Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.11.1979, Blaðsíða 5
hold hans og hina ólýsanlegu angist sem fyllti sál hans af því að honum var ásjóna föðurins hulin, - allt þetta talar til sérhvers mannsbarns: Það er fyrir þig sem sonur Guðs tekur á sig byrði sektarinnar,fyrir þig hnekkir hann valdi dauðans og opnar hlið Paradísar. Hann sem stillti reiðar öldurnar og gekk á hvítum földum þeirra, hann sem fékk illa anda til að skjálfa og sjúkdóma til að flýja, hann sem opnaði blind augu og kallaði hina dauðu til lífsins - hann býður sjálfan sig fram til fórnfæringar vegna kær- leika til þín. Hann, syndaberinn, þolir reiði hins guðlega réttlætis og verður fyrir þína sök syndin sjálf. Áhorfendurnir biðu endalokanna í þögn. Sólin kom fram en krossinn var enn myrkri hulinn. Prestar og höfð- ingjar beindu sjónum sínum að Jerú- salem og sjá, hið dimma ský hafði lagst yrir borgina og sléttur JÚdeu. Réttlæt- issólin, ljós heimsins, var að svipta Jerúsalem, sem fyrrum naut svo mikillar hylli, geislum sínum. Brennandi leift- ur af reiði Guðs beindust að hinni dæmdu borg. Skyndilega létti myrkrinu af krossinum og með skærum tónum, líkt og af hvellum lúðri, hróp- aði Jesús: "Það er fullkomnað" "Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn.'" Ljós umlukti krossinn og ásjóna frelsarans ljómaði af dýrð eins og sólin. Síðan hneigði hann höfuð sitt og gaf upp and- ann. í hinu ægilega myrkri og að því er virtist yfirgefinn af Guði hafði Krist- ur drukkið hinar síðustu dreggjar úr bikar mannlegrar eymdar. Á þessum skelfingarstundum hafði hann treyst á hafði skelfing gripið þá. Þegar dró úr skelfingu þeirra sótti aftur á þá hræðsla um að Jesús kynni enn að ganga þeim úr greipum. Þeir höfðu rangtúlkað orð hans. "Elí,Elí, lama sabaktaní." Með beisku háði og fyrirlitningu sögðu þeir: "Hann kallar á Elxa." Þeir höfn- uðu síðasta taakifæri til að lina þján- ingu hans. "BÍðum við," sögðu þeir, "sjáum til hvort Elía kemur til þess að bjarga honum." Hinn flekklausi Guðs sonur hékk á krossinum, hold hans flakandi af svipu- höggunum. Þessar hendxir sem svo oft höfðu verið fram réttar til að blessa, negldar á þverslána. Þessir fætur sem höfðu verið svo óþreytandi að ganga til kærleiksverka, reknir fastir við tréð. Þetta konunglega höfuð sundur- stungið af þyrnikórónunni. Þessar titrandi varir beygðar í kvalastunu. Og allt þetta sem hann þoldi - blóð- dropana sem hrundu af höfði hans, hönd- um hans, fótum hans, kvölina sem nísti 5

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.