Bræðrabandið - 01.01.1978, Page 7
OG HEGÐUN
4-
KENNETH H. WOOD
Vitnisburður þessara tveggja
einstaklinga, Reed og Brown, er áhuga-
veður fyrir Sjöunda dags aðventista
sökvnn þess að um marga áratugi hefur
"heilsuumbót" verið hluti af boðskap
safnaðarins. Aðventistar hafa lýst
því yfir að það séu skýr tengsl milli
ástands líkamans og ástands hugarins.
Þeir hafa kennt að einstaklingur sem
fylgir góðum heilsureglum sé betur fær
nm það að hugsa skýrt og skilja andlegan
sannleika en sá sem brýtur meginreglur
heilsunnar. Röksemd þeirra hefur verið
sú að líklegt er að góður magi og gott
skap fari saman og gagnstætt að
einstaklingur sem ertir maga sinn með
kryddi og ómeltanlegum efnum sé líkleg-
ur til að vera fyrtinn í lund. Aðvent-
istar hafa ekki látið á sig fá gagnrýni
þeirra sem hafa reynt að benda á að
áhersla aðventista á næringu og góðar
heilsuvenjur séu hjálpræði fyrir verk
og hafa þeir boðað kosti hvíldar,
hreins lofts, hreins vatns, jurtafæðis
og trausts á Guð. Góð heilsa og góð
hegðun eru náskyld hafa þeir sagt.
Afstaða aðventista til góðrar heilsu
byggist á þeirri hugsun að líta á alla
mannvéruna sem eina heild. SÚ afstaða
byggist aftur á Ritningunni. Þó að
Biblían segi ekki mikið um sambandið
á milli líkamlegrar og andlegrar heilsu
gerir hún það ljóst að einstaklingurinn
er ein órofa heild og að Guð varðar um
það hvernig við meðhöndlum líkama okkar.
Þegar Páll postuli skrifaði til
Korintimianna um illar afleiðingar hór-
dóms sagði hcinn: "Vitið þér ekki að
líkamir yðar eru limir Krists?... eða
vitið þér ekki að líkami yðar er
musteri Heilags anda í yður sem þér
hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar
eigin, því að þér eru verði keyptir.
Vegsamið því Guð í líkama yðar" (l.Kor.
6,15-20).
Síðar í sama bréfinu skrifar Páll:
"Hvort sem þér því etið eða drekkið
eða hvað sem þér gjörið þá gjörið það
allt Guði til dýrðar" (10,31).Við
Rómverjana sagði hann: "Svo áminni ég
yður, bræður, að þér vegna miskunnar
Guðs bjóðið fram líkami yðar að lifandi
heilagri, Guði þóknanlegri fórn og er
það skynsamleg guðsdýrkun af yðar
hendi."(Róm.12,1).
1 ljósi þessara ráðlegginga geta
kristnir menn ekki með góðri samvisku
látið undan spilltri matarlyst,
valdið líkamskerfinu erfiðleikum með því
að neyta sykurs og fitu, drekka
áfenga diykki og reykja, ofþyngt
huga sínum, hjarta og taugum eða
gert neitt það sem skaðar heilsuna.
FYLLRI VITNESKJA UM MEGINREGLUR
í kærleika sínum og náð hefur Guð
fyrir Ellen G.White veitt síðustu
kynslóð manna fyllri vitneskju um
höfuðmeginreglur heilsusamlegra
lifnaðarhátta eins og þær eru gefnar
í Ritni'ngunni og gert lýðum ljóst
það nána samband sem er á milli mataræð-
is og hegðunar. Takið eftir þessum
setningum úr bókinni Counsels on Diet
and Foods (Ráðleggingar um mataræði
og fæðu): "Eftirlátssemi við matar-
lystina er orsök ágreinings, deilu
og ósamlyndis og margs annars ills.
Menn eru óþolinmóðir í tali, óvingjarn-
legir í framkomu og óheiðarlegir í
líferni sínu og láta eftir ástríðum
sínum og allt þetta vegna þess að
taugar heilans eru sjúkar sökum þess
að maganum hafði verið misboðið."
7