðu munu upp rísa óforgengilegir, og~vér munum umbreytast" (1.Kor.51.52). EKKI "TVÆR" ENDURKOMUR Þeir sem halda fram kenningunni irni það að Guðs börn verði hrifin leynilega segja að nokkrum árum eftir að Kristur komi leynilega og hrífi hina réttlátu í burtu muni hann koma í dýrð. En Biblían talar hvergi um tvær endurkomur. Það er ein endurkoma og hún fer fram fyrir opnum tjöldum. Hún verður svo vel sýnileg öllum að það yrði útilokað að vera á lífi og ekki að sjá hana. Aldrei í sögunni verður eins mikil dýrð eins og við endurkomuna. Dýrð Guðs er svo skær að hún mun eyða óguð- legum. Hugmyndin um leynilega komu og "dýrðaropinberun" á eftir er algjör- lega óbiblíuleg. Það er ein dýrleg endurkoma. "Og þá munu menn sjá manns- soninn komandi í skýjum með miklum mætti og dýrð. Og þá mun hann senda út englana og hann mun safna saman sínum útvöldum frá áttunum f jórxam, frá endimörkum jarðar til endimarka himins." (Mark.13,26.27). Guðs börn verða sannarlega hrifin í burt og aörir skildir eftir. En eins og við höfum séð verður þetta ekki leynilegur atburður. Hann verður gerður í augsýn alls mannkynsins og alls alheimsins. Það þýðingarmesta hvað okkur snertir er að vera tilbúin fyrir þennan viðburð. Þetta mun verða upphaf dásamlegrar fram- tiðar fyrir alla þá sem verða tilbúnir. Þeir munu eiga hlut í endurkomunni fyrir augsýn allra. Þeir eru hrifnir upp frá jörðinni til þess að hitta Drottin. í loftinu og verða teknir til himins. Og síðan munu þeir verða með Drottni alla tíma. * "Við þurfum að læra það að eftir- látssemi við matarlystina er stærsta hindrunin fyrir andlegum þroska og helgun sálarinnar." bls.45. "Engin sem játar guðrækni ætti að vera hiröulaus xom heilsu líkamans eða blekkja sig með því að bindindis- leysi sé engin synd og hafi engin áhrif á andlegt líf þeirra. Náin tengsl eru á milli hins líkamlega og siðferðilega eðlis." bls.62. "Guð ætlast til að mikil áhersla sé lögð á heilsuumbót og að það sé efni sem almenningur sé hvattur til að athuga því það er ómögulegt fyrir fólk meðan það heldur í syndugar og heilsu- spillandi venjur sínar að greina heilagan sannleika sem á að helga það, göfga og fága og vera gert hæft fyrir samfélag heilagra engla." bls.70 Þar sem vaknaður er mikill áhugi fyrir heilsusamlegu lífi ættu aðventist- ar að veita heilsuiambót meiri athygli með því að lifa hana og boða hana. Ef söfnuðurinn sýndi meiri áhuga á þeim oombótiam sem Guð sjálfur leitast við að nota til þess að gera hann hæfan fyrir komu sína mundi áhrif hans vera miklu meiri en þau nú eru... Satan og árar hans eru að leitast við að hindra þetta siðbótastarf og munu gera allt sem þeir geta til þess að valda þeim óþægindum og vandræðum sem af hjarta taka þátt í því. Samt ætti enginn að missa kjarkinn yfir þessu eða hætta viðleitni sinni sökum þess.... fylgjendior Krists ættu ekki að tala um mistök eða vonbrigöi en fremur að minnast þess mikla gjalds sem greitt var til að bjarga manninum." Sama bók bls.76.77. * 10

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.