Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 3
verður að víkja og vegurinn að verða ruddur svo að Guð geti tekið til starfa. Eldur Guðs á að koma niður yfir okkur ekki til að slökkva eldinn, heldur að gera öflugra bál kraftar í lífinu. Hvað eigum við að gera Hvað eigum við þá að gera? Okkur er sagt hvað ísrael gerði fyrrum þegar andlegt líf var um það bil að lognast út af. Hlýðið á: "Og ibúarnir í Kirjat-Jearím komu og sóttu örk Drottins og fluttu hana í hús Abínadabs á hæðinni og vigðu þeir Elesar son hans til þess að gæta arkar Drottins. Frá þeim degi er örkin kom til Kirjat-Jearím leið langur tími og urðu það tuttugu ár. Þá sneri allt ísraels hús sér til Drottins. Og Samúel sagði við allt ísraels hús: Ef þér viðjið snúa yður til Drottins af öllu hjarta, þá fjarlægið hin útlendu goð frá yður og Astörturnar og snúið hjarta yðar til Drottins og þjónið honum einum. Mun hann þá frelsa yður af hendi Fil- ista. Þá köstuðu ísraelsmenn burt Baölum og Aströrtum og þjónuðu Drottni einum. Og Samúel sagði: Stefnið saman öllum ísrael i Mizpa og skal ég bá biðja fyrir yður til Drottins. Söfn- uðust þeir þá saman i Mizpa og jusu vatn og úthelltu því fyrir Drottni. Og þeir föstuðu þann dag og sögðu þar: Vér höfum syndgað móti Drottni. Og Samúel dæmdi ísraelsmenn í Mizpa. En er Filistar heyrðu, að ísraels- menn höfðu safnast saman í Mizpa, þá fóru höfðingjar Filista á móti ísrael. Og er ísraelsmenn heyrðu það urðu þeir hræddir við Filista. Og israelsmenn sögðu við Samúel: Lát eigi af að hpópa til Drottins, Guðs vors, fyrir oss, að hann frelsi oss af hendi Filista. Þá tók Samúel dilklamb og fórnaði í brenni- fórn - alfórn - Drottni til handa. Og Samúel hrópaði til Drottins fyrir ísrael. Og Drottinn bænheyrði hann. En meðan Samúel var að fórna brenni- fórninni, voru Filistar komnir í nánd til að berjast við ísrael. En Drottinn þrumaði með miklum gný yfir Filista á þeim degi og gjörði þá felmstfulla svo að þeir biðu ósigur fyrir ísrael." (1.Sam.7,1-10) Það mun að líkindum ekki verða mikið úr löngun okkar og leit eftir afnámi allrar syndar úr lífi okkar, nema það sé algert hugnur, alger um- hyggja, alger löngun,alger þrá eftir Guði og nærveru hans í lífi okkar og hjörtum. Seg mér, hungrar þig eftir Guði? Allt annað gott höfiam við. Við höfum meira af peningum en nokkru sinni fyrr, meira af bílum, húsgögnum, fötum, skólum, kirkjim stofnunum, félögum, véltækni, meira af starfi og meira af starfsmönnum. -NÚ þörfnumst við Guðs.' Ef við höfum nokkru sinni þarfnast Guðs, og Guðs í gnægð kraftar sins, er það nú. Og hann er reiðu- búinn að uppfylla þá þörf til hins ítrasta. Bið, ó, bið, að hann ger það NÚ. n 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.