Bræðrabandið - 01.01.1978, Page 8

Bræðrabandið - 01.01.1978, Page 8
VERÐA GUÐS BÖRN ] Eftir DALLAS YOUNCS HANN MUN KOMA EINS OG HANN FÓR. LffiRISVEINARNIR SÁU HANN FARA OG VIÐ MUNUM SJÁ HANN KOMA AFTUR Á SKÝJUM HIMINSINS í fyrra Þessalóníkubréfi 4,17 er sagt að Guðs börn verði "hrifin" upp til himins við endurkomu Krists. Sumir vilja halda því fram að í þessari ritningargrein sé það kennt að Kristur muni koma leynilega og "hrífa" frá jörð- unni þá sem hann hefur valið og fara með þá til himins. FÓlk sem skilið er eftir muni ekki vita um þetta fyrr en ástvina,vina eða nágranna er saknað. Þeir segja að Matteus 24,40 og 41 nefni slíkan viðburð:"þá munu tveir vera á akri, annar er tekinn en hinn skilinn eftir. Tvær munu mala í kvörn önnur er tekin og hin skilin eftir." Guðs börn verða"hrifin" við komu Jesú en það verður ekki á leynilegan hátt. Þá mun annar verða tekinn og hinn skilinn eftir. En það er enginn vafi á því að það verður gert í fullu Dallas Youngs er fyrrverandi ritstjóri, rithöfundur og prestur sem nú er hættur störfuum en býr í Takoma Park í Maryland í Bandaríkjunum. Grein úr Review 17.nóv.l977 ljósi guðlegrar dýrðar og í augsýn bæði réttlátra og ranglátra. Aðskilnaður er nauðsynlegur nema þvx aðeins að Jesús við komu sína ætli að taka hvern einstakling til himins. Sagði ekki Jesú að hveitið og illgresið mundu vaxa saman til korn- skuðarins? Já, hann gerði það. Upp- skeran mun verða hinn mikli aðskilnaður. Hinum réttlátu mun verða safnað saman í ríki Krists en hinum óguðlegu verður brennt (Sjá Matt.13,24-30). "Þannig mun verða við endi veraldar. Englarnir munu fara út og skilja hina vondu menn frá hinum réttlátu og þeir munu kasta þeim í eldsofninn og þar mun verða grátur og gnístran tanna." (49.50.vers) Hví mun Jesús ekki koma hljóðlega og "hrífa" einn hér og annan þar? Hví mun hann ekki gera það sem margir munu vilja að hann geri? Þannig hefur hann ekki áformað það. Fólk leggur ekki áform Guðs. Guð leggur sín eigin áform. 1 24.kapítula Matteusarguðspjalls segir Jesús okkur ekki aðeins hvernig hann muni ekki koma, heldur líka hvernig hann muni koma: "Ef einhver þá segir við yður: sjá, hér er Kristur eða hér, þá trúið því ekki. Því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn og þeir munu gera stór tákn og undur til þess að leiða í villu, ef verða mætti, jafnvel útvalda. Sjá, ég hefi sagt yður það fyrir. Ef þeir því segja við yður: 8

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.